Skip to Main Content (Press Enter)

ÁBYRGÐARÞJÓNUSTA RAFHLÖÐU

Toyota og Lexus
Toyota leggjur mikinn metnað í gæði og áreiðanleika bílanna. Ábyrgðarþjónusta rafhlaða hjá Toyota og Lexus er vandlega samsett til þess að verja hagsmuni þína ef svo ólíklega vill til að rafhlaðan bili. Við vonumst til að veita þér hugarró við akstur Toyota eða Lexus. Þetta skjal veitir þér allar upplýsingar um ábyrgðarþjónustuna og því skaltu lesa það vandlega og hafa það tiltækt til síðari nota. Þessir skilmálar eru afhentir af Toyota á Íslandi ehf., Kauptúni 6, 210 Garðabæ og gilda um alla Toyota og Lexus bíla sem fluttir eru inn af Toyota á Íslandi ehf. Kynntu þér skilgreiningar skilmálanna

1. Skilgreiningar

„Viðurkenndur Þjónustuaðili Toyota“ er þjónustuaðili á Íslandi eða í löndum innan Evrópusambandsins sem hefur hlotið viðurkenningu frá Toyota-samstæðunni til að sinna þjónustu, viðgerðum og viðhaldsvinnu.

„Ástandsskoðun rafhlöðu“ er sú þjónusta sem þjálfað tæknifólk framkvæmir með sérstöku forriti. Í því er ástand drifrafhlöðukerfisins kannað, þ.á.m. drifrafhlaðan sjálf, einangrun drifrafhlöðunnar, aðrir íhlutir drifrafhlöðunnar og aukarafhlaðan.

„Ábyrgð framleiðanda“ er ábyrgðin sem fylgir öllum nýjum Toyota- og Lexus-bílum sem seldir eru eins og lýst er í bæklingnum „Þjónusta og ábyrgð“ sem viðskiptavininum er afhent.

„Drifrafhlaða fyrir rafbíla“ eða einfaldlega „drifrafhlaða“ er rafhlaðan sem knýr hjól bílsins í gegnum rafmótorinn og drifrásina í Hybrid-bílunum okkar (HEV), Plug-in Hybrid-bílum (PHEV) og rafbílum (BEV).

„Notendahandbók“ er notendahandbókin sem viðskiptavininum er afhent og á við gerð bílsins.

„Þjónusta og ábyrgð“ er bæklingur sem viðskiptavinurinn fær í hendur og lýsir skilmálum ábyrgðarinnar og almennum skyldum eigandans.

„Ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota og Lexus“ er ábyrgð fyrir drifrafhlöður rafbíla, eins og við á, og eins og lýst er í 2. hluta þessara skilmála.

„Við“, „okkur“ eða „okkar“ þýðir Toyota á Íslandi ehf.

„Þú“, „þig“, „þér“ eða „þín” merkir skráðan eiganda bílsins

2. Ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota og Lexus

Grunnreglur/inngangur
  •  Ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota og Lexus gildir aðeins fyrir drifrafhlöður í rafknúna bíla frá Toyota og Lexus: Hybrid (HEV), Plug-in Hybrid (PHEV) og rafbíla (BEV)), eins og við á um gjaldgengar gerðir (sjá lið 2.2.3)

  • Ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus á við eftir að ábyrgð framleiðanda drifrafhlöðunnar rennur út, svo lengi sem rafhlaða hefur staðist ástandsskoðun, sem sinnt er eiganda að kostnaðarlausu, og óháð eigendaskiptum, samkvæmt þessum skilmálum. Ábyrgð á drifrafhlöðu samkvæmt ábyrgð framleiðanda er lýst í bæklingnum „Þjónusta og ábyrgð.“

  • Ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus er ábyrgð sem virkjast sjálfkrafa þegar rafhlaða stenst ástandsskoðun, í samræmi við lýsingu framleiðanda í bæklingnum „Þjónusta og ábyrgð,“ hjá hvaða viðurkennda þjónustuaðila Toyota/Lexus sem er („þjónusta“). Gakktu úr skugga um að viðurkenndur þjónustuaðili Toyota/Lexus fylli út í bæklingnum „Þjónusta og ábyrgð“ og að þú geymir allar ástandsskoðunarskírteini rafhlöðunnar til sönnunar þess að þjónusta hafi farið fram.

