1. Skilgreiningar
2. Ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota og Lexus
- Ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota og Lexus gildir aðeins fyrir drifrafhlöður í rafknúna bíla frá Toyota og Lexus: Hybrid (HEV), Plug-in Hybrid (PHEV) og rafbíla (BEV)), eins og við á um gjaldgengar gerðir (sjá lið 2.2.3)
- Ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus á við eftir að ábyrgð framleiðanda drifrafhlöðunnar rennur út, svo lengi sem rafhlaða hefur staðist ástandsskoðun, sem sinnt er eiganda að kostnaðarlausu, og óháð eigendaskiptum, samkvæmt þessum skilmálum. Ábyrgð á drifrafhlöðu samkvæmt ábyrgð framleiðanda er lýst í bæklingnum „Þjónusta og ábyrgð.“
- Ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus er ábyrgð sem virkjast sjálfkrafa þegar rafhlaða stenst ástandsskoðun, í samræmi við lýsingu framleiðanda í bæklingnum „Þjónusta og ábyrgð,“ hjá hvaða viðurkennda þjónustuaðila Toyota/Lexus sem er („þjónusta“). Gakktu úr skugga um að viðurkenndur þjónustuaðili Toyota/Lexus fylli út í bæklingnum „Þjónusta og ábyrgð“ og að þú geymir allar ástandsskoðunarskírteini rafhlöðunnar til sönnunar þess að þjónusta hafi farið fram.
- Með ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus færðu nýja ábyrgð sem gildir fram að næsta þjónustutíma („ábyrgðartímabil“). Í flestum Toyota- og Lexus-bílum er tímabilið 12 mánuðir eða 15.000 km (hvort sem fyrr verður) en það kann að vera mismunandi eftir bíl og gerð vélar. Þú finnur viðeigandi upplýsingar um bílinn þinn í bæklingnum „Þjónusta og ábyrgð.“
- Þú átt rétt á ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus eftir að rafhlaðan stenst ástandsskoðun þar til allt að 10 ár eru liðin frá fyrstu skráningu bílsins eða þar til bílnum hefur verið ekið 200.000 km (hvort sem fyrr verður), fari ábyrgðarþjónusta rafhlöðunnar fram í samræmi við lið 2.1.4.
- Rafhlaða þarf aðeins að standast eina ástandsskoðun til að virkja ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus. Þrátt fyrir að þú hafir ekki samband við viðurkennt verkstæði Toyota/Lexus innan ábyrgðartímabilsins (t.d. vegna annarra framkvæmda) helst ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus í gildi út ofangreint tímabili eða tiltekinn hámarks ekinn kílómetrafjölda (10 ár / 200.000 km).
a) Meðan ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus er í gildi eða eftir það er þér frjálst að nýta þér þjónustu annarra verkstæða en viðurkenndra þjónustuaðila Toyota/Lexus án þess að því fylgi afleiðingar hvað varðar gildi ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus (nema í þeim tilvikum sem lýst er í 2.2.3)
b) þegar ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus fellur úr gildi og rafhlaðan er ekki þegar í stað ástandsskoðuð hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota eða Lexus þýðir það ekki að þú sért ekki gjaldgeng(ur) fyrir frekari ábyrgð (þar sem ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus krefst ekki óslitinna þjónustusamskipta við viðurkenndan þjónustuaðila Toyota/Lexus). Þú getur alltaf fengið ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus eftir að rafhlaðan stenst ástandsskoðun þar til hámarksaldri hennar er náð (sjá 2.1.5).
Umfang ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus: Hvað fellur undir ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus? Hvað er undanskilið ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus?
- Ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus veitir ekki ábyrgð vegna: beinna áhrifa óveðurs, hagléls, eldinga, jarðskjálfta eða flóða, sem og eldsvoða eða sprenginga.
- Vegna hvers kyns stríðsátaka, borgarastríðs, borgaralegrar ólgu, verkfalla, verkbanna, eignaupptöku eða annarra fullveldisaðgerða eða vegna kjarnorku.
- Í kjölfar slyss, þ.e. atviks af völdum skyndilegs utanaðkomandi beins vélræns krafts.
- Vegna aðgerða af ásettu ráði eða í fjandsamlegum tilgangi, sérstaklega vegna þjófnaðar, notkunar í leyfisleysi, ráns eða svika.
- Vegna þriðja aðila sem starfar sem framleiðandi/birgir og hefur gripið eða hyggst grípa til aðgerða á grundvelli þjónustusamnings eða annarrar ábyrgðar. Þetta á einnig við um allar mögulegar innköllunaraðgerðir og framlengdar ábyrgðir sem framleiðandinn skipuleggur.
