Fyrsta flokks ferðamáti

Í þægilegu farþegarými Proace Verso þar sem gæði og tækni eru í fyrirrúmi líða jafnvel lengstu ferðir hjá eins og ekkert sé. Hvort sem þú þarft að halda fyrirtækinu gangandi eða fjölskyldunni ánægðri sér Proace Verso til þess að sérhver ferð verði einstaklega þægileg.

Toyota Professional -  Fyrirtækjalausnir

Fyrir þig

Við veitum fyrirtækjum þær vörur og þjónustu sem þau þurfa til að halda sér gangandi. Kynntu þér Toyota Professional – þinn samstarfsaðila

Toyota Relax

Toyota Relax ábyrgð býður upp á þann kost að framlengja ábyrgðina á viðkomandi bifreiðum um 12 mánuði / 15.000 km (20.000 km í tilviki Proace) í senn – hvort sem fyrr kemur – eftir að 5 ára eða 7 ára ábyrgð frá innflutningsaðilanum er útrunnin eða í þann mund að renna út. Það eina sem eigandi bifreiðarinnar þarf að gera er að koma með hana í þjónustuskoðun hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota á Íslandi. Toyota Relax er í boði þar til Toyota bifreið hefur náð 10 ára aldri eða verið ekin 200.000 km eða meira – hvort sem fyrr kemur.

Hraðþjónusta Toyota

Reglulegt viðhald er lykilatriði til að hámarka endingu bílsins og öryggi farþeganna. Hraðþjónustan sinnir meðal annars:  - bilanagreiningum  - smurþjónustu - peruskiptum - smærri viðgerðum. Viðskiptavinir geta í flestum tilfellum beðið á meðan þjónustunni er sinnt eða fengið afnot af bíl hjá Toyota Professional ef það hentar betur. Ef upp koma verkefni sem ná út fyrir ramma hraðþjónustu veitir starfsfólk leiðbeiningar um aðra lausn.

Vegaaðstoð

Ökutæki Toyota Professional eru eins áreiðanleg og mögulegt er. En vandamál geta komið upp, sérstaklega þegar veður eru slæm eða vegir ekki upp á sitt besta. Þess vegna bíður Toyota Professional 12 mánaða vegaaðstoð með öllum nýjum og notuðum keyptum bílum 365 daga ársins. *Ath vegaaðstoðin gildir eingöngu fyrir bíla keypta 1. júlí 2023 eða síðar. Hafðu samband við vegaaðstoð í síma 5 112 112

Afnot af bíl

Ekki hafa áhyggjur af því að vera bíllaus. Toyota Professional sér til þess bjóða uppá fjölbreytt úrval af bílum ef eitthvað kemur uppá eða ef bíllinn þarf að fara á verkstæði.

Toyota tryggingar

Tryggð frá fyrsta starti, þú getur gengið frá kaupunum á ökutækjatryggingunni þegar í stað á einfaldan og þægilegan hátt á toyotatryggingar.is
Úthugsað innanrými
Þægindi sem þú munnt kunna að meta
Hleyptu birtunni í gegn
Handfrjáls rennihurð
Rafdrifnar hliðarhurðar

Úthugsað innanrými

Ferðast í stíl í innanrými sem er hannað til að vera róandi og afslappað. Með ígrunduðum smáatriðum í farþegarými sem takmarka hávaða og veghljóð, hita í sætum og öllum lykilstýringum innan seilingar.

Þægindi sem þú munnt kunna að meta

Ertu á hraðferð eða þarftu að sækja eitthvað úr farþegarýminu? Opnanleg rúða á afturhleranum veitir skjótan og þægilegan aðgang að farangursrýminu án þess að þurfa að opna afturhlerann.

Hleyptu birtunni í gegn

Farþegarýmið nýtur góðs af stórum gluggum, frábæru útsýni og miklu náttúrulegu ljósi og þá sérstaklega ef Toyota Skyview® þakglugginn er valin en hann skapar skemmtilega stemningu.

Handfrjáls rennihurð

Njóttu þess að fá hjálparhönd þegar þörf krefur með því að uppfæra í handfrjálsavrafdrifna rennihurð sem virkar á ótrúlega þægilegan máta með því einu að hreyfa fótinn undir afturstuðaranum.

Rafdrifnar hliðarhurðar

Rafdrifnar hurðar, stór hurðarop og lág gólfhæð tryggja greiðan aðgang að sætum í farþegarýminu. Rafdrifnu rennihurðirnar eru virkjaðar með því að toga í handfangið eða með hnöppum á fjarstýringu/lykli eða í mælaborði.

Njóttu þægindanna

Einstaklega þægilegur, sveigjanlegur og fáanlegur með allt að níu sætum, Proace Verso hefur þann sveigjanleika sem lífsstíll þinn krefst. Í boði með Panorama glerþaki sem gerir farþegarýmið bjart og hlýlegt svo þú njótir ferðarinnar.

Sveigjanlegt rými

Rými sem aðlagast þér


Með því að sameina snjalla hönnun og óviðjafnanlega getu, rúmar Proace Verso rúmar allt að níu í einstaklings- eða bekkjasætum.
Það er auðvelt að aðlaga rýmið að ferðalaginu framundan

  • Aflrásir

    Veldu aflrás sem hentar


    Proace Verso er í boði með skilvirkum rafmagns aflrásum eða háþróaðri díselvél sem henta mismunandi lífstíl. Kynntu þér kosti þessara aflrása og veldu þá sem hentar þér.

Tækni

Nytsamleg tækni

Tækni sem tengir þig við bílinn gerir hvert augnablik auðveldara, öruggara og ánægjulegra. Stafrænt ökumansrými, með frábærum skýrleika, Proace City Verso státar af nýjustu tækni í margmiðlunartengingu, þar á meðal raddstýringuog hentugri snertiskjátækni.

