Toyota Professional - Fyrirtækjalausnir

Við veitum fyrirtækjum þær vörur og þjónustu sem þau þurfa til að halda sér gangandi. Kynntu þér Toyota Professional – þinn samstarfsaðila
01

Þinn samstarfsaðili

Látum verkin tala. Toyota Professional býður uppá sérhæft úrval af vörum og þjónustu klár í öll helstu verk.
02

Meira en bara fyrirtækjabíll

Toyota Professional byggir grunnstoðir á gæðum, umhyggju og hugarró. Toyota Professional er traustur samstarfsaðili.
03

Við uppfyllum kröfur okkar viðskiptavina

Toyota Professional býður uppá réttu vörurnar fyrir verkið og þjónustustig sem miðar að því að mæta kröfum viðskiptavina.

Kynntu þér Toyota Professional

Toyota Professional er þér alltaf innan handar. Við skiljum hvað bílllinn þinn þýðir fyrir þína starfsemi og Toyota professional mun alltaf gera sitt besta til að halda þér á ferðinni. Sérhæft úrval okkar af vörum og þjónustu er til þess búið að styðja við fyrirtækið þitt með því að bjóða upp á afköst og hleðslugetu sem eru með þeim bestu í sínum flokki.

Hvernig getur þjónusta Toyota Professional hjálpað þér?

Hvort sem þig vantar bíl, tryggingar, hraðþjónustu eða vegaaðstoð þá er Toyota Professional þinn samstarfsaðili. Alhliða þjónustuúrval okkar er hér til að svara öllum þínum viðskiptaþörfum.
  • Toyota Relax

    Toyota Relax ábyrgð veitir öllum fyrirtækjum hugarró sem hægt er að treysta. Frá 1. júlí 2021 býður Toyota á Íslandi eigendum Toyota bifreiða sem fluttar eru inn af Toyota á Íslandi upp á þann kost að framlengja ábyrgðina á viðkomandi bifreiðum um 12 mánuði / 15.000 km (20.000 km í tilviki Proace) í senn – hvort sem fyrr kemur – eftir að 5 ára eða 7 ára ábyrgð frá innflutningsaðilanum er útrunnin eða í þann mund að renna út. Það eina sem eigandi bifreiðarinnar þarf að gera er að koma með hana í þjónustuskoðun hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota á Íslandi. Toyota Relax er í boði þar til Toyota bifreið hefur náð 10 ára aldri eða verið ekin 200.000 km eða meira – hvort sem fyrr kemur.

  • Reglulegt viðhald er lykilatriði til að hámarka endingu bílsins og öryggi farþeganna. Hraðþjónustan sinnir meðal annars:  - bilanagreiningum  - smurþjónustu - peruskiptum - smærri viðgerðum. Viðskiptavinir geta í flestum tilfellum beðið á meðan þjónustunni er sinnt eða fengið afnot af bíl hjá Toyota Professional ef það hentar betur. Ef upp koma verkefni sem ná út fyrir ramma hraðþjónustu veitir starfsfólk leiðbeiningar um aðra lausn.

  • Ökutæki Toyota Professional eru eins áreiðanleg og mögulegt er. En vandamál geta komið upp, sérstaklega þegar veður eru slæm eða vegir ekki upp á sitt besta. Þess vegna bíður Toyota Professional 12 mánaða vegaaðstoð með öllum nýjum og notuðum keyptum bílum 365 daga ársins. *Ath vegaaðstoðin gildir eingöngu fyrir bíla keypta 1. júlí 2023 eða síðar. Hafðu samband við vegaaðstoð í síma 5 112 112

  • Ekki hafa áhyggjur af því að vera bíllaus. Toyota Professional sér til þess bjóða uppá fjölbreytt úrval af bílum ef eitthvað kemur uppá eða ef bíllinn þarf að fara á verkstæði.

  • Til viðbótar við frábæra þjónustu og góða tryggingu býðst viðskiptavinum Toyota trygginga eftirfarandi þjónusta aukalega*: - Afnot af bílaleigubíl - Viðurkenndir Toyota varahlutir - Bílaþrif. Hafðu samband og við tryggjum þig rétt - info@toyotatryggingar.is. *Á einungis við ef viðgerð fer fram í gegn um viðurkenndan þjónustuaðila Toyota og ef um kaskótjón er að ræða.

Nýr Proace Max er væntanlegur

Ekkert verk er of stórt fyrir Proace Max. Með skilvirkum raf- eða dísilaflrásum, úrvali yfirbygginga og mismunandi lengda getur þú sett saman hinn fullkomna sendibíl fyrir þig.
Meira um Proace Max

Skoðaðu vöruúrvalið okkar

Hvort sem þú ert með lítið eða stórt fyrirtæki geturðu verið viss um að við munum útvega þér sendibíla og pallbíla í hæsta gæðaflokki.

Skoðaðu úrvalið okkar og finndu bílinn sem hæfir þörfum þínum og fyrirtækisins. 

 

Forced client side injection based on cached strategy

POST https://dxp-webcarconfig.toyota-europe.com/v1/model-filter-results/is/is?carType=7d14e17f-7c33-4321-a8d1-0222ded31d34&gad_source=5&gclid=EAIaIQobChMIn8a6l7ufigMViBGICR1hPS_AEAEYASAAEgLhZ_D_BwE