1. Bílar
 2. T-Mate

Toyota T-Mate tryggir öruggari ferðir

Öryggi Toyota bZ4X er leiðandi í flokki sambærilegra bíla, þökk sé akstursaðstoðarkefinu T-Mate. T-Mate er samsett kerfi sem styður við og gerir aksturinn öruggari, hvort sem verið er að leggja eða í akstri innan- sem utanbæjar. T-Mate tryggir öryggi þitt öllum stundum.

 

 • Árekstrarviðvörunarkerfi

  Árekstrarviðvörunarkerfið okkar getur greint og aðstoðað þig við að forðast árekstra við önnur ökutæki, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Það varar ökumann við með hljóðmerkjum og sjónrænum viðvörunum og hemlunaraðstoð. Takist ökumanninum ekki að hemla í tæka tíð eru hemlarnir virkjaðir sjálfkrafa til að komast hjá árekstri eða draga úr höggi. Greining á bíl, gangandi vegfarendum, hjólreiðafólki og vélhjólum er einnig í boði. Ofan á þetta bætist svo stuðningur árekstrarvarnarkerfis fyrir gatnamót og neyðarstýrisaðstoðar þegar beygt er á gatnamótum og þegar sveigt er fram hjá hættu

  Neyðarstöðvunarkerfi

  Ef engar akstursskipanir berast frá ökumanni í tiltekinn tíma er ökumanninum gefin hljóðviðvörun. Ef hún skilar engum viðbrögðum hægir bíllinn sjálfkrafa á sér og stöðvar svo án þess að aka út úr akreininni sem hann er á. Kveikt er á hættuljósunum til að vara aðra vegfarendur við og dyrnar eru aflæstar til að tryggja neyðarþjónustuaðilum greiðan aðgang, gerist þess þörf.

  Sjálfvirkt háljósakerfi

  Sjálfvirka háljósakerfið vaktar veginn fram undan til að greina aðalljós úr gagnstæðri átt. Ef kerfið greinir aðalljós skiptir það sjálfkrafa af háljósum yfir á lágljósin. Þegar aðalljósin eru komin fram hjá skiptir kerfið sjálfkrafa yfir á háljósin aftur. Útkoman? Öruggari akstur í myrkri fyrir þig og aðra vegfarendur.

  Aðstoðarkerfi fyrir örugga útgöngu

  Kerfið notar ratsjá blindsvæðisskynjarans til að hjálpa ökumanninum að komast hjá því að aðvífandi bíll eða hjólreiðafólk klessi á hurð sem verið er að opna eða farþega sem er að stíga út úr bílnum. Ef kerfið greinir hættu á árekstri kviknar á stefnuljósi á hliðarspeglinum og vísi á fjölnota upplýsingaskjánum um leið og hljóðmerki heyrist til að vara farþegana við.

  Blindsvæðisskynjari (BSM)

  Blindsvæðisskynjarinn gerir ökumanninum viðvart um bíla sem viðkomandi hefur hugsanlega ekki séð í hliðarspeglunum. Þetta er sérstaklega gagnlegt þegar tekið er fram úr.

  Ökumannsskynjaramyndavél

  Myndavél fyrir ofan stýrið vaktar stöðugt árvekni og ástand ökumannsins og gefur frá sér viðvörun ef hún skynjar óeðlilegt ástand. Inntak hennar er notað til að skerpa á afköstum neyðarstöðvunarkerfisins með snemmbúinni greiningu slíks ástands.

 • Akreinastýring

  Akreinastýringarkerfið er hannað til að gera akstur á þjóðvegum öruggari. Kerfið heldur bílnum á miðri akreininni og ef bíllinn byrjar að stefna út af akreininni beygir stýrisaðstoðin honum mjúklega aftur inn á miðjuna.

  Umferðarskiltaaðstoð

  Umferðarskiltaaðstoðin greinir umferðarskilti fram undan og birtir gagnlegar upplýsingar, svo sem um gildandi hámarkshraða eða takmarkanir á framúrakstri, á skjánum í ökumannsrýminu. Kerfið varar einnig við með hljóðmerki og sýnilegum viðvörunum ef ekki er farið eftir umferðarskiltunum. Einnig er hægt að nota gögn frá umferðarskiltaaðstoðinni til að stilla hraðatakmarkara og auðvelda ökumanni þannig að komast hjá því að aka óvart of hratt.

  Sjálfvirkur hraðastillir yfir allt hraðasviðið

  Þetta kerfi heldur þér í tiltekinni lágmarksfjarlægð frá næsta bíl fyrir framan. Þegar of stutt er í næsta ökutæki dregur kerfið úr hraðanum og beitir loks hemlunum og hemlaljósin kvikna. Sjálfvirkur hraðastillir yfir allt sviðið getur stöðvað bílinn að fullu ef ökutækið á undan stöðvar og ekið honum aftur af stað við smávægilega hreyfingu inngjafarfótstigsins eða þegar ýtt er á rofann fyrir sjálfvirka hraðastillinn. Ef þú átt bíl sem er búinn umferðarskiltaaðstoð greinir kerfið einnig hraðatakmarkanir á akstursleiðinni og birtir ráðleggingar um hvað gera skuli.

  Sjálfvirkt háljósakerfi

  Þetta kerfi er hannað til að tryggja besta mögulega útsýni fyrir alla vegfarendur við akstur í myrkri. Það fínstillir dreifingu ljóss frá aðalljósunum sjálfkrafa með því að skyggja svæðið sem umferðin á móti er á til að blinda ekki ökumenn þeirra bíla án þess að skerða lýsinguna fram veginn.

  Sjálfvirkt blikkandi hættuljós að aftan

  Þetta kerfi blikkar hættuljósunum að aftan til að vara ökumenn ökutækja sem aka fyrir aftan bílinn við þegar hætta á aftanákeyrslu er mikil.

  Aftursætisáminning

  Þetta kerfi varar ökumanninn við ef farþegar eða hlutir eru skildir eftir í aftursætinu. Viðvörunin felst í viðvörun á mælaborðinu og hættuljósi og hljóðmerki þegar bílnum er læst utan frá, en þetta tvennt síðarnefnda ræðst þó af því af hvaða gerð bíllinn er.