  • Með ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus færðu nýja ábyrgð sem gildir fram að næsta þjónustutíma („ábyrgðartímabil“). Í flestum Toyota- og Lexus-bílum er tímabilið 12 mánuðir eða 15.000 km (hvort sem fyrr verður) en það kann að vera mismunandi eftir bíl og gerð vélar. Þú finnur viðeigandi upplýsingar um bílinn þinn í bæklingnum „Þjónusta og ábyrgð.“

  • Þú átt rétt á ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus eftir að rafhlaðan stenst ástandsskoðun þar til allt að 10 ár eru liðin frá fyrstu skráningu bílsins eða þar til bílnum hefur verið ekið 200.000 km (hvort sem fyrr verður), fari ábyrgðarþjónusta rafhlöðunnar fram í samræmi við lið 2.1.4.

  • Rafhlaða þarf aðeins að standast eina ástandsskoðun til að virkja ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus. Þrátt fyrir að þú hafir ekki samband við viðurkennt verkstæði Toyota/Lexus innan ábyrgðartímabilsins (t.d. vegna annarra framkvæmda) helst ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus í gildi út ofangreint tímabili eða tiltekinn hámarks ekinn kílómetrafjölda (10 ár / 200.000 km).

a) Meðan ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus er í gildi eða eftir það er þér frjálst að nýta þér þjónustu annarra verkstæða en viðurkenndra þjónustuaðila Toyota/Lexus án þess að því fylgi afleiðingar hvað varðar gildi ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus (nema í þeim tilvikum sem lýst er í 2.2.3)

b) þegar ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus fellur úr gildi og rafhlaðan er ekki þegar í stað ástandsskoðuð hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota eða Lexus þýðir það ekki að þú sért ekki gjaldgeng(ur) fyrir frekari ábyrgð (þar sem ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus krefst ekki óslitinna þjónustusamskipta við viðurkenndan þjónustuaðila Toyota/Lexus). Þú getur alltaf fengið ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus eftir að rafhlaðan stenst ástandsskoðun þar til hámarksaldri hennar er náð (sjá 2.1.5).

 

Umfang ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus: Hvað fellur undir ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus? Hvað er undanskilið ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus?

