Vörn á bílinn innan sem utan
Ytra byrði
Að utan myndar ProTect harðan glerhjúp um ökutækið sem ver lakk og hliðarglugga gegn veðri, mengun og öðrum ytri álagsþáttum. Varnarhúðin binst sameindum í lakkinu og endist því lengur en sambærileg efni.
Innra rými
Innra rými bílsins heldur sér betur með vörn sem hrindir frá sér óhreinindum og auðveldar þrif. Með ProTect eru minni líkur á því að blettir myndist í innréttingum, teppum og öðrum tauáklæðum. Efnið hentar sérlega vel í bílum sem þurfa að þola mikið álag frá degi til dags. ProTect er hins vegar ekki notað á leðuráklæði.
Lakkið heldur gjáa sínum lengur
Toyota ProTect lakkvörnin dregur úr rispumyndun og viðheldur upprunalegum lit og gljáa bílalakksins. Auk þess sem auðveldara verður að þrífa bílinn að utan. Toyota ábyrgist að upphaflegur gljái lakksins endist í allt að 5 ár miðað við eðlilegt viðhald og þrif á yfirbyggingu bílsins.
Vörn fyrir álfelgur
Toyota ProTect hefur sambærilegar lausnir til að verja dýrmætar álfelgur gegn hemlaryki og veðrun. Líkt og með lakkvörnina þá auðveldar ProTect þrifin á álfelgunum, dregur úr rispum og viðheldur gljáa þeirra lengur.
- Einstök vörn á dýrmætar álfelgur
- Góð vörn gegn hemlaryki
- Auðveldar þrif á felgum

