1. Um Toyota
 2. Umhverfisvernd

UMHVERFISVERND

Það er á okkar ábyrgð að vera leiðandi í verndun og græðslu umhverfisins.

Okkur er umhugað um umhverfið og það er grundvallaratriði í því hver við erum og hvað við gerum. Við leggjum hart að okkur við að draga úr neikvæðum áhrifum okkar á umhverfið og þróum reglulega nýja tækni, vörur og vinnuaðferðir sem hafa minni áhrif á umhverfið og hafa ávinning í för með sér fyrir samfélagið í heild sinni.

Við erum stolt af sögu fyrirtækisins um árangur í umhverfisvernd. Til dæmis vorum við fyrsta fyrirtækið til að koma á sérstakri rekstareiningu fyrir endurvinnslu ökutækja, það fyrsta til að reka verksmiðju sem sendir engan úrgang á urðunarstaði og það fyrsta til að fjöldaframleiða hybrid-bíla og fólksbíla sem knúnir eru af útblásturlausum vetnisrafali. Þótt við höfum komið miklu í verk viljum við gera enn betur, vera til fyrirmyndar og setja okkur ný krefjandi markmið í umhverfismálum til að skapa betri framtíð.

UMHVERFISÁSKORUN TOYOTA FYRIR ÁRIÐ 2050

Umhverfismarkmið fyrir betri framtíð

Þótt við séum stolt af árangri Toyota sem frumkvöðli í umhverfistækni teljum við að mikið sé enn óunnið. Við höfum sett okkur markmið um að sigrast á nokkrum stórum áskorunum fyrir árið 2050 til að gera enn betur og koma umhverfisáhrifum okkar á núllpunkt — við viljum hafa jákvæð áhrif á umhverfið.

Áskoranirnar snúast um að að gera lífið betra með nýrri tækni, nýjum vinnuaðferðum og nýrri hugsun til að draga úr útblæstri, endurvinna meira, vernda náttúruauðlindir og nýta hreinar og endurnýjanlega orkugjafa um leið og við hjálpum fólki um allan heim að búa og starfa í samhljómi við náttúruna.

Lesa meira
 • Sjálfbærni í samgöngum fyrir alla

  Sem einn af leiðandi bílaframleiðendum heims berum við ábyrgð á því að vernda umhverfið – og við tökum þá ábyrgð alvarlega. Þess vegna framleiðum við ökutæki sem hafa eins lítil áhrif á umhverfið og hægt er, til dæmis hybrid-bíla á heimsmælikvarða, rafbíla og Mirai, heimsins fyrsta fjöldaframleidda fólksbíl sem knúinn er af vetnisrafali.

  Við erum einnig að rannsaka umhverfisvænt eldsneyti úr endurnýjanlegum orkugjöfum og vinnum ásamt samstarfsaðilum okkar að því að hanna hreinni og skilvirkari samgöngukerfi.

 • Samhljómur milli fólks, framleiðslu og jarðarinnar í framtíðinni

  Við leitum sífellt nýrra leiða til að draga úr umhverfisáhrifum okkar og í því tilliti eru það ekki einungis ökutæki okkar sem skipta máli, heldur einnig hvernig þau eru framleidd og hvaða auðlindir eru notaðar við framleiðsluna. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á lykilorðin „endurnýta“, „endurvinna“ og „endurheimta“. Þessi lykilorð notum við til að minna okkur á að sýna varkárni við nýtingu náttúruauðlinda, auka notagildi vara okkar, búa til meiri möguleika á endurvinnslu og gera meira til að endurheimta orku.

  Við notum í auknum mæli endurnýjanlega orkugjafa með lítilli kolefnislosun og búum til kolefnissnauð efni úr lífrænum afurðum á starfsstöðum okkar um allan heim.

Samfélag þar sem samhljómur er á milli manns og náttúru

„Hugsum um náttúruna“ eru ef til vill óvænt skilaboð frá bílaframleiðanda, en þau stafa af þeirri skuldbindingu okkar að taka tillit til umhverfisins í öllu sem við gerum. Við reynum að hafa jákvæð áhrif á samfélagið, plánetuna og alla íbúa hennar og að skila hlutunum af okkur í betra ásigkomulagi en þegar við tökum við þeim. Hugmyndafræði og stefna Toyota varðandi umhverfið byggja á „Leiðarvísi Toyota” og „Skilmálum Toyota gagnvart jörðinni” sem voru settir árið 1992.

Árið 2008 þróaði Toyota leiðbeiningar um líffræðilega fjölbreytni sem fjalla um grundvallaratriði í aðgerðum fyrirtækisins sem hafa með líffræðilega fjölbreytni að gera. Þá hnykktum við á grundvallarskilaboðum okkar um að auka lífsgæði í samfélögum í „Heildarsýn Toyota 2020“. Nýjasta yfirlýsingin okkar er svo Umhverfisáskorun Toyota 2050, sem felur í sér sex áskoranir sem við stefnum á að ná að uppfylla fyrir árið 2050. Sjötta áskorunin einblínir á að stuðla að uppbyggingu framtíðar samfélags í samhljómi við náttúruna sem auðveldlega má skilgreina sem „Betra líf“.

 • Öruggt og ábyrgt fyrirtæki sem fer að settum reglum

  Við leggjum mikla áherslu á að vernda og hlúa að umhverfinu og látum okkur ekki nægja að setja starfsreglur um örugga og ábyrga vinnu og framleiðslu – við tryggjum líka að við fylgjum öllum lögum og reglum varðandi umhverfið, hvar sem við störfum í heiminum.

  Þannig er tekið tillit til umhverfisáhrifa ökutækisins á öllum stigum, allt frá frumhönnun, þróun og framleiðslu til notkunar neytandans og loks endurvinnslu og endurheimtar við förgun. Við gætum þess einnig að til staðar séu ráðstafanir og kerfi sem tryggja rétt viðbrögð við umhverfishættu.