1. Um Toyota
  2. Toyota Safety Sense

TOYOTA SAFETY SENSE

AUKIÐ ÖRYGGI Í AKSTRI

Toyota Safety Sense býður upp á fimm ný öryggiskerfi: árekstrarviðvörunarkerfi eða árekstrarviðvörunarkerfi með greiningu gangandi vegfarenda, LDA-akreinaskynjara, sjálfvirkt háljósakerfi, umferðarskiltaaðstoð og sjálfvirkan hraðastilli. Markmiðið er að fækka umferðarslysum eins mikið og mögulegt er og stuðla þannig að auknu akstursöryggi fyrir alla ásamt því að auðvelda þér aksturinn á hverjum degi.

 

Toyota Safety Sense-tæknin hjálpar þér að forðast hættulegar aðstæður og tryggja þannig öryggi þitt og farþega þinna: Árekstrarviðvörunarkerfi notast við myndavél og leysigeislaskynjara til að greina bíla á undan og þannig má forðast árekstra eða draga úr höggi við árekstur; LDA-akreinaskynjarinn varar þig við ef bíllinn fer út af akreininni; sjálfvirka háljósakerfið skiptir milli há- og lágljósa til að auka öryggi í myrkri.

Umferðarskiltaaðstoð sýnir tiltekin umferðarskilti á nýja TFT-skjánum; árekstrarviðvörunarkerfi með greiningu gangandi vegfarenda notast við myndavél og ratsjá til að greina hættu á að ekið sé á fótgangandi vegfarendur. Sjálfvirki hraðastillirinn heldur þér í tiltekinni lágmarksfjarlægð frá næsta bíl fyrir framan. Með þessum virku öryggiskerfum dregur Toyota Safety Sense úr hættu á árekstrum og stuðlar þannig bæði að lægri tryggingaiðgjöldum og auknu öryggi í akstri.

Árekstrarviðvörunarkerfi

Árekstrarviðvörunarkerfi Toyota Safety Sense notar myndavél og leysigeisla eða myndavél og radar til að greina aðra bíla á veginum fram undan. Ökumaðurinn er varaður við hættu á árekstri með hljóðmerkjum og sjónrænum viðvörunum og hemlunaraðstoð er virkjuð. Takist ökumanninum ekki að hemla í tæka tíð er hemlað sjálfkrafa til að forða árekstri eða draga úr höggi.

Tækniheiti: Árekstrarviðvörunarkerfi

LDA-akreinaskynjari

LDA-akreinaskynjari Toyota Safety Sense notar myndavél til að greina akreinamerkingar á veginum fram undan og varar ökumanninn við með hljóðmerki og sjónrænni viðvörun ef bíllinn stefnir út af akreininni án þess að stefnuljósið hafi verið sett á. Ökumaður getur þá brugðist við.

Sjálfvirkt háljósakerfi

Sjálfvirkt háljósakerfi Toyota Safety Sense er hannað með það fyrir augum að bæta skyggni allra vegfarenda þegar ekið er í myrkri. Myndavél greinir ljós frá ökutækjum sem eru fram undan og fyrir framan og fylgist einnig með birtustigi veglýsingar. Kerfið skiptir sjálfkrafa milli háljósa og lágljósa, sem eykur öryggi þegar ekið er í myrkri.

Umferðarskiltaaðstoð

Umferðarskiltaaðstoðin í Toyota Safety Sense fylgist með umferðarskiltum fram undan og birtir gagnlegar upplýsingar, svo sem um gildandi hámarkshraða eða takmarkanir á framúrakstri, með skýrum hætti á nýja TFT-litaskjánum. Kerfið varar einnig við bæði með hljóðmerki og sýnilegum viðvörunum ef ekki er farið eftir umferðarskiltunum.

Árekstrarviðvörunarkerfi með greiningu gangandi vegfarenda

Árekstrarviðvörunarkerfi Toyota Safety Sense með greiningu gangandi vegfarenda notast við myndavél og ratsjá til að greina hættu á að ekið sé á gangandi vegfarendur. Ökumaðurinn er varaður við hættu á árekstri við gangandi vegfaranda með hljóðmerkjum og sjónrænum viðvörunum og hemlunaraðstoð er virkjuð. Takist ökumanninum ekki að hemla í tæka tíð er hemlað sjálfkrafa til að forða árekstri eða draga úr höggi.

Sjálfvirkur hraðastillir

Sjálfvirkur hraðastillir Toyota Safety Sense heldur þér í tiltekinni lágmarksfjarlægð frá næsta bíl fyrir framan. Þegar of stutt er í næsta bíl dregur kerfið úr hraðanum og beitir loks hemlunum og hemlaljósin kvikna. Þegar dregur í sundur með bílunum eykur kerfið hraðann smám saman upp að völdum aksturshraða.

Athugið að það hvort Toyota Safety Sense sé í boði fer eftir gerð, útfærslu og því hvar bíllinn er keyptur. Nálgast má upplýsingar um tæknilega eiginleika og útbúnað hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota.