Kynntu þér Toyota Relax
Frá 1. júlí 2021 býður Toyota á Íslandi eigendum Toyota bifreiða sem fluttar eru inn af Toyota á Íslandi upp á þann kost að framlengja ábyrgðina á viðkomandi bifreiðum um 12 mánuði / 15.000 km (20.000 km í tilviki Proace) í senn – hvort sem fyrr kemur – eftir að 5 ára eða 7 ára ábyrgð frá innflutningsaðilanum er útrunnin eða í þann mund að renna út. Það eina sem eigandi bifreiðarinnar þarf að gera er að koma með hana í þjónustuskoðun hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota á Íslandi.
Toyota Relax er í boði þar til Toyota bifreið hefur náð 10 ára aldri eða verið keyrð 200.000 km eða meira – hvort sem fyrr kemur.
Listi yfir viðurkennda þjónustuaðila Toyota á Íslandi