Skip to Main Content (Press Enter)
loading content

Read timed out

POST https://aph-webcarconfig.toyota-europe.com/v1/grade-selector/is/is?modelId=456305c2-361e-4c72-beac-1a1abbdad15d

Toyota Relax

Toyota Relax ábyrgð býður upp á þann kost að framlengja ábyrgðina á viðkomandi bifreiðum um 12 mánuði / 15.000 km (20.000 km í tilviki Proace) í senn – hvort sem fyrr kemur – eftir að 5 ára eða 7 ára ábyrgð frá innflutningsaðilanum er útrunnin eða í þann mund að renna út. Það eina sem eigandi bifreiðarinnar þarf að gera er að koma með hana í þjónustuskoðun hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota á Íslandi. Toyota Relax er í boði þar til Toyota bifreið hefur náð 10 ára aldri eða verið ekin 200.000 km eða meira – hvort sem fyrr kemur.

Hraðþjónusta Toyota

Reglulegt viðhald er lykilatriði til að hámarka endingu bílsins og öryggi farþeganna. Hraðþjónustan sinnir meðal annars:  - bilanagreiningum  - smurþjónustu - peruskiptum - smærri viðgerðum. Viðskiptavinir geta í flestum tilfellum beðið á meðan þjónustunni er sinnt eða fengið afnot af bíl hjá Toyota Professional ef það hentar betur. Ef upp koma verkefni sem ná út fyrir ramma hraðþjónustu veitir starfsfólk leiðbeiningar um aðra lausn.

Vegaaðstoð

Ökutæki Toyota Professional eru eins áreiðanleg og mögulegt er. En vandamál geta komið upp, sérstaklega þegar veður eru slæm eða vegir ekki upp á sitt besta. Þess vegna bíður Toyota Professional 12 mánaða vegaaðstoð með öllum nýjum og notuðum keyptum bílum 365 daga ársins. *Ath vegaaðstoðin gildir eingöngu fyrir bíla keypta 1. júlí 2023 eða síðar. Hafðu samband við vegaaðstoð í síma 5 112 112

Afnot af bíl

Ekki hafa áhyggjur af því að vera bíllaus. Toyota Professional sér til þess bjóða uppá fjölbreytt úrval af bílum ef eitthvað kemur uppá eða ef bíllinn þarf að fara á verkstæði.

Toyota tryggingar

Tryggð frá fyrsta starti, þú getur gengið frá kaupunum á ökutækjatryggingunni þegar í stað á einfaldan og þægilegan hátt á toyotatryggingar.is
  • Rafmagn

    Stærð drifrafhlöðu
    50 kWh eða 75 kWh
    Afl
    136 hö*
    Drægni
    allt að 350km*
    10-80% hleðsla DC
    32 mínútur**
    Flutningsgeta
    1000-1250 kg
    Dráttargeta
    1000 kg
    * Blandaður akstur
    ** 50kWh drifrafhlaða
  • Dísel

    Aflrás
    1.5 & 2.0 l dísel
    Afl
    að 177 DIN hö*
    Eldsneytiseyðsla
    7.3-7.9 l/100 km*
    CO₂ útblástur
    193-208 g/km*
    Flutningsgeta
    1000-1400 kg
    Dráttargeta
    1400-2500 kg
    * 2.0 l D-4D 180 8 A/T

Rafvæðing - algengar spurningar

  1. Allir
Algengar spurningar

WLTP gildi er byggt á WLTP (Worldwide harmonized Light vehicle Test Procedure) reglugerðinni. Þetta er alþjóðlegur staðall sem Toyota fylgir. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á drægni sem leiða til þess að nákvæmni WLTP minnkar, þar á meðal hraði, yfirborð vegarins, aksturshegðun og umhverfishiti, WLTP gildi fyrir bZ4X er drægni upp á 504km en breytingar á fyrrnefdum atriðum geta dregið úr drægni. Þú getur notað reiknivélina okkar fyrir áætlaða drægni til að setja inn þínar breytur til að áætla þína drægni.

