Þekktasti bíll Toyota er án efa Corolla (AE86) Levin sem var framleiddur um miðjan níunda áratugin. Bíllinn á marga aðdáendur og þegar dyggustu aðdáendur bílsins vísa í bílinn notast þeir við viðurnefnið AE86 eða Hachi-Roku (sem er japanska og þýðir "átta-sex") í stað þess að nota þekkta nafnið, Corolla. En átta-sex er bílakóði sem framleiðendur Toyota nota til að skilgreina bílinn. Þegar Corolla Levin kom á markað voru aðrar tegundir af Corollum og flest allir aðrir farþegabílar annarra bílaframleiðanda framleiddir með framhjóladrifi. Afturhjóladrif var þá einungis að finna í sportbílaútgáfum eins og Levin.