Skip to Main Content (Press Enter)
Rafmagnaður fjölskyldubíll

Nýr Toyota bZ4X

Nýr Toyota bZ4X

Sportjeppi fyrir fjölskylduna, rúmgóður með frábærum tæknilausnum.

Væntanlegt

2026
allt að 573km*
AWD með X-Mode
343 Hö (AWD)
*Þessi drægni á við bZ4X GX Plus útfærslu með 73,1 kWh rafhlöðu og 18" felgum. Drægnin byggir á WLTP-mælingu og bíður staðfestingar (samræmingar) áður en endanleg niðurstaða liggur fyrir. 73,1 kWh rafhlaðan vísar til heildarrýmdar rafhlöðunnar.
Afköst
Áhyggjulaus á rafmagni
Nýr Toyota bZ4X er alrafdrifinn og fer lengra en áður. Með aukinni drægni, bættum afköstum og hraðhleðslu hentar hann einstaklega vel fyrir annríkt fjölskyldufólk. Bíllinn er fáanlegur með tveimur rafhlöðustærðum, 57,7 kWh og 73,1 kWh, sem gefur bZ4X bæði drægni og sveigjanleika sem hentar þínum lífsstíl.

Drægni sem opnar nýja möguleika

Framsækin, afkastamikil rafhlöðutækni gefur þér frelsi til að ferðast lengra. Njóttu allt að 573 km drægni á rafmagni. Hleður allt að 22 kW með AC hleðslu og allt að um 150 kW með DC hleðslu.*

*Þessi drægni á við bZ4X GX Plus útfærslu með 73,1 kWh rafhlöðu og 18" felgum. Drægnin byggir á WLTP-mælingu og bíður staðfestingar (samræmingar) áður en endanleg niðurstaða liggur fyrir. 73,1 kWh rafhlaðan vísar til heildarrýmdar rafhlöðunnar.

Hleðsluumhverfi Toyota

  • Rafmagnað sjálfstraust

    Upplifðu öryggi í rafmagnsakstri. Lausnin er samþætt MyToyota appinu og tryggir þér þægilegar og áhyggjulausar ferðir. Hvort sem þú hleður heima með Toyota heimahleðslu eða á ferðinni, hefur það aldrei verið auðveldara að aka á rafmagni.

  • Toyota heimahleðsla er beintengd MyToyota appinu og tryggir þér þægilega og hnökralausa hleðslu heima við.

  • Hleðslustöðvaleiðsögn í margmiðlunarkerfinu sýnir þér allar hleðslustöðvar á leiðinni, sem auðveldar þér að hlaða bílinn á ferðinni.

  • Auðveldaðu þér lífið með tengdum þjónustum í MyToyota appinu. Þú getur tímasett hleðslu eða fylgst með hleðslustöðu, drægni, fjarstýrt hitun og loftkælingu bílsins og margt fleira. 

Snjöll og hraðari hleðsla

Nýja rafhlaðan er hönnuð fyrir hraðhleðslu, hún býður upp á forhitun (preconditioning) sem leiðir til hraðari hleðslu.

*Hægt er að bæta við allt að 100 km drægni með 10 mínútna 150 kW DC hraðhleðslulotu, jafnvel við -10°C, ef forhitun rafhlöðu er virkjuð 40 mínútum fyrir hleðslu.
Fjórhjóladrif
Fullkomin stjórn
Nýr Toyota bZ4X er fáanlegur með fjórhjóladrifi, sem tryggir öruggari og traustari akstur á öllum vegum, við allar aðstæður. Fjórhjóladrifið skilar einstöku gripi og stjórn, sem er sérstaklega gagnlegt í rafbíl sem býr yfir miklum krafti.

Öruggari með X-Mode

X-Mode skilar öflugum afköstum með fullkominni stjórn, sem tryggir kraftmikla og ánægjulega akstursupplifun – sama hvernig veðrið er.

Kraftur sem stenst væntingar

Tog rafmótora í nýja Toyota bZ4X tryggir mjúka og viðbragðsfljóta hröðun, ásamt uppfærðri dráttargetu upp á 1500 kg*.

