Reiðubúin fyrir hið óvænta

Öryggisbúnaður Aygo hefur allt sem þarf til þess að tryggja öryggi þitt og auka sjálfsöryggið við aksturinn.
/
/
/
/
Árekstrarviðvörunarkerfi

Þegar árekstrarhætta greinist kviknar á hljóðviðvörun, sjónrænni viðvörun og hemlunaraðstoð. Takist ökumanninum ekki að bregðast við í tæka tíð eru hemlarnir virkjaðir sjálfkrafa.

LDA-akreinaskynjari

Skynjarinn greinir akreinamerkingar á veginum fram undan og varar ökumanninn við með hljóðmerki og sjónrænni viðvörun ef bíllinn byrjar að aka út úr akreininni án þess að stefnuljós hafi verið gefið.

HAC-kerfi

HAC-kerfið auðveldar þér að taka mjúklega af stað í halla og kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak.

Viðvörunarkerfi fyrir loftþrýsting í hjólbörðum (TPWS)

Kerfið er búið skynjaraloka í hverju dekki sem stöðugt greinir loftþrýsting í hjólbörðum. Kerfið varar þig við þegar loftþrýstingur fellur niður fyrir eðlileg mörk. Með þessu stuðlar kerfið að öruggari akstri, betri nýtingu dekkja ásamt betri eldsneytisnýtingu.

Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.