Skip to Main Content (Press Enter)
Rafmögnuð afköst
Mjúkur rafmagnsakstur
Urban Cruiser er heillandi bíll sem er vel búinn framúrskarandi tækni. Hann er hannaður til að ganga eingöngu fyrir rafmagni og býður upp á mikla kyrrð, afkastagetu og áreiðanleika.

Kraftur fyrir þinn lífstíl

61 kWh rafhlaða Urban Cruiser veitir þér frelsi, innanbæjar sem utan, með akstursdrægni á rafmagni sem dugar bæði fyrir daglegan akstur til og frá vinnu og annað snatt.

Toyota hleðsla

  • Heima

    MyToyota appið vinnur með Heimahleðslustöð Toyota og skilar hnökralausri og þægilegri heimahleðsluupplifun.

  • Tengimöguleikar Urban Cruiser tryggja vandræðalausa hleðslu á ferðinni. Þú finnur næstu hleðslustöð á kortinu í margmiðlunarkerfinu.

  • MyToyota appið er þér alltaf innan handar. Þú getur athugað hleðslustöðu bílsins og akstursdrægni hvar og hvenær sem er í símanum þínum.

Veldu aflrás sem hentar

Veldu réttan Urban Cruiser fyrir þig. Tvær rafhlöðustærðir eru í boði og val um framhjóladrif eða aldrif.

Hönnun
Kraftmikill stíll
Kraftmikið yfirbragð og falleg hönnun Urban Cruiser vekur hvarvetna athygli. Sterkar línur eru til vitnis um styrk. Fáguð LED-ljós og einkennandi sleggjuháfslögun Toyota skapa eftirtektarvert útlit.

Lipur í akstri

Urban Cruiser er rúmgóður að innan en nettur á götunni, sem gerir hann tilvalinn bæði innanbæjar og á þjóðveginum og tryggja hagnýta fjölhæfni og kraftmikið yfirbragð.

Öflugur og öruggur

Sannur styrkur kemur innan frá. Urban Cruiser er ósvikinn sportjeppi, fágaður og afgerandi með traust hlutföll, breiða stöðu og sterkbyggða brettakanta.

Framúrstefnuleg hönnun

 

Útfærslur á myndunum eru ekki einkennandi fyrir línuna í heild. Tæknilýsingar geta verið mismunandi eftir markaðssvæðum.
Að innan
Fjölhæfur og rúmgóður
Innanrými Urban Cruiser eru rúmgott og sveigjanlegt. Hann er fullkominn fyrir hversdagslega notkun, hvort sem þú þarft að fara í búðina eða skutla í skólann, og þægileg, há akstursstaðan býður upp á góða yfirsýn og betri stjórn.

Sportjeppa innblástur

Rúmgott innanrýmið kallast á við trausta hönnun ytra byrðis Urban Cruiser. Stafræni upplýsingaskjárinn og margmiðlunarskjárinn eru samþættir í einum glæsilegum skjá.

Sveigjanlegt rými

Urban Cruiser er rúmgóður og þægilegur að innanverðu. Hægt er að renna aftursætunum til að auka rýmið þegar þú þarft.

Aldrif
Vertu við stjórn hvað sem á dynur
Borgarlífið kemur oft á óvart. Urban Cruiser er í boði með aldrifi til að tryggja að þú komist leiðar þinnar við hvaða aðstæður sem er. Kerfið skapar öryggistilfinningu á snjódögum með stýringu togs til fram- og afturhjólanna sem skilar hámarksgripi og fullkominni stjórn.

Grip sama hvað

Urban Cruiser með aldrifi fer létt yfir í vetrarfærð eins og hún verður verst. Hann er öruggur í bleytu og snjó og tryggir að veðrið verði ekki fyrirstaða.

Öruggur akstur

Slóðastillingin (Trail Mode) og brekkuaðstoð (Hill Descent Assist) í Urban Cruiser eru einföld í notkun og auðvelda akstur í hálku og bröttum brekkum.

Hugarró
Af hvejru Toyota?
Toyota er þekkt fyrir áreiðanleika, framúrskarandi gæði og góða endingu. Sama hvers konar rafbíl þú ert að spá í er nýjasta kynslóð okkar af rafbílum – sem eru smíðaðir af einstakri nákvæmni og gerðir til að endast – alltaf svarið.

Heimahleðsla

Nýttu þér kosti þægilegrar, samtengdrar heimahleðslu með Toyota heimahleðslustöðinni og MyToyota appinu.

Þægindi

Rafbílarnir frá Toyota eru sparneytnir og knúnir með framúrskarandi rafhlöðutækni, geta ekið hundruð kílómetra á einni hleðslu.