*Gildið á við um fjórhjóladrifna (AWD) útgáfu, hámarkshraði við drátt er takmarkaður við 105 km/klst.
Hönnun
Fullkomin samblanda hönnunar og nýsköpunar
Frá hátæknilegum framljósum til kraftmikilla hjólaboga endurspeglar örugg hönnun bílsins þá háþróuðu tækni sem liggur að baki.

Nútímaleg hönnun

Nýr bZ4X vekur athygli með glæsilegu útliti sem sameinar góða loftaflfræði og nútímalega hönnun.

Óneitanlega bZ4X

Nýr Toyota bZ4X sker sig úr með kraftmiklli og nútímalegri hönnun. Ljósalína yfir framendan gefur bílnum smart og öðruvísi yfirbragð.

Klár í hvað sem er

 

Útfærslur endurspegla ekki endilega raunverulega drægni. Tæknilýsingar geta verið mismunandi eftir markaðssvæðum.
Innanrými
Nútímalegur og rúmgóður
Slappaðu af í rólegu og þægilegu innanrými Toyota bZ4X. Rýmið er opið og aðlaðandi, með afslöppuðu skipulagi sem hentar einstaklega vel fyrir fjölskyldufólk á ferðinni. Auk þess er bílinn rúmgóður, þannig að allir geta slakað á og notið ferðarinnar.

Náttúruleg birta

Stórt, panorama glerþak hleypir náttúrulegri birtu inn í farþegarýmið.

Hannaður með þig í huga

Nýr Toyota bZ4X lyftir hverri ökuferð upp með hámarks þægindum og notendavænni tækni. Bíllinn er rúmgóður svo allir hafa pláss til að slaka á.

Áhersla á aksturinn

Upplifðu áreynslulausa stjórn með margmiðlunarsnertiskjá og stafrænu mælaborði. Ökumannsrýmið býður einnig upp á stillanlega stemningslýsingu. Í miðju mælaborðsins eru tvö þráðlaus hleðslutæki fyrir snjallsíma og tvö USB tengi.

Rafvæddu framtíðina
Af hverju Toyota?
Rafbílar frá Toyota eru hannaðir til að falla hnökralaust að kröfuhörðum lífsstíl. Auðvelt er að hlaða þá hvar sem er og með MyToyota appinu getur þú forstill hleðslu eða forhitað farþegarýmið. Að auki fylgir 3 ára þjónusta og 7 ára ábyrgð öllum nýjum Toyota bílum sem tryggir þér enn meira öryggi.

Hægt að hlaða hvar sem er

Njóttu þægilegrar heimahleðslu með Toyota heimahleðslu. Á ferðinni geturðu nýtt þér fjölbreyttar almenningshleðslustöðvar sem eru aðgengilegar víða, þannig að þú hefur alltaf möguleika á að hlaða bílinn þinn, hvar sem þú ert.

Auðveld leiðsögn

Margmiðlunarkerfið býður upp á notendavæna leiðsögn sem leggur til hleðslustaði og nýtir forhitun rafhlöðu til að stytta hleðslutíma. Þú getur einnig nálgast upplýsingar um staðsetningu hleðslustöðva í MyToyota appinu.

Hugarró

Viðhaldskerfi fyrir drifrafhlöðu Toyota tryggir að hleðslyrýmd drifrafhlöðunnar haldi að minnsta kosti 70% af upprunalegri afkastagetu í allt að 8 ár eða 160.000 km.*
* Frekari upplýsingar um skilmála má finna á toyota.is.
Spurningum þínum um rafvæðingu svarað

WLTP gildi er byggt á WLTP (Worldwide harmonized Light vehicle Test Procedure) reglugerðinni. Þetta er alþjóðlegur staðall sem Toyota fylgir. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á drægni sem leiða til þess að nákvæmni WLTP minnkar, þar á meðal hraði, yfirborð vegarins, aksturshegðun og umhverfishiti, WLTP gildi fyrir bZ4X er drægni upp á 573 km* (óstaðfest samkv. WLTP) en breytingar á fyrrnefdum atriðum geta dregið úr drægni. Þú getur notað reiknivélina okkar fyrir áætlaða drægni til að setja inn þínar breytur til að áætla þína drægni.

