Fullkomin hugarró

Í amstri hversdagsins er gott til þess að vita að við pössum upp á þig.
/
/
/
Árekstrarviðvörunarkerfi með greiningu gangandi vegfarenda

Árekstraröryggiskerfi Toyota Safety Sense með greiningu gangandi vegfarenda notar bæði radarmæli og myndavél til að greina aðra bíla á veginum fram undan. Þegar hætta er á árekstri er ökumaðurinn varaður við með hljóðmerkjum og sjónrænum viðvörunum og hemlunaraðstoð er virkjuð. Takist ökumanninum ekki að hemla í tæka tíð eru hemlarnir virkjaðir sjálfkrafa til að forða árekstri eða draga úr höggi. Til viðbótar við greiningu bíla greinir kerfið einnig gangandi vegfarendur í tæka tíð.

Einföld bílastæðaaðstoð

Hún stýrir þér sjálfkrafa inn í bílastæði, hvort sem er milli tveggja bíla eða fyrir aftan bíl, með aðstoð úthljóðsnema. Þú stjórnar hraðanum og sjálfvirk hemlun kemur í veg fyrir eða dregur úr höggi áreksturs á litlum hraða.

Umferðarskynjari að aftan (með sjálfvirkri hemlun)

Umferðarskynjari að aftan gerir þér kleift að bakka út úr bílastæði með því að greina önnur ökutæki sem nálgast á blindsvæðinu. Kerfið notar hárnákvæma bylgjuratsjá til að gera þér viðvart með hljóðmerki og blikkljósum á hliðarspeglum. Takist ökumanninum ekki að hemla í tæka tíð eru hemlarnir virkjaðir sjálfkrafa til að forða árekstri eða draga úr höggi.

/
/
/
Sjálfvirkt háljósakerfi

Sjálfvirkt háljósakerfi er hannað með það fyrir augum að bæta skyggni allra vegfarenda þegar ekið er í myrkri. Myndavél hjá baksýnisspeglinum greinir ljós frá ökutækjum sem eru framundan og fylgist einnig með birtustigi veglýsingar. Hún skiptir sjálfkrafa milli háljósa og lágljósa svo að ökumaðurinn geti einbeitt sér fullkomlega að akstrinum og eykur þannig öryggi og þægindi.

LDA-akreinaskynjari með stýriseftirliti

LDA-akreinaskynjari Toyota Safety Sense notar myndavél til að greina akreinamerkingar á veginum fram undan og varar ökumanninn við með hljóðrænni og sjónrænni viðvörun ef bíllinn stefnir út af akreininni án þess að stefnuljós hafi verið gefið. Stýriseftirlitið snýr stýrinu sjálfkrafa ef ekið er óviljandi af akrein.

Umferðarskiltaaðstoð

Umferðarskiltaaðstoðin í Toyota Safety Sense fylgist með umferðarskiltum fram undan og birtir gagnlegar upplýsingar á TFT-litaskjánum, svo sem um hámarkshraða eða takmarkanir á framúrakstri. Kerfið varar einnig við með hljóðmerki og sýnilegum viðvörunum ef ekki er farið eftir umferðarskiltunum.