MYNDIR
Skoðaðu Proace Verso frá öllum sjónarhornum
Frá
9970000.0
Tölurnar sýna hæstu eða lægstu gildi sem eiga við þær vélar sem eru í boði en eiga ekki endilega við eina ákveðna útfærslu. Mælingar eru í samræmi við lagakröfur nýju Evrópureglugerðarinnar um WLTP-prófun EB 2017/1151 og viðeigandi breytingar. Frekari upplýsingar um WLTP prófunina má finna hér: https://www.toyota-europe.com/world-of-toyota/feel/environment/worldwide-harmonized-light
Proace Verso vekur hvarvetna athygli með fjölda háþróaðra eiginleika. Þakgluggi með gleri og sjónlínuskjár gera ferðalögin afslappaðri og öruggari á meðan opnanleg rúða á afturhlera og rafdrifnar rennihurðir eru þægilegir eiginleikar sem þú munt seinna meir velta fyrir þér hvernig þú komst af án. Þegar við bætist staðalbúnaður í hæsta gæðaflokki geturðu notið áður óþekktrar fágunar á ferðum þínum.
Lífið verður einfaldara í PROACE VERSO, hverjar sem aðstæðurnar eru, þökk sé snjöllum lausnum sem bjóða upp á afburðasveigjanleika þegar flytja þarf stóra hluti og hámarkshagkvæmni fyrir farþega. Fellisæti (sem hægt er að leggja saman og upp á við) og sæti á brautum* (sem hægt er að færa eða fjarlægja með öllu) gera þér kleift að skipuleggja hleðslurýmið nákvæmlega eftir þínum þörfum og hentug borð sem má leggja saman** gefa farþegum kost á að nýta ferðina til vinnu, hvíldar eða afþreyingar.
*Ekki í boði í Live útfærslu
**Í boði í Luxury útfærslu
Skoðaðu Proace Verso frá öllum sjónarhornum