Líkt og Hybrid bílar skipta Plug-in Hybrid bílar á milli tveggja aflgjafa, bensínvélar og rafmótors. Drifrafhlaðan í Plug-in Hybrid bíl er þó stærri og hana er hægt að hlaða með því að stinga bíl í samband. Það gefur möguleika á hreinum rafknúnum akstri í lengri tíma án aðkomu vélarinnar og skilar mun minni útblæstri og eldsneytisnotkun sé drifrafhlaðan hlaðinn reglulega. Þegar hleðsla drifrafhlöðunnar klárast fer bíllinn að virka eins og hefðbundinn Toyota Hybrid bíll með bensínvél sem getur verið hentugt í langferðum. Það er auðvelt að fylla á Plug-in Hybrid bílinn. Fylltu á með bensíni á bensínstöð eins og venjulega til að nota bensínvélina í lengri ferðum og til að hlaða drifrafhlöðuna vandræðalaust getur þú sett upp heimahleðslustöð eða notast við almennar hleðslustöðvar sem víða er að finna þegar þú ert á ferðinni. Plug-In Hybrid bíla Toyota er ekki hægt að hraðhlaða í hraðhleðslustöð(DC) en víða eru venjulegar hleðslustöðvar (AC) í boði samhliða þeim.