Nýr Toyota Camry Hybrid

Hybrid á nýju stigi

Nýr Camry Hybrid er með allt sem þarf. Í honum sameinast allir kostir fágaðs fólksbíls ávinningnum sem fylgir Toyota Hybrid. Útkoman er fallegur bíll, fáguð þægindi og fjöldi snjallra tæknilausna, auk frábærar akstursupplifunar sem færir hybrid upp á nýtt stig.

Hybrid á nýju stigi

Toyota hefur framleitt framsækna Hybrid bíla í meira en 20 ár – og nú höfum við bætt framúrskarandi Hybrid afköstum við hina afgerandi fágun Camry í nýjum Camry Hybrid. Útkoman er bíll sem þú nýtur að keyra. Glæný 2,5 lítra vélin umbyltir akstursupplifuninni og með henni nær Hybrid kerfið að skila einstökum 218 DIN hestafla krafti ásamt framúrskarandi sparneytni og lítilli losun koltvísýrings. Sérlega hljóðlátur aksturinn verður enn kyrrlátari með virkilega vandaðri hljóðeinangrun sem dregur úr veghljóði og vindgnauði yfir allt hraðasviðið.

/
Framsýn tækni

Camry Hybrid hefur þægindi og stíl í fyrirrúmi og nýjustu tækni hannaða í kringum þig og þína farþega. Gagnlegar upplýsingar, líkt og leiðsögukerfi, virka snuðrulaust milli þrigga skjáa svo allt sem þú þarft er ávallt við hendina. Bluetooth® tengingin veitir aðgang að gögnunum í símanum þínum og þráðlaus hleðsla gerir þér kleift skilja snúrurnar eftir heima og hlaða símann eða önnur tæki með slíka hleðslumöguleika.

/

Toyota Safety Sense
Verðlisti
Gerð Vél Hö. CO2(g/km) Dyr Gírar Verð
Camry Hybrid Live Plus
2.5 Bensín 218
98-101 
4
sjálfsk.
6.550.000 Kr
Camry Hybrid Active
2.5 Bensín 218
98-101 4
sjálfsk. 6.860.000 Kr
Camry Hybrid Luxury
2.5 Bensín 218
98-101 4
sjálfsk. 7.190.000 Kr