1. Bílar
  2. Connectivity

Tenging hvar og hvenær sem er

Einstök akstursstaða og haganlega innfelldar tæknilausnir gera akstur Toyota bZ4X sérstaklega ánægjulegan. Toyota bZ4X er búinn frábæru margmiðlunarkerfi og Toyota Smart Connect+, til að veita rauntímaupplýsingar um kort og umferð, ásamt uppfærðum upplýsingum um vegi og framboð á bílastæðum, með þráðlausri tækni. 12,3" snertiskjárinn birtir allar mikilvægar upplýsingar á einum stað með raddskipanatækni sem gerir þér auðveldara en nokkru sinni fyrr að einbeita þér að veginum fram undan.

MyT appið

MyT-forritið í snjallsímanum er hannað til að auðvelda þér aksturinn og tryggja þér ótakmarkaða tengimöguleika. Þar geturðu fylgst með hleðslustöðu rafhlöðunnar, tímasett hleðslu og skoðað akstursupplýsingar. Tímasettu keyrslu loftkælingarinnar til að kæla og hita bílinn upp áður en þú leggur í hann.

Þráðlaus hleðsla

Sérhannað geymsluhólf fyrir farsímann með þráðlausri hleðlsu. Gegnsætt lok þýðir að þú missir ekki af neinu.

Opnaðu og læstu bílnum með MyT

Með því að ná í MyT appið getur þú læst/aflæst bílnum án þess að þurfa lykil.

Hitaðu bílinn fyrir brottför

Þú getur forstillt hitastig og tímasett ræsingu loftkælingarinnar í MyT-forritinu, óháð því hversu langt er á milli þín og bílsins.