Sölu- og þjónustuaðilar
Opnunartímar söluaðila
Hafðu samband
Mín síða

Corolla Touring Sports

HYBRID

Hún er komin aftur

Frá 4.790.000 kr.
Eyðsla frá 3,3 l/100 km
CO2 frá 76 g/km
 • Aktu með stíl

  Það fyrsta sem þú tekur eftir á nýju Corollu er afgerandi og kraftmikið ytra byrðið. Falleg, lágsett vélarhlíf skilar sér í rennilegum hliðarsvip sem er undirstrikaður með 18" álfelgum. Fram- og afturhlutarnir kalla fram kraftalega og breiða stöðu bílsins með breiðu og sportlegu grilli og stílhreinum LED-ljósum.

  Skoða búnaðarlista
 • Ánægjulegur akstur

  Þú getur valið á milli tveggja Hybrid véla. 1,8 lítra Hybrid býður upp á þann mjúka og hljóðláta akstur sem búast má við frá Toyota. Kraftmeiri 2,0 lítra Hybrid aflrásin býður upp á aukið afl og áreynslulausa hröðun auk þess hefðbundin 1,2 lítra túrbó bensínvél stendur einnig til boða.

  Skoða tæknilýsingu véla
 • Hugarró

  Toyota Safety Sense hefur verið endurbætt með fleiri hugvitsamlegum eiginleikum sem þýðir að nú getur Corolla gert enn meira til að aðstoða þig.

  Kynntu þér eiginleika öryggiskerfisins
 • Snjallar lausnir

  Hæðarstillanlegt gólf, handhægir hliðarvasar og einföld niðurfelling aftursæta í rúmgóðu farangursrýminu bjóða auk þess upp á sveigjanleika til að flytja hvort sem er reiðhjól, golfpoka eða farangur fjölskyldunnar. Hægt er að snúa gólfinu í farangursrýminu við, á annarri hliðinni er teppi en á hinni resínefni, þannig að þú getur áhyggjulaus flutt það sem þarf, hvort sem er garðplöntur, blauta íþróttabúnaðinn eða hundinn.

  Sjá mál innanrýmis og hleðslurýmis

Ný Toyota Corolla Hybrid

Stílhrein, hagkvæm og einstaklega ánægjuleg akstursupplifun. Þú finnur Corollu fyrir þinn lífstíl. Þú getur valið á milli tveggja Hybrid véla. 1,8 lítra Hybrid býður upp á þann mjúka og hljóðláta akstur sem búast má við frá Toyota. Kraftmeiri 2,0 lítra Hybrid aflrásin býður upp á aukið afl og áreynslulausa hröðun sem skila sér í kraftmiklum og liprum akstri. Ökuferðin verður alltaf ánægjuleg í Corolla, óháð því hvora vélina þú velur.

Mest seldi bíll heims er nú eftirsóknarverðari en nokkru sinni fyrr

Corolla snýr aftur með hugvitsamlegri Hybrid-aflrás með sjálfhleðslu og glænýrri nálgun á hönnun og tækni sem skilar sér í enn skemmtilegri akstri. Setstu undir stýri og upplifðu.

 • Gerð til að njóta

  Ný Corolla er framleidd á grunni nýs heildræns byggingarlags Toyota, TNGA. Niðurstaðan er lægri þyngdarmiðja og stífari grind sem skilar sér í kraftmeiri aksturseiginleikum og meiri tilfinningu fyrir stjórn. Endurbætt fjöðrun tryggir mýkri, hljóðlátari og þægilegri akstur.

 • Hönnuð til að heilla

  Það fyrsta sem þú tekur eftir á nýju Corollunni er afgerandi og kraftmikið ytra byrðið. Falleg, lágsett vélarhlíf skilar sér í rennilegum hliðarsvip sem er undirstrikaður með 18" álfelgum. Fram- og afturhlutarnir kalla fram kraftalega og breiða stöðu með breiðu og sportlegu grilli og stílhreinum LED-ljósum.

 • Stílhreint yfirbragð

  Ef þér finnst nýja Corollan falleg að utan áttu ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum þegar þú sest inn í hana. Hönnuðir okkar hafa valið blöndu af hágæðaefnum sem fara einstaklega vel saman og bjóða auk þess upp á fjölbreytta áferð. Svartur litur gefur innanrýminu sportlegt yfirbragð en einnig er hægt að velja ljósgráan lit til að undirstrika hönnunina.

Kynntu þér mest selda bíl í heimi

nú í boði með hugvitsamlegri Hybrid-aflrás

Upplifðu akstursánægjuna sem fylgir Hybrid

Upplifðu akstursánægjuna sem fylgir Hybrid

Þú getur valið á milli tveggja Hybrid véla. 1,8 lítra Hybrid býður upp á þann mjúka og hljóðláta akstur sem búast má við frá Toyota. Kraftmeiri 2,0 lítra Hybrid aflrásin býður upp á aukið afl og áreynslulausa hröðun sem skila sér í kraftmiklum og liprum akstri. Ökuferðin verður alltaf ánægjuleg í nýrri Corollu, óháð því hvora vélina þú velur.

 Sestu inn og njóttu

Sestu inn og njóttu

Farþegarýmið er hannað með þín þægindi í huga. Bólstruð sportsætin eru klædd, leðri, Alcantara® og vatteruðu áklæði, veita góðan stuðning og tryggja þægindi í lengri ferðum. Staða stýrisins er höfð eins náttúruleg og hægt er til að koma í veg fyrir þreytu. Stjórnrofar á stýri fyrir akstur, upplýsinga- og afþreyingarkerfi og hljómtæki gera þér kleift að hafa hendur á stýri, sem er með hita fyrir kaldari daga.

Handfrjáls opnun

Handfrjáls opnun

Nokkrar líkur eru á því að þú haldir á einhverju þungu eða fyrirferðarmiklu þegar þú þarft að opna skottið. Þá er gott að hafa handfrjálsan hreyfiskynjara á afturhleranum. Þegar þú ert með snjalllykilinn á þér þarftu aðeins að renna fætinum undir afturstuðarann til að opna og loka farangursgeymslunni sjálfkrafa. Að lokum tryggir sjálfvirk læsing öryggi þess sem þú setur í skottið.

 Öryggi er aldrei val - það er staðalbúnaður

Öryggi er aldrei val - það er staðalbúnaður

Toyota Safety Sense er staðalbúnaður í öllum útfærslum Corolla, öll okkar verk eru hugsuð út frá öryggi þínu. Þetta einstaka öryggiskerfi inniheldur uppfærðar útfærslur af öryggiskerfum sem auðvelda þér aksturinn, veita þér hugarró og auka öryggi þitt og annarra í umferðinni.

Kynntu þér Toyota Safety Sense

Hvaða Corolla Touring Sports hentar þér?

Meira um Toyota

Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.