1. Upplysingar
  2. Fjármögnun einstaklinga

FJÁRMÖGNUN EINSTAKLINGA

KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ

Möguleikar við fjármögnun einstaklinga

Það eru margir kostir í stöðunni þegar kemur að fjármögnun bifreiða en Toyota vinnur náið með öllum fjármögnunaraðilum á markaðnum og tilgreinir því hér til hægðarauka helstu upplýsingar um þá fjármögnun sem boði er fyrir einstaklinga.

Bílalán eða bílasamningur

Helstu fjármögnunarfyrirtækin bjóða upp á bílalán og bílasamning til allt að 7 ára.  Ef bílalán er valið ert þú skráður eigandi bifreiðarinnar á lánstímanum en með bílasamningi ert þú umráðamaður og skattalegur eigandi bifreiðarinnar á lánstímanum meðan fjármögnunarfyrirtækið skráður eigandi. Vextir eru breytilegir á lánstímanum og geta ýmist verið verðtryggðir eða óverðtryggðir.

Einstaklingsleiga

Einstaklingsleiga byggir á því að fjármögnunaraðili kaupir bifreiðina, leigir þér í fyrirfram ákveðinn tíma og hefur fullan umráðarétt yfir henni.  Með einstaklingsleigu er því lágmörkuð fjárbinding og alla jafnan er um nýja bifreið að ræða sem skilar sér í lægri rekstrar- og viðhaldskostnaði. Leigugreiðslur eru gjaldfærðar og haldast óbreyttar út leigutímann sem gerir það að verkum að allur kostnaður við bílinn er gegnsær og fyrirsjáanlegur.

Einstaklingsleigusamningar geta verið í 12-60 mánuði og hægt er að velja á milli þess hvort leigutaki vilji eingöngu leigja bifreiðina sjálfa eða leigja hana með öllum helstu kostnaðarliðum innföldum í leiguverðinu.  Í einstaklingsleigu geta leigutakar valið margvíslega þjónustu inn í leigusamningi. Þar má nefna þjónustuskoðanir, almennt viðhald, dekk og dekkjaskipti. Einnig er hægt að bæta við inn í leiguna öðrum kostnaðarliðum líkt og bifreiðagjöldum, tryggingum, þrifum og eldsneytiskorti.

Verð í einstaklingsleigu

Einstaklingsleiga er í boði í ýmsum útfærslum og mánaðarleigan getur þar af leiðandi verið verið mismunandi.  Þegar þú hefur valið þá leið sem hentar þér þá leitum við eftir tilboði hjá fjármögnunaraðilum sem miðast við þínar þarfir.

Möguleikar við fjármögnun einstaklinga

Nánari upplýsingar um fjármögnun veita starfsmenn söludeilda Toyota

 

Hafa samband