Að velja Eco akstursstillingu eykur skilvirkni og hámarkar drægni, sem og að virkja sjálfvirka Eco stillingu fyrir miðstöðina. Íhugaðu að slökkva á loftkælingu þegar hennar er ekki þörf og mundu að sæta- og stýrishitun er skilvirkari leið til að halda á sér en að hækka í miðstöðinni. Gott er að forstilla hitun í farþegarými meðan bíllinn er enn í hleðslu – það er hægt að gera í MyToyota appinu eða á margmiðlunarskjánum í bílnum. Gakktu úr skugga um að dekkjaþrýstingur sé rétt stilltur; lágur þrýstingur dregur úr drægni. Vetrardekk nota einnig meiri orku á þurrum vegum en sumardekk. Óþarfa þyngd í bílnum eykur orkunotkun, svo fjarlægðu óþarfa hluti úr bílnum. Að lokum er gott að breyta aksturslagi – akstur á jöfnum, hóflegum hraða og að forðast óþarfa hröðun og hemlun hjálpar þér að komast lengra á hverri hleðslu. Þegar þú þarft að breyta hraða, gerðu það mjúklega til að minnka orkunotkun.

Rafbílarnir okkar eru smíðaðir í samræmi við sömu gæða, endingar og áreiðanleikastaðla og aðrir Toyota bílar. Drifafhlaðan í rafbílunum er hönnuð til að endast. Áætlað er að eftir 8 ára notkun eða 160.000 km akstur (hvort sem fyrr kemur) hafi drifrafhlaðan allt að 70% af upprunalegri rýmd sinni, svo framarlega sem árlegu viðhaldi hjá viðurkenndum þjónustuaðila er sinnt.

Hybrid bíll skiptir á milli tveggja aflgjafa, bensínvélar og sjálfhlaðandi Hybrid rafhlöðu. Eins og nafnið gefur til kynna gengur rafbíll eingöngu fyrir raforku. Það er enginn hreyfill og hann notar ekkert eldsneyti, bara rafmagn, og hann gefur engan útblástur frá sér.

Raunveruleg drægni Toyota rafbíla fer eftir mörgum þáttum eins og hitastigi, aksturslagi og notkun loftkælingar. Nýr bZ4X hefur uppgefna allt að 573 km* sakvæmt WLTP mælingum. *Óstaðfest samkv. WLTP

Það er einfalt og þægilegt að hlaða Toyota rafbíl. Þú getur hlaðið þegar þér hentar: heima, á almennings- og vinnustaðabílastæðum eða á ferðinni með hraðhleðslustöðvum. Til að hlaða bílinn heima geturðu notað meðfylgjandi kapal eða venjulegt heimilisinnstungu eða notað uppsetta Toyota heimahleðslu, sem getur hlaðið bílinn úr 10% í 80% á innan við 5 klukkustundum* (11 kW). Stingdu í samband yfir nótt og vaknaðu með fullhlaðna drifrafhlöðu. Fyrir hraðhleðslu á ferðinni eru almennings hleðslustöðvar aðgengilegar um allt land. Með hraðhleðslutæki geturðu hlaðið úr 10% í 80% á um 30 mínútum.* Notaðu hleðslureiknivélina okkar til að fá nánari upplýsingar. *Að hlaða úr 10% í 80% tekur um 30 mínútur með 150 kW DC hraðhleðslu, jafnvel við -10°C ef forhitun rafhlöðu er virkjuð 40 mínútum fyrir hleðslu.

Notaðu forhitun rafhlöðu til að stytta hleðslutíma (DC) hraðhleðslu. Forhitun rafhlöðu getur verið tengd leiðsögn; hún virkist sjálfkrafa þegar þú velur hleðslustöð á leiðarvalinu. Þú getur einnig virkjað forhitun rafhlöðu handvirkt með hnappi á margmiðlunarskjánum, eða tímasett hana fyrir brottför.
Myndir og vörur sem sýndar eru eru til viðmiðunar og bíða staðfestingar. Tæknilýsingar, hönnun, eiginleikar og útlit geta verið mismunandi eftir markaðssvæðum.