- Vegna afleiðinga þess að bíllinn hefur orðið fyrir meiri öxul- eða eftirvagnsþunga en framleiðandinn hefur tilgreint.
- Vegna notkunar á óviðeigandi smurefnum og eldsneyti.
- Vegna vanrækslu af ásettu ráði eða vítaverðs gáleysis.
- Vegna vatns sem kemst inn, tæringar eða mengaðra vökva.
- Vegna notkunar á hlut sem þarfnast greinilega viðgerðar, nema hægt sé að sanna að skemmdirnar tengist ekki hlutnum sem þarfnast viðgerðar eða gert hafi verið a.m.k. tímabundið við hlutinn þegar skemmdirnar urðu.
- Vegna breytinga á upprunalegu ástandi bílsins eða hönnun bílsins og/eða framlengingar/viðbótar á tilteknum aukahlutum sem hafa neikvæð áhrif á upprunalega tæknilýsingu eða öryggisstaðal eða sem eru ekki af sömu eða meiri gæðum en upprunalegu hlutirnir.
Auk þess tekur ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus ekki til:
- Annarra vörumerkja en Toyota og Lexus
- Rafknúinna Toyota Proace-bíla
- Bíla sem eru skráðir fyrir hönd eða í eigu viðurkennds Toyota- eða Lexus þjónustuaðila, bílaverkstæðis eða annars konar fyrirtækis sem tengist atvinnubifreiðum.
- Bíla sem eru notaðir í kappakstri eða öðrum tengdum akstri á kappakstursbrautum.
- Lögreglubíla, slökkviliðsbíla, sjúkrabíla og bíla sem notaðir eru í annarri neyðarþjónustu.
- Bíla sem ekki eru án tæknilegra bilana.
- Bíla sem eru notaðir í atvinnuskyni sem leigubílar og hafa þegar farið í gegnum fimm ástandsskoðanir á rafhlöðu.
Skildur viðskiptavinar
Til að þú njótir ávinningsins af ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus þarftu að uppfylla eftirfarandi kröfur. Þú þarft að:
i. tryggja að staðfest sé í bæklingnum „Þjónusta og ábyrgð“ að viðurkenndur þjónustuaðili Toyota/Lexus hafi sinnt vinnunni, þar sem afhenda verður afrit af því með færslunum ef bilun verður;
ii. veita viðurkenndum þjónustuaðila Toyota/Lexus upplýsingar um núverandi kílómetrafjölda á kílómetramælinum þegar bilun er tilkynnt; og
iii. taka tillit til og fylgja leiðbeiningum framleiðandans í notendahandbókinni varðandi notkun bílsins.
Gildi ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus erlendis
Framsalshæfi ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus
3. GDPR REGLUGERÐIN / GAGNAVERND
https://www.toyota.is/um-toyota/almenn-personuverndarstefna
https://www.toyota.is/um-toyota/skilmalar
https://www.lexus.is/legal/cookie-settings
4. ÝMISLEGT / ALMENNIR SKILMÁLAR
- Hlutir sem skipt er um verða eign Toyota
- Hámarksupphæð uppsafnaðra bótakrafna og hámarksupphæð hverrar bótakröfu skal miðast við endursöluverð bílsins á þeim tíma sem viðgerðin fer fram.
- Ábyrgðarþjónusta rafhlöðu Toyota/Lexus hefur ekkert endurkaupa- eða endurgreiðsluvirði.
- Við áskiljum okkur rétt til, að eigin vild, að uppfæra, breyta eða skipta út hvaða hluta þessara skilmála sem er með því að birta uppfærslur og breytingar á vefsvæðinu okkar. Þú berð ábyrgð á að athuga reglulega hvort breytingar hafa orðið á vefsvæðinu. Ef þú nýtur þegar ávinnings af ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus hafa uppfærslur, breytingar eða útskipti á þessum skilmálum engin áhrif á þau réttindi sem þú hefur þegar áunnið þér samkvæmt þessum skilmálum.
- Toyota á Íslandi getur ákveðið að hætta að veita ábyrgðarþjónustu rafhlöðu hjá Toyota/Lexus, en það hefur ekki áhrif á þau réttindi sem þú hefur þegar öðlast samkvæmt þessum skilmálum.
- Þú átt rétt á úrræðum af okkar hendi án endurgjalds lögum samkvæmt komi til vanefnda vegna bílsins og ábyrgðarþjónusta rafhlöðu hjá Toyota/Lexus hefur ekki áhrif á þessi úrræði.
- Þessir skilmálar falla undir íslensk lög og fara skal með ágreining í samræmi við lögsögu dómstóla á Íslandi.