Skip to Main Content (Press Enter)
*Tölur byggja á óstaðfestum WLTP gildum.
**Tvímótorútgáfa með fjórhjóladrifi (AWD).
Rafmagnaður með harðgerðri hönnun
Farðu lengra
Víkkaðu sjóndeildarhringinn með nýjum Toyota bZ4X Touring. Með harðgerðri hönnun, rúmgóðu innanrými og skilvirku tvímótoraflrásarkerfi sem tryggir öruggari akstur í hvaða undirlagi sem er, er bZ4X Touring fullkomin valkostur fyrir fjölskylduna.

Drægni til að kanna

Lágmótstaðahönnun bZ4X Touring eykur drægnina upp í allt að 560 km á einni hleðslu.* Tækni sem forhitar drifrafhlöðuna tryggir hraðari og skilvirkari DC hraðhleðslu – jafnvel í köldu veðri. *Talan byggir á óstaðfesum niðurstöðum samkvæmt WLTP-staðli og bíður staðfestingar.

Hleðslulausnir Toyota

  • Rafmagnað sjálfstraust

    Það er einfalt að aka rafmagnsbíl með Toyota hleðsluumhverfinu. MyToyota appið tengist áreynslulaust við heimahleðslustöðvar Toyota og veitir þér fulla stjórn á heimahleðslu. Á ferðinni geturðu nýtt þér víðtækt net almennings hleðslustöðva – fyrir hugarró á ferðinni.

  • Hleðsla heima – einföld, örugg og snjöll. Með MyToyota appinu og Toyota heimahleðslustöðvum færðu fulla stjórn á hleðslunni – hvenær sem er, heima hjá þér.

  • Víðtækt net almenningshleðslustöðva gerir langar ferðir á rafmagni einfaldari. Þú getur auðveldlega fundið næstu hleðslustöð með MyToyota appinu eða með leiðsögukerfinu í bílnum sem aðstoðar þig við að finna næstu hleðslustöð.

  • Með MyToyota appinu hefurðu aðgang að lykilupplýsingum hvar og hvenær sem er. Þú getur skoðað stöðu rafhlöðunnar, hversu langt þú kemst og hleðslustöðu. Auk þess geturðu læst og opnað bílnum, tímasett hleðslu og forhitað farþegarýmið áður en ferðin hefst.

     

Kraftur í hverri ferð

Nýr bZ4X Touring – með tvinnmótor, fjórhjóladrifi og 380 hestöflum – öflugasti rafbíll Toyota hingað til.

Kraftmikil hönnun
Stílhrein og sterkur
Stílhreinn í borginni – öruggur á vegum úti. Toyota bZ4X Touring er hannaður til að takast á við allt: með harðgerðum hjólaköntum, endingargóðum stuðurum og traustum þakgrindum er hann klár í ævintýrin.

Lýstu upp skammdegið

Framljósin á bZ4X Touring skína í gegnum myrkrið – og sýna bæði stíl og styrk. Þau undirstrika tæknilega yfirburði og akstursgetu í hvaða veðri sem er.

Farðu hvert sem er

20" álfelgur, gripmikl dekk og harðgerðir hjólakantar koma þér hvert sem er á hvaða undirlagi sem er

Hannaðu þinn Toyota bZ4X Touring

Rúmgott innanrými
Rými fyrir allt
Með einstaklega rúmgóðu farþegarými sem býður upp á rausnarlegt pláss fyrir farangur og rólegri stemningu sem aðeins rafmagnsakstur getur boðið upp á, býður Toyota bZ4X Touring upp á þægindi fyrir lengri ferðir.

Tækni sem ferðast með þér

Tengimöguleikar sem auka þægindi á ferðinni. Stjórnaðu öllum helstu aðgerðum á notendavænum 14" margmiðlunarsnertiskjánum, á meðan þráðlausa hleðslan tryggir að síminn þinn sé alltaf fullhlaðinn.

Meira rými, meira frelsi

Hvort sem þú ert að fara í gönguferð, útilegu eða í frí, þá rúmar farangursrýmið allt að 600 lítra – svo þú getur tekið meira með.

Fyrsta farrými í annari röð

Með ríkulegu fótarými, þægilegum sætum og panorama þakglugga býður nýi Toyota bZ4X Touring farþegum í aftursætum upp á fyrsta flokks upplifun.

Klár í allt veður og undirlag
Grip og stjórn
Toyota bZ4X Touring – kraftur, stjórn og öryggi í hverri ferð. Með fjórhjóladrifi og Grip-Control er bZ4X Touring tilbúinn í ævintýrin.

Gott að vita

Nýr Toyota bZ4X Touring er búinn öflugum rafmótorum og stórri drifrafhlöðu sem gefa honum kraft til að draga kerru eða hjólhýsi allt að 1500 kg.

Kannaðu það sem er framundan með X‑MODE

Óstöðvandi – sama hvernig aðstæður eru. X‑MODE með Grip-Control tryggir öruggan akstur í snjó, leðju og lausamöl.

Rafvæddu framtíðina
Af hverju Toyota?
Rafbílar frá Toyota eru hannaðir til að falla hnökralaust að kröfuhörðum lífsstíl. Auðvelt er að hlaða þá hvar sem er og með MyToyota appinu getur þú forstill hleðslu eða forhitað farþegarýmið. Að auki fylgir 3 ára þjónusta og 7 ára ábyrgð öllum nýjum Toyota bílum sem tryggir þér enn meira öryggi.