Eigandi gjaldgengs rafbíls, sem fluttur er til landsins af Toyota á Íslandi ehf., á rétt á viðgerðum án endurgjalds vegna bilana í drifrafhlöðu sem rekja má til framleiðslu eða samsetningar (rafhlöðuábyrgð rafbílsins innifelur tryggingu þess að rafhlaðan muni viðhalda að minnsta kosti 70% af rýmd sinni í bílum sem falla undir ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus – eftir að ábyrgð framleiðanda lýkur og þangað til rafhlaðan er ekki lengur gjaldgeng í ábyrgðarþjónustu rafhlöðu), þar sem því verður við komið, að uppfylltum þeim skilyrðum sem lýst er í þessu skjali.
Ef öll skilyrði sem talin eru upp í skilmálum þessum hafa verið uppfyllt mun ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus standa straum af kostnaði við viðgerð eða útskipti á drifrafhlöðunni samkvæmt eftirfarandi skilgreiningu:
  •  Ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus veitir ekki ábyrgð vegna: beinna áhrifa óveðurs, hagléls, eldinga, jarðskjálfta eða flóða, sem og eldsvoða eða sprenginga.
  • Vegna hvers kyns stríðsátaka, borgarastríðs, borgaralegrar ólgu, verkfalla, verkbanna, eignaupptöku eða annarra fullveldisaðgerða eða vegna kjarnorku.
  •  Í kjölfar slyss, þ.e. atviks af völdum skyndilegs utanaðkomandi beins vélræns krafts. 
  • Vegna aðgerða af ásettu ráði eða í fjandsamlegum tilgangi, sérstaklega vegna þjófnaðar, notkunar í leyfisleysi, ráns eða svika.
  • Vegna þriðja aðila sem starfar sem framleiðandi/birgir og hefur gripið eða hyggst grípa til aðgerða á grundvelli þjónustusamnings eða annarrar ábyrgðar. Þetta á einnig við um allar mögulegar innköllunaraðgerðir og framlengdar ábyrgðir sem framleiðandinn skipuleggur.
  • Vegna afleiðinga þess að bíllinn hefur orðið fyrir meiri öxul- eða eftirvagnsþunga en framleiðandinn hefur tilgreint.
  • Vegna notkunar á óviðeigandi smurefnum og eldsneyti.
  • Vegna vanrækslu af ásettu ráði eða vítaverðs gáleysis.
  • Vegna vatns sem kemst inn, tæringar eða mengaðra vökva.
  • Vegna notkunar á hlut sem þarfnast greinilega viðgerðar, nema hægt sé að sanna að skemmdirnar tengist ekki hlutnum sem þarfnast viðgerðar eða gert hafi verið a.m.k. tímabundið við hlutinn þegar skemmdirnar urðu.
  • Vegna breytinga á upprunalegu ástandi bílsins eða hönnun bílsins og/eða framlengingar/viðbótar á tilteknum aukahlutum sem hafa neikvæð áhrif á upprunalega tæknilýsingu eða öryggisstaðal eða sem eru ekki af sömu eða meiri gæðum en upprunalegu hlutirnir.
     

Auk þess tekur ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus ekki til:

  • Annarra vörumerkja en Toyota og Lexus
  • Rafknúinna Toyota Proace-bíla 
  • Bíla sem eru skráðir fyrir hönd eða í eigu viðurkennds Toyota- eða Lexus þjónustuaðila, bílaverkstæðis eða annars konar fyrirtækis sem tengist atvinnubifreiðum.
  • Bíla sem eru notaðir í kappakstri eða öðrum tengdum akstri á kappakstursbrautum.
  •  Lögreglubíla, slökkviliðsbíla, sjúkrabíla og bíla sem notaðir eru í annarri neyðarþjónustu.
  • Bíla sem ekki eru án tæknilegra bilana. 
  • Bíla sem eru notaðir í atvinnuskyni sem leigubílar og hafa þegar farið í gegnum fimm ástandsskoðanir á rafhlöðu.

Skildur viðskiptavinar

Til að þú njótir ávinningsins af ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus þarftu að uppfylla eftirfarandi kröfur. Þú þarft að:

i. tryggja að staðfest sé í bæklingnum „Þjónusta og ábyrgð“ að viðurkenndur þjónustuaðili Toyota/Lexus hafi sinnt vinnunni, þar sem afhenda verður afrit af því með færslunum ef bilun verður;
ii. veita viðurkenndum þjónustuaðila Toyota/Lexus upplýsingar um núverandi kílómetrafjölda á kílómetramælinum þegar bilun er tilkynnt; og
iii. taka tillit til og fylgja leiðbeiningum framleiðandans í notendahandbókinni varðandi notkun bílsins.

