



Í lítilli birtu notar árekstrarviðvörunarkerfi Toyota Safety Sense með greiningu gangandi vegfarenda bæði myndavél og ratsjártækni til að greina aðra bíla og gangandi vegfarendur sem verða á vegi bílsins. Ef árekstur er óumflýjanlegur er ökumaðurinn varaður við með hljóðmerkjum og sjónrænum viðvörunum. Ef ökumanninum tekst ekki að bregðast við í tæka tíð eru hemlarnir virkjaðir sjálfkrafa til að forða árekstri eða draga úr höggi. Jafnvel þótt ökumaðurinn bregðist við er viðbótarhemlunarþrýstingi beitt. Auk greiningar gangandi vegfarenda og bíla að kvöldlagi getur kerfið greint hjólandi og gangandi vegfarendur sem verða á vegi bílsins í dagsbirtu.
Árekstrarviðvörunarkerfi Toyota Safety Sense með greiningu hjólreiðafólks notar bæði myndavél og ratsjártækni til að greina hjólandi vegfarendur og aðra bíla á veginum fram undan. Þegar hætta er á árekstri er ökumaðurinn varaður við með hljóðmerkjum og sjónrænum viðvörunum. Ef ökumaðurinn bregst ekki við eru hemlarnir virkjaðir sjálfkrafa. Þótt ökumaðurinn beiti hemlunum eykur kerfið hemlunarþrýstinginn til að koma í veg fyrir eða draga úr árekstri. Auk greiningar hjólreiðafólks og bíla getur kerfið greint gangandi vegfarendur sem verða á vegi bílsins.
Hugvitssamlegur sjálfvirkur hraðastillir Toyota Safety Sense heldur bílnum á stöðugum forstilltum hraða og heldur lágmarksfjarlægð frá næsta bíl fyrir framan. Þegar of stutt er í næsta bíl dregur kerfið sjálfkrafa úr hraðanum og beitir hemlunum ef þörf krefur. Þegar dregur í sundur með bílunum eykur bíllinn hraðann smám saman upp að völdum aksturshraða. Ef hámarkshraðinn breytist greinir kerfið breytinguna gegnum umferðarskiltaaðstoð og varar ökumanninn við til að hann geti minnkað forstilltan aksturshraða með stjórnhnappi á stýrinu.
Með hugvitssamlegum sjálfvirkum hraðastilli Toyota Safety Sense yfir allt hraðasviðið getur bíllinn haldið stöðugum hraða án þess að nota þurfi eldsneytisgjöfina, auk þess að halda forstilltri lágmarksfjarlægð frá næsta bíl fyrir framan. Þegar of stutt er í næsta bíl dregur kerfið úr hraðanum til að viðhalda fjarlægðinni að honum, beitir hemlunum og stöðvar bílinn ef þörf krefur. Ef fjarlægðin eykst fer bíllinn aftur af stað og eykur hraðann og/eða hægir á sér eftir þörfum þangað til umferðin býður upp á að forstilltur aksturshraði sé aftur notaður. Athugaðu að þessi aðgerð er aðeins í boði í bílum með sjálfskiptingu.