1. Um Toyota
 2. Toyota Safety Sense

TOYOTA T-MATE

Tryggir öruggari ferðir

T-Mate er samsett kerfi sem styður við og gerir aksturinn öruggari, hvort sem verið er að leggja eða í akstri innan- sem utanbæjar. T-Mate tryggir öryggi þitt öllum stundum.

Toyota Safety Sense

Toyota Safety Sense býður upp á fimm öryggiskerfi: árekstrarviðvörunarkerfi eða árekstrarviðvörunarkerfi með greiningu gangandi vegfarenda, LDA-akreinaskynjara, sjálfvirkt háljósakerfi, umferðarskiltaaðstoð og sjálfvirkan hraðastilli. Markmiðið er að fækka umferðarslysum eins mikið og mögulegt er og stuðla þannig að auknu akstursöryggi fyrir alla ásamt því að auðvelda þér aksturinn á hverjum degi.

 

Toyota Safety Sense-tæknin hjálpar þér að forðast hættulegar aðstæður og tryggja þannig öryggi þitt og farþega þinna: Árekstrarviðvörunarkerfi notast við myndavél og leysigeislaskynjara til að greina bíla á undan og þannig má forðast árekstra eða draga úr höggi við árekstur; LDA-akreinaskynjarinn varar þig við ef bíllinn fer út af akreininni; sjálfvirka háljósakerfið skiptir milli há- og lágljósa til að auka öryggi í myrkri.

Umferðarskiltaaðstoð sýnir tiltekin umferðarskilti á nýja TFT-skjánum; árekstrarviðvörunarkerfi með greiningu gangandi vegfarenda notast við myndavél og ratsjá til að greina hættu á að ekið sé á fótgangandi vegfarendur. Sjálfvirki hraðastillirinn heldur þér í tiltekinni lágmarksfjarlægð frá næsta bíl fyrir framan. Með þessum virku öryggiskerfum dregur Toyota Safety Sense úr hættu á árekstrum og stuðlar þannig bæði að lægri tryggingaiðgjöldum og auknu öryggi í akstri.

 • Árekstrarviðvörunarkerfi

  Pre-collision System (PCS)

  Árekstrarviðvörunarkerfi Toyota Safety Sense notar myndavél og leysigeisla eða myndavél og radar til að greina aðra bíla á veginum fram undan. Ökumaðurinn er varaður við hættu á árekstri með hljóðmerkjum og sjónrænum viðvörunum og hemlunaraðstoð er virkjuð. Takist ökumanninum ekki að hemla í tæka tíð er hemlað sjálfkrafa til að forða árekstri eða draga úr höggi.

 • Umferðarskiltaaðstoð

  Road Sign Assist (RSA)

  Umferðarskiltaaðstoðin í Toyota Safety Sense fylgist með umferðarskiltum fram undan og birtir gagnlegar upplýsingar, svo sem um gildandi hámarkshraða eða takmarkanir á framúrakstri, með skýrum hætti á nýja TFT-litaskjánum. Kerfið varar einnig við bæði með hljóðmerki og sýnilegum viðvörunum ef ekki er farið eftir umferðarskiltunum.
 • Sjálfvirkur hraðastillir yfir allt sviðið

  Adaptive Cruise Control (ACC)

  Þetta kerfi heldur þér í tiltekinni lágmarksfjarlægð frá næsta bíl fyrir framan. Þegar of stutt er í næsta ökutæki dregur kerfið úr hraðanum og beitir loks hemlunum og hemlaljósin kvikna. Sjálfvirkur hraðastillir yfir allt sviðið getur stöðvað bílinn að fullu ef ökutækið á undan stöðvar og ekið honum aftur af stað við smávægilega hreyfingu inngjafarfótstigsins eða þegar ýtt er á rofann fyrir sjálfvirka hraðastillinn. Ef þú átt bíl sem er búinn umferðarskiltaaðstoð greinir kerfið einnig hraðatakmarkanir á akstursleiðinni og birtir ráðleggingar um hvað gera skuli.

 • Akreinastýring

  Lane Trace Assist (LTA)

  Akreinastýringarkerfið er hannað til að gera akstur á þjóðvegum öruggari. Kerfið heldur bílnum á miðri akreininni og ef bíllinn byrjar að stefna út af akreininni beygir stýrisaðstoðin honum mjúklega aftur inn á miðjuna.
 • Sjálfvirkt háljósakerfi

  Automatic High Beam (AHB)

  Sjálfvirka háljósakerfið vaktar veginn fram undan til að greina aðalljós úr gagnstæðri átt. Ef kerfið greinir aðalljós skiptir það sjálfkrafa af háljósum yfir á lágljósin. Þegar aðalljósin eru komin fram hjá skiptir kerfið sjálfkrafa yfir á háljósin aftur. Útkoman? Öruggari akstur í myrkri fyrir þig og aðra vegfarendur.

