Frá og með 1. janúar 2021 fylgir 3 ára þjónusta öllum nýjum bílum sem Toyota á Íslandi flytur inn. Það felur í sér smurþjónustur eftir 7.500 km (*10.000 km), 22.500 km (*30.000 km) og 37.500 km (*50.000 km) akstur sem og þjónustuskoðanir eftir 15.000 km (*20.000 km), 30.000 km (*40.000 km) og 45.000 km (*60.000 km) akstur. Full þjónusta fylgir því bílunum fyrstu 45.000 km (*60.000 km) *fyrir Proace, Proace Verso, Proace City og Proace City Verso.
- Skipta um olíusíu og smurolíu á vél.
- Athugað með olíu á drifi og gírkassa/skiptingu
- Smyrja í koppa
- Meta ástand loftsíu (loftsía ekki innifalin ef það þarf að skipta henni út)
- Fylla á forðabúr fyrir rúðusprautu
- Kanna með rúðuþurrkur (þurrkur ekki innifaldar ef það þarf að skipta þeim út)
- Smyrja læsingar, lamir og strekkjara
- Athuga með gólfmottur (göt – festingar – motta ofan á mottu)
- Færa í þjónustubók og setja þjónustumiða í framrúðuna