Nýr Toyota bz4x | Toyota á Íslandi
  1. Bílar
  2. BZ4X

Nýr Toyota bZ4X

Toyota bZ4X er hugvitssamlega hannaður, sparneytinn og kröftugur rafmagnsbíll sem skilar sínu á öllum sviðum. Með traustri og glæsilegri smíði, framúrskarandi drifgetu á öllum hjólum og frábæru drægi skilar Toyota bZ4X þér á öruggan hátt á áfangastað hvert sem ferðinni er heitið. Upplifðu „Go Beyond“-stefnu okkar fyrir rafbíla og njóttu annars konar akstursupplifunar í þessum snjalla rafbíl.

Óviðjafnanlegir aksturseiginleikar

Toyota bZ4X skilar einstaklega þýðum afköstum án útblásturs. Með lágri þyngdarmiðju og jafnvægi í þyngd á fram og afturdrifi býður hann upp á einstakan stöðugleika. Með því að ýta á hnappinn fyrir akstur með einu fótstigi getur þú aukið hraðann og hægt á bílnum með því að nota einungis inngjafarfótstígið, við það eykst einnig endurheimt hemlunarorku.

Vel búinn fyrir allar ferðir

Njóttu framúrskarandi aldrifs. Með XMODE-hnappinum smellirðu í gegnum mismunandi stillingar fyrir hvaða akstursaðstæður sem er. Til þjónustu reiðubúinn við hvaða aðstæður sem er; sama hvort það er snjór, leðja eða háir skaflar og djúpir aurpollar (á innan við 20 km/klst.) Að auki er bíllinn búinn gripstjórn fyrir vandasamari akstur á torfærum leiðum (á innan við 10 km/klst.).

Einstök afköst rafhlöðu

Toyota bZ4X er byggður á arfleifð 25 ára rafhlöðutækni Toyota og býður upp á allt að 500 km drægni á einni hleðslu. Jafnvel eftir 10 ára notkun eða milljón kílómetra keyrslu má vænta þess að rafhlaðan haldi 70%* af upprunalegri afkastagetu sinni.

*Markgildi við þróunarvinnu

Öryggi sem þú getur treyst

Hvert sem förinni er heitið býður Toyota bZ4X upp á alhliða öryggisbúnað fyrir hvaða ferðalag sem er; innanbæjar eða utan. Þar á meðal eru nýjustu Toyota Safety Sense tæknilausnirnar á borð við neyðarhemlunaraðstoð ökumanns (DESA) og þráðlausar uppfærslur (OTA).

Snjalltengt ökumannsrými

Með stórum 12" snertiskjá, framúrskarandi raddstýringu, hnökralausri samþættingu snjallsíma og þráðlausum uppfærslum veitir Toyota Smart Connect aðgang að heilum heimi snjallra tengimöguleika. Fylgstu með hleðslustöðunni, veldu hleðslutíma og fjarstýrðu hitastigi bílsins í gegnum MyT-forritið í snjallsímanum.

Einstakur glæsileiki og fágun

Toyota bZ4X sameinar rennilegt, framúrskarandi yfirbragð rafbíls og traustbyggt og sjálfsöruggt yfirbragð sportjeppa. Útkoman er hugvitssamlegur rafbíll sem stendur sig frábærlega á öllum vegum og vekur athygli hvar sem hann fer.

Stórt og rúmgott farþegarými

Toyota bZ4X er hannaður til að gera akstursupplifun allra farþega enn ánægjulegri og vera rými til samveru þar sem öllum líður vel. Glæsilegt innanrýmið tryggir öllum farþegum fótarými sem er leiðandi í flokki sambærilegra bíla, enda hannað með einstök þægindi og mikið svigrúm í huga.

Taktu frá þinn bZ4X

Toyota bZ4X GX 2WD

• 18'' álfelgur
• Toyota Safety Sense 3+
• LED lýsing í loftklæðningu
• 8" skjár - DAB útvarp
• Hleðslubúnaður 7kW +DC 150kW

Toyota bZ4X GX Plus AWD

• 18'' álfelgur
• Toyota Safety Sense 3+
• Þráðlaus hleðsla fyrir farsíma
• 12,3" skjár - DAB útvarp
• Hleðslubúnaður 7kW +DC 150kW

Toyota bZ4X VX Panorama AWD

• 20'' álfelgur
• Toyota Safety Sense 3+
• Panorama glerþak
• Hiti í fram og aftursætum
• 360° myndavél
• Hleðslubúnaður 7kW +DC 150kW

FRÁTEKTARFERLIÐ Í ÞREMUR SKREFUM

Það er einfalt og öruggt að taka frá Toyota bZ4X á netinu.

01

Stofnaðu aðgang

Stofnaðu aðgang eða skráðu þig inn á Mín Toyota ef þú ert nú þegar með aðgang.
02

Veldu útfærslu

Veldu þér útfærslu sem hentar þér.
03

Staðfestingarpóstur

Við sendum þér staðfestingarpóst með upplýsingum um næstu skref eftir að þú hefur gengið frá frátektinni á vefsíðunni okkar.

