Skip to Main Content (Press Enter)

Einstakur stíll

Toyota bZ4X sameinar fágað og nútímalegt útlit rafbíls við örugga og kraftmikla sportbílahönnun. Útkoman er rafbíll sem skarar fram úr á öllum vegum og vekur athygli hvert sem hann fer.

Áberandi borgarstíll og aksturseiginleikar sportjeppans

bZ4X hefur sterka nærveru með hönnun sem passar fullkomlega við borgarstíl og afköst sem eru gerð fyrir ævintýri. Með því að sameina fágaða, háþróaða loftaflfræði rafmagnsbílsins og kraft sportjeppans, brýtur bZ4X upp hefðbundnar væntingar.

  • Áberandi hönnun sem grípur augað - einkennandi „hammerhead“-lögun gefa bZ4X kraftmikla og sjálfsörugga ásýnd.
  • Langt hjólhaf og kraftmiklar svartar hjólaklæðningar gefa bZ4X einstakan Sportjeppastíl sem grípur augað.
  • Lágt þak dregur úr loftmótstöðu og gerir aksturinn mjúkan og þægilegan.
Upplýsingaskjár
Stýri
Þægindi
12.3” skjár
Hágæða efnisval
Hannaður fyrir allar ferðir
Ótrúlega rúmgóður

Upplýsingaskjár

Upplýsingaskjár sem staðsettur er í augnhæð sýnir mikilvægar upplýsingar líkt og hraða og stöðu hleðslu.

Stýri

Notendavænir eiginleikar gera þér kleift að einbeita þér að veginum. Snjöll staðsetning á mælum og stýri bæta sýn og stytta viðbragðstíma. Þú sérð mikilvægar upplýsingar án þess að taka augun af veginum.

Þægindi

Snjöll hönnun á ökumannsrými og rúmgott innra rými skapa vandað yfirbragð og tryggir þægindi fyrir alla farþega.

12.3” skjár

12.3” snertiskjárinn sýnir allar mikilvægar upplýsingar á einum stað.

Hágæða efnisval

Lúxus efnisval, áklæði og mjúkir armpúðar skapa hlýlegt innra rými með einstökum þægindum

Hannaður fyrir allar ferðir

Rúmgott fimm sæta farþegarými býður upp á fjölbreytta fyrsta flokks eiginleika sem tryggja að allir farþegar njóti rólegrar ferðar í þægilegu og vönduðu innra rými.

Ótrúlega rúmgóður

Langt hjólhaf gefur þér nægt fóta- og farangursrými, allt að 452 lítrum.

Hannaður fyrir allar ferðir

Ökumannsrými

  • Panoramic glerþak

    Panoramic glerþak gefur bílnum flott útlit og gerir innra rýmið bjart og rúmgott. Rafdrifin skygging ver farþega gegn sólarljósi og hita.