 • Neyðarstöðvunarkerfi

  Emergency Driving Stop System (EDSS)

  Ef engar akstursskipanir berast frá ökumanni í tiltekinn tíma er ökumanninum gefin hljóðviðvörun. Ef hún skilar engum viðbrögðum hægir bíllinn sjálfkrafa á sér og stöðvar svo án þess að aka út úr akreininni sem hann er á. Kveikt er á hættuljósunum til að vara aðra vegfarendur við og dyrnar eru opnaðar til að tryggja neyðarþjónustuaðilum greiðan aðgang, gerist þess þörf.

Bílastæðaaðstoð

 • Toyota Teammate-bílastæðakerfi

  Toyota Teammate-bílastæðakerfið hjálpar þér að leggja bílnum. Kerfið stjórnar hröðun, stýri, bremsum og gírskiptingu*. Kerfið er einnig búið minni fyrir mikið notuð bílastæði sem ekki eru aðgreind með línum eða aðliggjandi hlutum sem gerir þér enn auðveldara að leggja bæði heima við og í vinnunni.

  *Ekki í boði á beinskiptum bílum

 • Yfirlitsmynd af umhverfi bílsins á skjánum

  Panoramic View Monitor (PVM)

  Eykur öryggi og auðveldar þér að leggja bílnum. Kerfið blandar saman myndum úr fjórum myndavélum og býr nánast til 360° þrívíddarsýn af umhverfi bílsins.
 • Umferðarskynjari að aftan með sjálfvirkri hemlun

  Rear Cross Traffic Alert With Automatic Braking (RCTAB)

  Skynjarinn gerir þér kleift að bakka úr bílastæði á öruggan máta með því að greina aðsvífandi ökutæki á blindsvæði ökumanns. Umferðarskynjari að aftan gerir ökumanni viðvart með hljóðmerki og blikkljósum á hliðarspeglum. Takist ökumanninum ekki að hemla í tæka tíð eru hemlarnir virkjaðir sjálfkrafa til að forða árekstri eða draga úr höggi.

 • Hugvitssamlegir bílastæðaskynjarar

  Intelligent Clearance Sonar (ICS)

  Hugvitssamlegir bílastæðaskynjarar að framan og aftan vara ökumanninn við hindrunum fyrir framan og aftan bílinn og hemlar sjálfkrafa ef þörf krefur til að forðast árekstur.
 • Aðstoðarkerfi fyrir örugga útgöngu

  Safe Exit Assist (SEA)

  Kerfið notar ratsjá blindsvæðisskynjarans til að hjálpa ökumanninum að komast hjá því að aðvífandi bíll eða hjólreiðafólk klessi á hurð sem verið er að opna eða farþega sem er að stíga út úr bílnum. Ef kerfið greinir hættu á árekstri kviknar á stefnuljósi á hliðarspeglinum og vísi á fjölnota upplýsingaskjánum um leið og hljóðmerki heyrist til að vara farþegana við.

 • Aftursætisáminning

  Rear Seat Reminder System (RSRS)

  Þetta kerfi varar ökumanninn við ef farþegar eða hlutir eru skildir eftir í aftursætinu. Viðvörunin felst í viðvörun á stafræna mælaborðinu og hættuljósi og hljóðmerki þegar bílnum er læst utan frá, en þetta tvennt síðarnefnda ræðst þó af því af hvaða gerð bíllinn er.

Akstursaðstoð

 • Blindsvæðisskynjari

  Blind Spot Monitor (BSM)

  Blindsvæðisskynjarinn gerir ökumanninum viðvart um bíla sem viðkomandi hefur hugsanlega ekki séð í hliðarspeglunum. Þetta er sérstaklega gagnlegt þegar tekið er fram úr.

 • Aðlögunarhæft háljósakerfi

  Adaptive High-beam System (AHS)

  Þetta kerfi er hannað til að tryggja besta mögulega útsýni fyrir alla vegfarendur við akstur í myrkri. Það fínstillir dreifingu ljóss frá aðalljósunum sjálfkrafa með því að skyggja svæðið sem umferðin á móti er á til að blinda ekki ökumenn þeirra bíla án þess að skerða lýsinguna fram veginn.
 • Ökumannsvaktari

  Driver Monitor Camera (DMC)

  Myndavél staðsett fyrir ofan stýrið fylgist með athygli og ástandi ökumanns. Bíllinn gefur svo frá sér viðvörun ef kerfið tekur eftir einhverju óvenjulegu sem og þreytu. Þetta kerfi virkar einnig sem aðstoðarkerfi fyrir neyðarstöðvunarkerfið.

Neyðarhringing (E-CALL)

Þetta kerfi gerir fólki kleyft að senda boð á neyðarlínuna ef eitthvað bjátar að með því að ýta á takka í farþegarýminu. Kerfið virkjast svo sjálfkrafa við árekstur eða þegar loftpúðar bílsins springa út.

 

 

 

Athugið að það hvort Toyota Safety Sense sé í boði fer eftir gerð, útfærslu og því hvar bíllinn er keyptur. Kerfin hafa sín takmörk og eru ökumenn ávallt ábyrgir fyrir þeirra eigin öryggi á vegunum. Nálgast má upplýsingar um tæknilega eiginleika og útbúnað hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota.