1. Bílar

KYNNTU ÞÉR YARIS CROSS

JEPPAEIGINLEIKAR

Yaris Cross er borgarbíll með jeppaeiginleika. Bíllinn býður upp á háa sætisstöðu og rúmgott inannrými ásamt frábærri blöndu af Hybrid kerfi og hugvitsamlegu aldrifi (AWD-i).

Sterkbyggður og fágaður, með mikla veghæð og breidd og hentar bæði fyrir innanbæjarakstur og akstur úti á þjóðvegum.

Útfærslur

Active Hybrid

Frábær blanda af þægindum og tækni með Hybrid kerfi sem skilar afbragðs afköstum.

• 16” álfelgur
• Tauáklæði
• 8” upplýsingaskjár og DAB útvarp
• Bakkmyndavél
• e-Call og MM19 margmiðlunarkerfi
• Toyota Safety Sense +2

Active Plus Hybrid

Þú ert óstöðvandi á veginum með hugvitsamlega aldrifinu og rúmgott innanrýmið kemur sér vel í önnum hversdagsleikans.

• 17” álfelgur
• Tauáklæði
• Bakkmyndavél
• Skyggðar afturrúður
• LED aðalljós með sjálfvirkum háum geisla
• Hugvitsamlegt aldrif (AWD-i)
• Toyota Safety Sense +2

Premier Hybrid

Stílhreinnn og ævintýralegur, búinn öllum helstu tækninýjungum.

• 18” álfelgur með vélunnu yfirborði
• Leðuráklæði
• Leðurklætt stýri með hitastillingu
• Bakkmyndavél
• Skyggðar afturrúður
• Sjónlínuskjár (HUD)
• Rafdrifinn afturhleri með spark opnun
• Hugvitasamlegt aldrif (AWD-i)
• Toyota Safety Sense +2

FRÁTEKTARFERLIÐ Í ÞREMUR SKREFUM

Það er einfalt og öruggt að taka frá Yaris Cross á netinu.

01

Stofnaðu aðgang

Stofnaðu aðgang eða skráðu þig inn á Mín Toyota ef þú ert nú þegar með aðgang.
02

Veldu útfærslu

Veldu þér útfærslu sem hentar þínum lífstíl.
03

Staðfestingarpóstur

Við sendum þér staðfestingarpóst með upplýsingum um næstu skref eftir að þú hefur gengið frá frátektinni á vefsíðunni okkar.

EIGINLEIKAR SEM ERU BIÐARINNAR VIRÐI

Hybrid tækni og AWD-i aldrif

Þú ert óstöðvandi á veginum þökk sé Hybrid kerfinu og hugvitsamlega aldrifinu (AWD-i) í Yaris Cross. 1.5L Hybrid vélin skilar afbragðs afköstum og eldsneytiseyðslu sem kemur á óvart auk þess býður hún upp á möguleikann að keyra í EV-mode, þar sem þú ekur á rafmagninu einu saman.

Hugvitsamlega aldrifið forðar þér frá vandræðum með því að veita stöðugleika sem nýtist til að mynda í kröppum beygjum, á blautu malbiki eða í möl. Það aðstoðar þig við erfiðar aðstæður og aðlagar sig að akstri í snjó og torfæru. Til dæmis með því að koma í veg fyrir að hjólin missi grip í snjónum og hjálpar þér þannig að komast áfram leiðar þinnar.

Snjallar lausnir í farangursrými

Yaris Cross býður upp á snjalla plássnýtingu sem kemur sé jafn vel í önnum hversdagsleikans og áhugamálunum um helgar. Lagaðu skottið að þínum þörfum með skiptu og hæðarstillanlegu gólfi í farangursrými og sætum sem hægt er að fella niður með 40:20:40 skiptingu og nýttu þér kosti sveigjanlegra festinga.

 

Saga Yaris Cross

Við kynnum Yasunori Suezawa, manninn á bak við Yaris Cross. Sem yfirverkfræðingur Yaris Cross bar hann ábyrgð á því að gera sýnina að veruleika. Hann útskýrir hver hans helsti innblástur var og helstu áskoranir við þróun bílsins, allt frá Hybrid AWD-i aldrifinu, sem er leiðandi í flokki sambærilegra bíla, til stílhreinnar hönnunar og óviðjafnanlegs öryggisbúnaðar.

 

ALGENGAR SPURNINGAR

Yaris Cross fer í almenna sölu í haust/vetur 2021 en með því að forpanta bíl getur þú verið meðal þeirra fyrstu til þess að komast undir stýri á glænýjum Yaris Cross. Vinsamlegast athugið að takmarkað framboð er á forpöntunarbílum. 

Nei, þú þarft ekki að að borga staðfestingargjald til þess að taka frá Yaris Cross.

Gengið er út frá því að staðfesting á frátekt sé þín leið til þess að sýna fram á kaupvilja.

Kynntu þér Toyota Hybrid

Lesa meira