Algengar spurningar varðandi frátekt

Toyota bZ4X fer í almenna sölu um mitt árið 2022. Með því að forpanta bíl getur þú verið meðal þeirra fyrstu til þess að komast undir stýri á glænýjum bZ4X. Vinsamlegast athugið að takmarkað framboð er á forpöntunarbílum.

Nei, þú þarft ekki að borga staðfestingargjald til þess að taka frá þinn bZ4X.

Gengið er út frá því að staðfesting á frátekt sé þín leið til þess að sýna fram á kaupvilja en ef þú þarft einhverra hluta vegna að draga pöntun þína til baka þá vinsamlegast sendu póst á netpontun@toyota.is og gefðu upp frátektarnúmerið þitt.

Drægni rafhlöðunnar

Með Toyota bZ4X þarftu aldrei að hafa áhyggjur af drægni. Afkastageta rafhlöðunnar er framúrskarandi og skilar þér áhyggjulausum akstri í allt að 500 kílómetra* (WLTP), hvert sem leiðin liggur.

*Breytileiki í aðstæðum geta haft áhrif á raundrægni s.s. veðurfar og aksturslag

Hleðslutími

Það er einfalt og þægilegt að hlaða bílinn. Þú ekur á raforkunni einni saman og nýtur þess að losa engan útblástur.

Hleðslumöguleikar

  • Hleðsla á hleðslustöðvum

    Þegar þú þarft hleðslu í hvelli er leikur einn að finna næstu hleðslustöð. Rafhlaðan í Toyota bZ4X-bílnum þínum er fullkomlega samhæf við öflugar hleðsustöðvar sem eru opnar almenningi, enda með hraðvirkri 150 kW hleðslugetu, og þú getur því hlaðið drifrafhlöðuna í 80% á 30 mínútum.

  • Heimahleðslustöð

    Þessi hleðslubúnaður er hraðvirkari en heimilisinnstunga. Þú getur fullhlaðið drifrafhlöðuna í Toyota bZ4X á 6,5* til 10 klukkustundum.

    *Nýr 11 kW þriggja fasa innbyggður hleðslubúnaður verður í boði frá október 2022.

Algengar spurningar varðandi hleðslu

Á Toyota bZ4X geturðu ekið allt að 500 km*

* Drægið getur verið mismikið eftir valinni útfærslu einnig geta breytileikar í aðstæðum haft áhrif á raundrægni s.s. veðurfar og aksturslag

Þú getur hlaðið bílinn með heimahleðslustöð, um innstungu á heimili eða á hraðhleðslustöðvum sem finna má víða.

Hleðslan er einföld, þægileg og fullkomlega örugg. Þú notar snúruna sem fylgir með ökutækinu, hvort sem er við hleðslu í innstungu á heimili, heimahleðslustöð eða hraðhleðslustöðvum á almannafæri.


Hleðslutíminn fer eftir aflgjafanum. Á hraðhleðslustöðvum á almannafæri tekur hraðhleðsla aðeins 25 mínútur eða svo. Hleðsla í heimahleðslustöð eða með innstungu á heimili tekur 6,5 til 19 klukkustundir.

Rafknúinn bíll getur sparað þér mikla fjármuni á notkunartímanum. Þú þarft aldrei aftur að kaupa bensín og sérhannaða heimahleðslustöðin er fljótleg og hagkvæm hleðslulausn fyrir heimilið.

Það er grundvallarmunur á Hybrid bíl og rafbíl. Hybrid bíll skiptir á milli rafmótors og bensínvélar og er sjálfhlaðandi, en rafbíll ekur aðeins á rafmagni, þarf að hlaða og losar engan útblástur.

Rafhlöðuknúnu bílarnir okkar eru alveg jafnáreiðanlegir og aðrir bílar frá Toyota. Svo framarlega sem árlegu viðhaldi er sinnt erum við hjá Toyota sannfærð um að rafhlaðan í þínum Toyota bZ4X verði enn í góðu ásigkomulagi og með allt að 90% af upprunalegri afkastagetu sinni eftir 10 ára akstur. Niðurstaðan er algjör hugarró hvað varðar afköst, endingartíma og drægi

Af hverju að velja rafbíl frá Toyota?

Toyota býr yfir meira en 25 ára reynslu af rafvæðinu og er leiðandi í átt að framtíð þar sem allir bílar verða alrafknúnir. Nú þegar eru fleiri en 18 milljónir rafknúinna Toyota bíla á vegum úti og 17 rafknúnar gerðir til að velja úr. Toyota heldur því áfram að skila einstakri nýsköpun sem gerir viðskiptavini um allan heim ánægða. Þökk sé víðtækri reynslu í þróun rafhlöðutækni og skilvirkri stjórnun orkuflæðis geta rafbílar frá Toyota boðið áreiðanlega og varanlega afkastagetu.

Taktu skrefið í átt að engum útblæstri

Skráðu þig á póstlista Toyota bZ og fáðu upplýsingar og nýjustu fréttir sendar í innhólfið þitt um leið og þær berast. Fyrsta gerðin úr Toyota bZ línunni verður fáanleg um mitt árið 2022 og þú vilt ekki missa af henni.