Skip to Main Content (Press Enter)
loading content

Framúrskarandi staðalbúnaður

Kraftmikil hönnun Toyota bZ4X sameinast í framúrskarandi afköstum með fjórhjóladrifnu hugvitsamlegu aldrifi. 

arrow right
arrow left
  • Toyota bZ4X á ströndinni

    Hannaður fyrir allar ferðir

    Sterkbyggður og stílhreinn bíll sem nýtur sín jafn vel innanbæjar sem utan.

  • Panorama glerþak í innanrými

    Þar sem gæði og hagkvæmni mætast

    Friðsælt og rúmgott fyrsta flokks innanrými

  • Maður að hlaða bílinn sinn á hleðslustöð

    Framúrskarandi rafmögnuð tækni

    Áreiðanleg rafhlöðuafköst sem endast

  • Toyota bZ4X keyri utan borgarinnar

    Allir vegir færir

    Hannaður til að endast, með áætlaða WLTP drægn að 416 km

  • Ökumaður notar margmiðlunarskjáinn í bílnum

    Tenging hvar og hvenær sem er

    Með Toyota Smart Connect+ færðu upplýsingar sem auðvelda þér aksturinn

  • Toyota bZ4X keyrir um í borginni

    Hannaður með öryggi í huga

    Öryggiskerfi sem tryggja öryggi þitt og annarra í umferðinni

  • Innanrými í Toyota bZ4X

    Ferðastu á nýjar slóðir

    Hnökralaus akstursupplifun óháð ástandi vegarins

  • Farþegi í aftursæti bZ4X horfir á spjaldtölvu

    Pláss fyrir allt

    Frábært fótarými við aftursæti og flatt gólf tryggja mikið pláss

  • Kona stendur fyrir framan bZ4X og hallar sér ofan á húddið

    Yfirgripsmikil ábyrgð

    7 ára ábyrgð fylgir nýjum bZ4X

Read timed out

POST https://aph-webcarconfig.toyota-europe.com/v1/grade-selector/is/is?modelId=7fb7f6d1-dbbc-4886-98ea-d1856e3815db

Algengar spurningar

  1. Allir
Algengar spurningar

WLTP gildi er byggt á WLTP (Worldwide harmonized Light vehicle Test Procedure) reglugerðinni. Þetta er alþjóðlegur staðall sem Toyota fylgir. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á drægni sem leiða til þess að nákvæmni WLTP minnkar, þar á meðal hraði, yfirborð vegarins, aksturshegðun og umhverfishiti, WLTP gildi fyrir bZ4X er drægni upp á 504km en breytingar á fyrrnefdum atriðum geta dregið úr drægni. Þú getur notað reiknivélina okkar fyrir áætlaða drægni til að setja inn þínar breytur til að áætla þína drægni.

Ef þú velur eco akstursstillingu mun það auka skilvirkni, sem og að virkja sjálfvirka eco stillingu fyrir miðstöðina. Íhugaðu að slökkva á loftkælingunni/hituninni þegar þess er ekki þörf og mundu að hituð sæti og stýri eru skilvirkari leið til að halda hita en að hækka miðstöðina. Það er líka góð hugmynd að forhita farþegarýmið á meðan bíllinn er enn í hleðslu – þú getur fjarhitað með MyToyota appinu. Gakktu úr skugga um að þrýstingur í dekkjum sé rétt stilltur. Lágur þrýstingur mun minnka notkunarsvið. Vetrardekk eyða líka meira rafmagni á þurrum vegum en sumardekk. Að bera óþarfa þunga mun auka orkunotkun, svo vertu viss um að fjarlægja umfram hluti úr bílnum. Íhugaðu að lokum að breyta aksturshegðun þinni. Að keyra á jöfnum, hóflegum hraða og forðast óþarfa hröðun og hemlun mun hjálpa þér að komast lengra á einni hleðslu. Þegar þú þarft að auka hraðann skaltu gera það með jafnri hröðun til að minnka orkunotkun þína.

