eCall
eCall neyðarsamskiptakerfi
ECall miðar að því að stytta viðbragðstíma hjá þeim sem sinna neyðaraðstoð og þar með alvarlegum slysum á vegum úti. Í grófum dráttum virkar eCall þannig að þegar árekstrarskynjarar bíla eru virkjaðir er talsamband við Neyðarlínuna opnað þegar í stað. Þá fer í gang það sem kallað er Minimum Set of Data eða MSD og það er sent Neyðarlínunni sem textaskilaboð. Í þeim skilaboðum eru upplýsingar um staðsetningu bifreiðar, í hvaða stefnu og á hvaða hraða hún var þegar árekstrarvörnin fór í gang.