Hægt að hlaða hvar sem er

Njóttu þægilegrar heimahleðslu með Toyota heimahleðslu. Á ferðinni geturðu nýtt þér fjölbreyttar almenningshleðslustöðvar sem eru aðgengilegar víða, þannig að þú hefur alltaf möguleika á að hlaða bílinn þinn, hvar sem þú ert.

Auðveld leiðsögn

Margmiðlunarkerfið býður upp á notendavæna leiðsögn sem leggur til hleðslustaði og nýtir forhitun rafhlöðu til að stytta hleðslutíma. Þú getur einnig nálgast upplýsingar um staðsetningu hleðslustöðva í MyToyota appinu.

Hugarró

Viðhaldskerfi fyrir drifrafhlöðu Toyota tryggir að hleðslyrýmd drifrafhlöðunnar haldi að minnsta kosti 70% af upprunalegri afkastagetu í allt að 8 ár eða 160.000 km.*
* Frekari upplýsingar um skilmála má finna á toyota.is.
Spurningum þínum um rafvæðingu svarað

WLTP gildi er byggt á WLTP (Worldwide harmonized Light vehicle Test Procedure) reglugerðinni. Þetta er alþjóðlegur staðall sem Toyota fylgir. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á drægni sem leiða til þess að nákvæmni WLTP minnkar, þar á meðal hraði, yfirborð vegarins, aksturshegðun og umhverfishiti, WLTP gildi fyrir bZ4X er drægni upp á 573 km* (óstaðfest samkv. WLTP) en breytingar á fyrrnefdum atriðum geta dregið úr drægni. Þú getur notað reiknivélina okkar fyrir áætlaða drægni til að setja inn þínar breytur til að áætla þína drægni.

Að velja Eco akstursstillingu eykur skilvirkni og hámarkar drægni, sem og að virkja sjálfvirka Eco stillingu fyrir miðstöðina. Íhugaðu að slökkva á loftkælingu þegar hennar er ekki þörf og mundu að sæta- og stýrishitun er skilvirkari leið til að halda á sér en að hækka í miðstöðinni. Gott er að forstilla hitun í farþegarými meðan bíllinn er enn í hleðslu – það er hægt að gera í MyToyota appinu eða á margmiðlunarskjánum í bílnum. Gakktu úr skugga um að dekkjaþrýstingur sé rétt stilltur; lágur þrýstingur dregur úr drægni. Vetrardekk nota einnig meiri orku á þurrum vegum en sumardekk. Óþarfa þyngd í bílnum eykur orkunotkun, svo fjarlægðu óþarfa hluti úr bílnum. Að lokum er gott að breyta aksturslagi – akstur á jöfnum, hóflegum hraða og að forðast óþarfa hröðun og hemlun hjálpar þér að komast lengra á hverri hleðslu. Þegar þú þarft að breyta hraða, gerðu það mjúklega til að minnka orkunotkun.

Rafbílarnir okkar eru smíðaðir í samræmi við sömu gæða, endingar og áreiðanleikastaðla og aðrir Toyota bílar. Drifafhlaðan í rafbílunum er hönnuð til að endast. Áætlað er að eftir 8 ára notkun eða 160.000 km akstur (hvort sem fyrr kemur) hafi drifrafhlaðan allt að 70% af upprunalegri rýmd sinni, svo framarlega sem árlegu viðhaldi hjá viðurkenndum þjónustuaðila er sinnt.

Hybrid bíll skiptir á milli tveggja aflgjafa, bensínvélar og sjálfhlaðandi Hybrid rafhlöðu. Eins og nafnið gefur til kynna gengur rafbíll eingöngu fyrir raforku. Það er enginn hreyfill og hann notar ekkert eldsneyti, bara rafmagn, og hann gefur engan útblástur frá sér.

Raunveruleg drægni Toyota rafbíla fer eftir mörgum þáttum eins og hitastigi, aksturslagi og notkun loftkælingar. Nýr bZ4X hefur uppgefna allt að 573 km* sakvæmt WLTP mælingum. *Óstaðfest samkv. WLTP

Það er einfalt og þægilegt að hlaða Toyota rafbíl. Þú getur hlaðið þegar þér hentar: heima, á almennings- og vinnustaðabílastæðum eða á ferðinni með hraðhleðslustöðvum. Til að hlaða bílinn heima geturðu notað meðfylgjandi kapal eða venjulegt heimilisinnstungu eða notað uppsetta Toyota heimahleðslu, sem getur hlaðið bílinn úr 10% í 80% á innan við 5 klukkustundum* (11 kW). Stingdu í samband yfir nótt og vaknaðu með fullhlaðna drifrafhlöðu. Fyrir hraðhleðslu á ferðinni eru almennings hleðslustöðvar aðgengilegar um allt land. Með hraðhleðslutæki geturðu hlaðið úr 10% í 80% á um 30 mínútum.* Notaðu hleðslureiknivélina okkar til að fá nánari upplýsingar. *Að hlaða úr 10% í 80% tekur um 30 mínútur með 150 kW DC hraðhleðslu, jafnvel við -10°C ef forhitun rafhlöðu er virkjuð 40 mínútum fyrir hleðslu.

Notaðu forhitun rafhlöðu til að stytta hleðslutíma (DC) hraðhleðslu. Forhitun rafhlöðu getur verið tengd leiðsögn; hún virkist sjálfkrafa þegar þú velur hleðslustöð á leiðarvalinu. Þú getur einnig virkjað forhitun rafhlöðu handvirkt með hnappi á margmiðlunarskjánum, eða tímasett hana fyrir brottför.
Viltu vita meira?
Meira rými. Meiri kraftur. Meira frelsi. Toyota bZ4X Touring er tilbúinn í ævintýrið – hvert ætlar þú að fara?