Hugarró

Framlengda viðhaldsáætlunin okkar ábyrgist að rafhlaðan í Toyota-bílnum þínum haldi 70% af upprunalegri hleðslugetu sinni fyrstu 10 árin af eignarhaldi eða í eina milljón ekinna kílómetra*.

 *Með fyrirvara um reglulegt viðhald og þjónustu hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Toyota.

Rafvæðing - algengar spurningar

Hybrid bíll skiptir á milli tveggja aflgjafa, bensínvélar og sjálfhlaðandi◊◊◊ hybrid-rafhlöðu. Eins og nafnið gefur til kynna gengur rafbíll eingöngu fyrir rafhlöðuorku. Það er engin vél svo hann notar ekkert eldsneyti, bara rafmagn, og losar engan útblástur§§.

Nú geta rafbílar farið lengra en þig grunar. Nýjasta gerð Toyota Urban Cruiser getur ekið xxx kílómetra§ á einni hleðslu.

Það er öruggt, þægilegt og einfalt að hlaða rafhlöðuna í Toyota rafbílnum þínum. Þú getur hlaðið heima með heimilisinnstungu og hleðslusnúrunni sem fylgir með, eða notið hraðari hleðslu með Toyota Heimahleðslu. Þú getur einnig notað hraðhleðslu á ýmsum almennum hleðslustöðvum.* Hleðslutími ræðst af ýmsum þáttum. Notaðu hleðslureiknivélina til að nálgast frekari upplýsingar.

Í mörgum löndum er boðið upp á skattaívilnanir sem auðvelda fólki að skipta yfir í rafbíl, einkum fyrir ökumenn fyrirtækisbíla. Oft eru þeir undanskildir vegagjöldum, umferðargjöldum og gjöldum fyrir svæði með útblásturstakmörkunum. Það sparar þér peninga. Hleðsla heima við á orkuverði utan álagstíma getur einnig verið hagstæðari en að fylla á hefðbundinn bensín- eða dísilbíl.◊◊

Rafbílarnir okkar búa yfir sömu gæðum, endingu og áreiðanleika og aðrir bílar frá Toyota. Rafhlöður eru hannaðar til að endast út endingartíma bílsins og hver og ein þeirra er tryggð með 10 ára / 200.000 km*§§§ ábyrgð svo að þú getir notið fullkominnar hugarróar um ókomin ár. Að loknum endingartíma rafhlöðunnar tryggir endurheimtaráætlun okkar að rafhlöðunni sé fargað á öruggan og ábyrgan hátt.

* Til að tryggja skilvirka hleðslu og viðhalda góðu ástandi rafhlöðunnar yfir endingartíma bílsins getur hraðhleðsluorka Toyota rafbíla með jafnstraumi minnkað tímabundið (í um það bil sólarhring) eftir tvær lotur á dag (sem jafngildir tvisvar sinnum 10% til 80% hleðslustöðu).

§ Þetta drægi er mat á grunni talna frá eftirlitsaðilum úr mælingum við stýrð umhverfisskilyrði (WLTP-prófun). Þessar tölur eru eingöngu gefnar upp til samanburðar. Aðeins skal bera þær saman við aðra bíla sem voru prófaðir með sömu aðferð. Raunverulegt gildi fyrir drægi á rafmagni í bílnum þínum er annað en þessar mælingar segja til um, þar sem margir þættir hafa áhrif á raunverulegt drægi bíls á rafmagni.

Slíkir þættir eru meðal annars: valin útfærsla, aukabúnaður og aukahlutir sem settir eru upp, aksturslag, hraði, ástand vegar, umferð, ástand bifreiðar, dekk (sumar-/vetrar-) og þrýstingur í dekkjum, farmur, fjöldi farþega, hitastig utandyra, hitastig rafhlöðu o.s.frv. Frekari upplýsingar um WLTP-prófanir er að finna á vefsvæðinu okkar og hjá umboði Toyota.

§§ Útblástur getur tengst öðrum þáttum á endingartíma bílsins (þar á meðal framleiðslu hans), allt frá raforkuframleiðslu til raunverulegrar notkunar, svo sem á hjólbörðum og hemlum. 

◊◊ Þegar þú hleður heima og nýtir þér orkuverð utan álagstíma. Felur ekki í sér kostnað við Toyota Heimahleðslu.

§§§Hvort sem fyrr kemur.

Forpantaðu þinn Toyota Urban Cruiser
Komdu í heimsókn og tryggðu þér nýjan Toyota Urban Cruiser. Upplifðu borgina sem aldrei fyrr. Urban Cruiser hentar fullkomlega fyrir borgarlífið og býður upp á pláss, öryggi og stíl. Hann er rafknúinn og þægilegur í umgengni, svo þér eru allir vegir færir.