Toyota kynnti Hybrid tæknina fyrst fyrir heiminum árið 1997 með Toyota Prius. Í dag keyra yfir 15 milljónir ökumanna um allan heim á Toyota Hybrid bílum. Við höfum þróað og bætt Hybrid bílana okkar seinustu 23 ár og bjóðum stolt upp á úrval af flottum, kraftmiklum sem og hagkvæmum Hybrid bílum sem henta þínum lífstíl.
Landsbankinn hefur um árabil boðið upp á „Vistvæna fjármögnun“ með því að bjóða afslátt af lántökugjöldum við fjármögnun bíla sem hafa umhverfisvænan orkugjafa.
Toyota hóf að kolefnisjafna sölu allra nýrra Hybrid bíla 1. janúar 2019 í samstarfi við Kolvið og í kjölfarið ákvað Landsbankinn að leggja sitt að mörkum með því að fella niður lántökugjöld á nýjum Toyota Hybrid bílum. Þeir einstaklingar sem kaupa nýjan Toyota Hybrid bíl af viðurkenndum söluaðila Toyota á Íslandi og fjármagna kaupin hjá Landsbankanum fá því 100% afslátt af lántökugjöldum.
Landsbankinn vill með þessu móti leggja sitt af mörkum til að gera vistvæna bíla að góðum kosti við bílakaup sem og leggja sitt á vogarskálarnar til að stuðla að bættri umhverfisvitund.