1. Bílar
  2. Corolla Cross

NÝR COROLLA CROSS HYBRID

Taktu vel á móti Corolla Cross Hybrid.

Mest seldi bíll í heimi, Corolla fær nýja yfirbyggingu og verður að sportjeppa

Corolla Cross sameinar hagkvæmnina sem fylgir rúmgóðum og háum sportjeppa og fullkomnustu Hybrid- og öryggistækni Toyota til þessa. Þannig fær fjölskyldan allt sem hún þarf í dagsins önn.

Innan skamms getur öll fjölskyldan notið þess að fara í ferðalag saman í Corolla Cross Hybrid.

Ánægjuleg ferð

Við höfum gert mest selda bíl heims enn betri. Corolla Cross er sterkur og fágaður, með háa akstursstöðu, hagkvæmur og hefur yfirbragð og anda sportjeppa. Stórar afturdyr og mikið höfuð- og fótarými tryggir aðgengi og þægindi á meðan rúmgóð farangursgeymsla og niðurfellanleg sæti veita nauðsynlegan sveigjanleika, hvort sem er í daglegu lífi eða í fríinu. Hér njóta allir ferðarinnar.

Brostu allan hringinn

Þökk sé nýrri 5. kynslóðar Hybrid tækni okkar gefur Corolla Cross öllum ástæðu til að brosa. Með nýrri tveggja lítra Hybrid vél fæst meiri krafur og minni losun á koltvísýring. Einnig gefst kostur á hugvitssamlegu aldrifi (AWD-i) sem eykur öryggistilfinningu við allar aðstæður. Corolla Cross Hybrid gerir öll fjölskylduferðalög að ævintýri, þökk sé bættri hröðun, minni eldsneytisnotkun og engri þörf á að stinga í samband.

Tækni sem auðveldar allt

Hvort sem þú ert að sinna erindum eða pakka fyrir fríið nýturðu stöðugrar verndar og tengingar við umhverfið í Corolla Cross. Með Toyota Safety Sense sem innihalda akstursaðstoðarkerfi, svo sem árekstrarviðvörunarkerfi eru allar ferðir öruggari. Þökk sé margvíslegum tengimöguleikum í bílnum, allt frá rauntímaleiðsögn í gegnum ský og 10,5 tommu háskerpusnertiskjá til þráðlausrar samþættingar við snjallsíma, verður meira að segja skutlið í skólann skemmtilegt aftur.

Litaval

Corolla Cross Active

Fjórhjóladrifinn (AWD-i) og sjálfskiptur

• 17" álfelgur
• Toyota Safety Sense 3
• Fjarhitun
• LED Low aðalljós með sjálfvikrum háum geisla
• T1 - 10.5" margmiðlunarskjár - 6 hátalarar
• 4 fjarlægðaskynjarar að framan og aftan og bakkmyndavél

Corolla Cross Active +

Búnaður umfram Active útfærslu:


• 18'' álfelgur
• Þráðlaus lykilopnun (Smart Entry)• Litaðar hliðarrúður að aftan
• Langbogar
• LED aðalljós með sjálfvirkum háum geisla (AHB)
• T2 - 10.5" margmiðlunarskjár - 6 hátalarar
• Rafdrifinn afturhleri

Corolla Cross Luxury +JBL

Búnaður umfram Active + útfærslu:

• 18" álfelgur
• Panorama glerþak
• Hljóðeinangrandi FILT í gluggapóstum að framan
• Armpúði í aftursæti með leðurlíki og ísaum
• T2 - 10.5" margmiðlunarskjár - 9 hátalarar
• JBL hljómkerfi
• Leður/tauáklæði (Combi Leather)

FRÁTEKTARFERLIÐ Í ÞREMUR SKREFUM

Það er einfalt og öruggt að taka frá Corolla Cross á netinu.

01

Stofnaðu aðgang

Stofnaðu aðgang eða skráðu þig inn á Mín Toyota ef þú ert nú þegar með aðgang.
02

Veldu útfærslu

Veldu þér útfærslu sem hentar þér.
03

Staðfestingarpóstur

Við sendum þér staðfestingarpóst með upplýsingum um næstu skref eftir að þú hefur gengið frá frátektinni á vefsíðunni okkar.

Algengar spurningar

Toyota Corolla Cross fer í almenna sölu á seinni helmingi árs 2022. Með því að forpanta bíl getur þú verið meðal þeirra fyrstu til þess að komast undir stýri á glænýjum Corolla Cross. Vinsamlegast athugið að takmarkað framboð er á forpöntunarbílum.
Nei, þú þarft ekki að borga staðfestingargjald til þess að taka frá þinn Corolla Cross.

Gengið er út frá því að staðfesting á frátekt sé þín leið til þess að sýna fram á kaupvilja en ef þú þarft einhverra hluta vegna að draga pöntun þína til baka þá vinsamlegast sendu póst á netpontun@toyota.is og gefðu upp frátektarnúmerið þitt.

KOSTIR COROLLA CROSS

Ný sjónarhorn

Corolla Cross veitir ökumanninum öryggi og útsýni til allra átta, þökk sé hærri akstursstöðu og hæð frá jörðu. Hvort sem þú ferðast um borgina eða utan alfaraleiðar kemstu örugglega á áfangastað.

Kærkomin hagkvæmni

Með meiri hæð fæst meira innanrými en í hefðbundnum Hatchback eða öðrum fólksbílum. Bæði er meira höfuð- og fótarými og svo er auðveldara að koma farmi fyrir í farangursgeymslunni, þökk sé auknu farangursrými og breiðari opnun.

Akstursánægja

Bíllinn er lipur og viðbragðsfljótur og færir okkur raunverulega skemmtun við stýrið. Með samblandi af Hybrid tækni og aldrifi (AWD-i) tryggir Corolla Cross bæði einstakt afl og öryggi í öllum ferðum, hvernig sem viðrar.

VERTU MEÐAL ÞEIRRA FYRSTU TIL AÐ NJÓTA COROLLA CROSS