Gildi ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus erlendis

Ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus nær til eftirfarandi landa: Albaníu, Aserbaídsjan, Austurríkis, Belgíu, Bosníu og Hersegóvínu, Bretlands, Búlgaríu, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Georgíu, Grikklands, Hollands, Írlands, Íslands, Ísrael, Ítalíu, Kasakstan, Kósóvó, Króatíu, Kýpur, Lettlands, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Norður-Makedóníu, Noregs, Portúgals, Póllands, Rúmeníu, Serbíu, Slóveníu, Spánar, Svartfjallalands, Sviss, Svíþjóðar, Tékklands, Tyrklands, Ungverjalands og Þýskalands.
Ef þú ætlar að ferðast til annarra landa en þeirra sem tilgreind eru hér að ofan mælum við með að þú hafir samband við næsta umboð eða viðurkennda þjónustuaðila Toyota/Lexus til að fá nánari upplýsingar. Listinn yfir lönd sem tilgreindur er í þessum skilmálum er ekki tæmandi og uppfærslur eða breytingar kunna að verða á honum.
Fari svo að þörf verði á viðgerð utan þess lands þar sem ástandsskoðun rafhlöðu hjá Toyota/Lexus fór fram (sjá landfræðilegt svæði að ofan), að því gefnu að dvöl þín sé skemmri en 90 dagar samfellt, getur hvaða viðurkenndi þjónustuaðili Toyota/Lexus sem er í landinu sem þú dvelur í sinnt nauðsynlegum viðgerðum samkvæmt skilmálum ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus. Þú skalt greiða kostnaðinn hjá viðurkennda þjónustuaðila Toyota/Lexus og leggja síðan fram kröfu um endurgreiðslu með því að leggja fram reikninginn fyrir viðgerðunum hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota/Lexus í því landi sem ástandsskoðun rafhlöðu hjá Toyota/Lexus fór fram innan 28 almanaksdaga frá útgefnum reikningi. Kostnaðurinn verður endurgreiddur að hámarki upp að verðgildi reikningsins að virðisaukaskatti meðtöldum. Verð varahlutanna, vinnutími og kostnaður verður að koma fram aðskilið á reikningnum. Þú færð viðgerðarkostnaðinn endurgreiddan í samræmi við skilyrði ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus.

Framsalshæfi ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus

Ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus er framseljanleg til síðari eigenda bílsins en ekki framseljanleg yfir á annan bíl. Ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus fylgir bílnum, ekki viðskiptavininum, að því gefnu að ekki hafi verið farið yfir hámarkskílómetrafjöldann og/eða að gildistími ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus sé útrunninn.

3. GDPR REGLUGERÐIN / GAGNAVERND

Lesa skal þessa skilmála með notkunarskilmálum og persónuverndarstefnu vefsvæða okkar

https://www.toyota.is/um-toyota/almenn-personuverndarstefna

https://www.toyota.is/um-toyota/skilmalar
https://www.lexus.is/legal/cookie-settings

4. ÝMISLEGT / ALMENNIR SKILMÁLAR

  • Hlutir sem skipt er um verða eign Toyota
  • Hámarksupphæð uppsafnaðra bótakrafna og hámarksupphæð hverrar bótakröfu skal miðast við endursöluverð bílsins á þeim tíma sem viðgerðin fer fram. 
  • Ábyrgðarþjónusta rafhlöðu Toyota/Lexus hefur ekkert endurkaupa- eða endurgreiðsluvirði.
  • Við áskiljum okkur rétt til, að eigin vild, að uppfæra, breyta eða skipta út hvaða hluta þessara skilmála sem er með því að birta uppfærslur og breytingar á vefsvæðinu okkar. Þú berð ábyrgð á að athuga reglulega hvort breytingar hafa orðið á vefsvæðinu. Ef þú nýtur þegar ávinnings af ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus hafa uppfærslur, breytingar eða útskipti á þessum skilmálum engin áhrif á þau réttindi sem þú hefur þegar áunnið þér samkvæmt þessum skilmálum.
  • Toyota á Íslandi getur ákveðið að hætta að veita ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus, en það hefur ekki áhrif á þau réttindi sem þú hefur þegar öðlast samkvæmt þessum skilmálum.
  • Þú átt rétt á úrræðum af okkar hendi án endurgjalds lögum samkvæmt komi til vanefnda vegna bílsins og ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus hefur ekki áhrif á þessi úrræði.
  • Þessir skilmálar falla undir íslensk lög og fara skal með ágreining í samræmi við lögsögu dómstóla á Íslandi.
Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.