Ef þú velur eco akstursstillingu mun það auka skilvirkni, sem og að virkja sjálfvirka eco stillingu fyrir miðstöðina. Íhugaðu að slökkva á loftkælingunni/hituninni þegar þess er ekki þörf og mundu að hituð sæti og stýri eru skilvirkari leið til að halda hita en að hækka miðstöðina. Það er líka góð hugmynd að forhita farþegarýmið á meðan bíllinn er enn í hleðslu – þú getur fjarhitað með MyToyota appinu. Gakktu úr skugga um að þrýstingur í dekkjum sé rétt stilltur. Lágur þrýstingur mun minnka notkunarsvið. Vetrardekk eyða líka meira rafmagni á þurrum vegum en sumardekk. Að bera óþarfa þunga mun auka orkunotkun, svo vertu viss um að fjarlægja umfram hluti úr bílnum. Íhugaðu að lokum að breyta aksturshegðun þinni. Að keyra á jöfnum, hóflegum hraða og forðast óþarfa hröðun og hemlun mun hjálpa þér að komast lengra á einni hleðslu. Þegar þú þarft að auka hraðann skaltu gera það með jafnri hröðun til að minnka orkunotkun þína.