Öryggi

Öryggi, Öruggari, Öruggastur

Toyota Proace City Verso er búinn Toyota Safety Sense aksturaðstoðarkerfum sem aðstoða þig við aksturinn með það að markmiði að auka öryggi þitt og annara í umferðinni. Hvort sem þú ert að sinna erindum í borginni eða úti á þjóðveginum.

Hugvitsamleg akstursaðstoð

Umferðin er oft hröð og annasamt akstursumhverfi nútímans fyrirgefur ekki augnabliks athyglisbrest. Úrval af snjöllum aðstoðaraksturskerfum Toyota passar uppá þig og vinnur að því að koma í veg fyrir árekstra og halda þér og öðrum vegfarendum öruggari í umferðinni.
  • Árekstrarviðvörunarkerfi með greiningu gangandi vegfarenda

    Árekstrarviðvörunarkerfið getur greint hættu á árekstrum og aðstoðað þig við að forðast árekstra við aðra bíla, gangandi vegfarendur, hjólreiðafólk og mótorhjól. Það varar ökumann við með hljóðmerkjum, sjónrænum viðvörunum og hemlunaraðstoð til að forðast eða draga úr höggi við árekstur.

  • Sjálfvikrur hraðastillir

    Þetta kerfi heldur þér í tiltekinni fyrirframstilltri lágmarksfjarlægð frá næsta bíl fyrir framan. Þegar of stutt er í næsta bíl dregur kerfið úr hraðanum og beitir loks hemlunum og kveikir hemlaljósin.

  • Akreinarvari með stýrisaðstoð

    Með aðstoð myndavéla sem greina veginn framundan varar akreinavarinn ökumann með hljóð- og ljósmerkjum ef bílinn byrjar að stefna út af akreininni. Stýrisaðstoðin beygir bílnum mjúklega aftur inn á miðju vegar.

  • Sjálfvirk hemlun (AEBS)

    Skynjarar fylgjast stöðugt með fjarlægð frá næsta bíl og öðrum hindrunum sem kunna að vera á veginum. Ef fjarlægðarskynjararnir greina hættu á árekstri mun kerfið bregðast við með því að hemla til þess að koma í veg fyrir árekstur eða draga úr höggi.

  • Umferðarskiltaaðstoð

    Umferðarskiltaaðstoðin í Toyota Safety Sense fylgist með umferðarskiltum fram undan og birtir gagnlegar upplýsingar, svo sem um gildandi hámarkshraða eða takmarkanir á framúrakstri, með skýrum hætti á nýja TFT-litaskjánum. Kerfið varar einnig við bæði með hljóðmerki og sýnilegum viðvörunum ef ekki er farið eftir umferðarskiltunum.

  • Stýrisaðstoð

    Þetta kerfi aðstoðar ökumanninn við að halda bílnum á akreininni. Kerfið greinir beygjuna fram undan og aðlagar stýrisaðstoðina eftir þörfum. Það getur einnig hjálpað til við betri akstur í beinni línu.

Kynntu þér þær útfærslur sem eru í boði

Veldu útfærslu

4 Valmöguleikar

  • Proace Verso - Shuttle - Langur

    Proace Verso Shuttle

    Langur

    Veldu vél


    Frá

    11.490.000 kr.

    8 þrepa sjálfskipting | 2WD
    • Blandaður akstur l/100km
      7.7 l/100 km
    • CO₂ blandaður akstur g/km
      202 g/km

    Frá

    12.490.000 kr.

    EV sjálfskipting | 2WD
    • Blandaður akstur l/100km
      0 l/100 km
    • CO₂ blandaður akstur g/km
      0 g/km
    • Drægni - blandaður akstur
      313 km
    • Eyðsla á rafmagni
      264 Wh/km
  • Proace Verso - Combi - Langur

    Proace Verso Combi

    Langur

    Veldu vél


    Frá

    11.990.000 kr.

    EV sjálfskipting | 2WD
    • Blandaður akstur l/100km
      0 l/100 km
    • CO₂ blandaður akstur g/km
      0 g/km
    • Drægni - blandaður akstur
      313 km
    • Eyðsla á rafmagni
      264 Wh/km
  • Proace Verso - Family - Langur

    Proace Verso Family

    Langur

    Veldu vél


    Frá

    12.590.000 kr.

    8 þrepa sjálfskipting | 2WD
    • Blandaður akstur l/100km
      7.6 l/100 km
    • CO₂ blandaður akstur g/km
      200 g/km

    Frá

    13.490.000 kr.

    EV sjálfskipting | 2WD
    • Blandaður akstur l/100km
      0 l/100 km
    • CO₂ blandaður akstur g/km
      0 g/km
    • Drægni - blandaður akstur
      313 km
    • Eyðsla á rafmagni
      264 Wh/km
  • Proace Verso - Family - Millilangur

    Proace Verso Family

    Millilangur

    Veldu vél


    Frá

    13.190.000 kr.

    EV sjálfskipting | 2WD
    • Blandaður akstur l/100km
      0 l/100 km
    • CO₂ blandaður akstur g/km
      0 g/km
    • Drægni - blandaður akstur
      313 km
    • Eyðsla á rafmagni
      264 Wh/km

Aukahlutir

Hannaðir fyrir þinn lífstíl

Aukahlutir Toyota gefa þér kost á að sérsníða þin Proace Verso. Meira rými eða geymslulausnir fyrir áhugamálin? Ekkert mál, geymslubox, skíðafestingar og hjólafestingar tryggja að þú og Proace Verso getið gert allt saman.