Ef þú velur eco akstursstillingu mun það auka skilvirkni, sem og að virkja sjálfvirka eco stillingu fyrir miðstöðina. Íhugaðu að slökkva á loftkælingunni/hituninni þegar þess er ekki þörf og mundu að hituð sæti og stýri eru skilvirkari leið til að halda hita en að hækka miðstöðina. Það er líka góð hugmynd að forhita farþegarýmið á meðan bíllinn er enn í hleðslu – þú getur fjarhitað með MyToyota appinu. Gakktu úr skugga um að þrýstingur í dekkjum sé rétt stilltur. Lágur þrýstingur mun minnka notkunarsvið. Vetrardekk eyða líka meira rafmagni á þurrum vegum en sumardekk. Að bera óþarfa þunga mun auka orkunotkun, svo vertu viss um að fjarlægja umfram hluti úr bílnum. Íhugaðu að lokum að breyta aksturshegðun þinni. Að keyra á jöfnum, hóflegum hraða og forðast óþarfa hröðun og hemlun mun hjálpa þér að komast lengra á einni hleðslu. Þegar þú þarft að auka hraðann skaltu gera það með jafnri hröðun til að minnka orkunotkun þína.

Rafbíll hefur ekki hefðbundna vél og gengur eingöngu fyrir rafmagni, þar sem rafhlaðan knýr einn eða fleiri rafmótora. Hybrid bílar hafa bæði hefðbundna vél og rafknúna aflrás. Í Hybrid bíl vinna vél, rafmótor og rafgeymir saman. Rafmótorinn eykur afköst og virkar sem rafall til að breyta umframorku í rafhleðslu, sem dregur úr eldsneytisnotkun.

WLTP drægni Toyota Proace er 350 km* á einni hleðslu.

*Þessai gildi eru áætluð gildi sem eru byggð á prófunum í stýrðu umhverfi (WLTP). Þessar tölur eru gefnar upp í samanburðarskyni: berðu þær saman við aðra bíla sem prófaðir eru við sömu skilyrði (WLTP). Áætluð drægni gerir ráð fyrir að rafhlaðan sé fullhlaðin (100%) og að fullu tæmd (0%).

Raunveruleg drægni ökutækis þíns mun vera breytilegt frá þessum reiknuðu gildum, þar sem margir þættir hafa áhrif á drægni. Sem dæmi má nefna: útfærsla, búnaður og fylgihlutir, aksturslag, hraði, ástand vegar, umferð, ástand ökutækis, dekkjagerð (sumar/vetur) og þrýstingur í dekkjum, farmur ökutækis, farþegafjöldi, ytra hitastig, hitastig rafgeyma o.s.frv.

Uppgefin WLTP gildi eru leiðbeinandi en endurspegla ekki endilega raunverulega drægni. Hafðu samband við söluráðgjafa Toyota fyrir frekari upplýsingar.

Það er einfalt og þægilegt að hlaða rafbílinn þinn, hvenær sem þér hentar með því að nota hleðslusnúruna sem fylgir bílnum. Við mælum með því að setja upp hæeðslustöð heima við til að auka öryggi og hraða heðslu. Þú getur notast við hraðhleðslustöðvar þegar þú ert á ferðinn, staðsetningar almennningshleðslustöðva eru sýnilegar á margmiðlunarskjánum í bílnum.

Hægt er að hlaða frá 10% í 80% á 30 mínútum* með 150kW DC hleðslu við kjöraðstæður sem eru meðal annars 25°C hitastig. Til að veirðveita rafhlöðuna og auka endingu hennar minnkar DC hraðhleðslan þegar hleðsluástandið nær 80%**.
Þú getur notast við reiknivélina okkar þar sem þú getur sett inn þínar breytur og reiknað út áætlaðan hleðslutíma.

**Til að varðveita rafhlöðuna, getur DC hraðhleðsluafl Toyota bZ4X minnkað tímabundið (í u.þ.b. 24 klukkustundir) eftir 3,8 lotur á dag (jafngildir 3,8 sinnum 10% til 80%).

Fyrir bíla með 50 kW drifrafhlöðu og straum upp á 32 amper er lágmarks hleðslutími til að fullhlaða 4,8 klst*. Bíll með 75kW rafhlöðu er hægt að fullhlaða á 7,5 klst* með 11 kW hleðslustöð. Þú getur notast við hleðslutíma reiknivélina okkar til að meta hleðslutíma við mismunandi aðstæður.

*Við ákjósanlegar aðstæður, eins og þegar hitastigið er um 25°C.