Kostar Toyota Hybrid mikið viðhald?

Algengar spurningar
Nýsköpun sem borgar sig

Við hemlun er rafmótorinn í Hybrid bílnum nýttur sem rafali og hleðsluálag frá honum notað til að hægja ferðina sem gerir það að verkum að bremsuklossar slitna minna. 

Rafmótorinn og rafhlaðan í Hybrid bílnum þarfnast ekki viðhalds og hafa sannað sig sem áreiðanleg tækni. Í Hybrid bíl eru færri viðhaldshlutir en í hefðbundnum bensín bíl. Engin kúpling er til staðar í drifásinni, enginn alternator né alternator reim er í bílnum heldur sér Hybrid kerfið bílnum fyrir 12 volta spennu. Enginn AC-dælureim (loftkæling) er í bílnum, Hybrid kerfið keyrir loftkælingardæluna. Enginn startari er í bílnum en Hybrid kerfið sér um að ræsa vélina.

Þá er enginn hefððbundinn gírkassi eða sjálfskipting í Hybrid bílum en í staðin er Hybrid gírkassi. Inni í honum eru tveir rafmótorar og afldeiligír (e. Power split device) sem tengir aflgjafana þrjá og hjólin saman án þess að nein kúpling komi þar við sögu.

Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.