Rafbílarnir okkar eru smíðaðir í samræmi við sömu gæða, endingar og áreiðanleikastaðla og aðrar Toyota. Drifafhlaðan í rafbílunum er hönnuð til að endast. Áætlað er að eftir 10 ára notkun eða 240.000 km keyrslu (hvort sem fyrr kemur) hafi drifrafhlaðan allt að 70% af upprunalegri rýmd sinni, svo framarlega sem árlegu viðhaldi hjá viðurkenndum þjónustuaðila er sinnt.  

Rafbíll hefur ekki hefðbundna vél og gengur eingöngu fyrir rafmagni, þar sem rafhlaðan knýr einn eða fleiri rafmótora. Hybrid bílar hafa bæði hefðbundna vél og rafknúna aflrás. Í Hybrid bíl vinna vél, rafmótor og rafgeymir saman. Rafmótorinn eykur afköst og virkar sem rafall til að breyta umframorku í rafhleðslu, sem dregur úr eldsneytisnotkun.

WLTP drægni Toyota bZ4X er 504km* á einni hleðslu.

 

*Þessai gildi eru áætluð gildi sem eru byggð á prófunum í stýrðu umhverfi (WLTP). Þessar tölur eru gefnar upp í samanburðarskyni: berðu þær saman við aðra bíla sem prófaðir eru við sömu skilyrði (WLTP). Áætluð drægni gerir ráð fyrir að rafhlaðan sé fullhlaðin (100%) og að fullu tæmd (0%).

Raunveruleg drægi ökutækis þíns mun vera breytilegt frá þessum reiknuðu gildum, þar sem margir þættir hafa áhrif á drægni. Sem dæmi má nefna: útfærsla, búnaður og fylgihlutir, aksturslag, hraði, ástand vegar, umferð, ástand ökutækis, dekkjagerð (sumar/vetur) og þrýstingur í dekkjum, farmur ökutækis, farþegafjöldi, ytra hitastig, hitastig rafgeyma o.s.frv.

Uppgefin WLTP gildi eru leiðbeinandi en endurspegla ekki endilega raunverulega drægni. Hafðu samband við söluráðgjafa Toyota fyrir frekari upplýsingar.

Það er einfalt og þægilegt að hlaða rafbílinn þinn, hvenær sem þér hentar með því að nota hleðslusnúruna sem fylgir bílnum. Við mælum með því að setja upp hæeðslustöð heima við til að auka öryggi og hraða heðslu. Þú getur notast við hraðhleðslustöðvar þegar þú ert á ferðinn, staðsetningar almennningshleðslustöðva eru sýnilegar á margmiðlunarskjánum í bílnum.

Hægt er að hlaða frá 10% í 80% á 30 mínútum* með 150kW DC hleðslu við kjöraðstæður sem eru meðal annars 25°C hitastig. Til að veirðveita rafhlöðuna og auka endingu hennar minnkar DC hraðhleðslan þegar hleðsluástandið nær 80%**.
Þú getur notast við reiknivélina okkar þar sem þú getur sett inn þínar breytur og reiknað út áætlaðan hleðslutíma.

**Til að varðveita rafhlöðuna, getur DC hraðhleðsluafl Toyota bZ4X minnkað tímabundið (í u.þ.b. 24 klukkustundir) eftir 3,8 lotur á dag (jafngildir 3,8 sinnum 10% til 80%).

Þessir stafir vísa til mismunandi spennu hleðslutækisins. Með 400 volta spennu er hægt að hlaða bZ4X bæði með K hleðslutæki (spenna á milli 50 og 500) og L hleðslutæki (spenna á milli 200 og 920) án vandræða.

Bílar sem voru framleiddir fyrir janúar 2023 eru með 7kW rafhlöðuhleðslutæki (OBC). Með 32 amper straumi er lágmarks hleðslutími til að fullhlaða bílinn, 9,5 klst.*. Bílar sem framleiddir eru í febrúar 2023 eru með 11kW OBC, sem þýðir að hægt er að fullhlaða bílinn á 6,5 klukkustundum* með 11kW hleðslustað. Þú getur notast við hleðslutíma reiknivélina okkar til að áætla hversu langan tíma hleðslan tekur við mismunandi aðstæður.

*Við ákjósanlegar aðstæður, eins og hitastig um 25°C.