1. Um Toyota
  2. Umhverfisvernd
  3. Umhverfisáskorun 2050

UMHVERFISÁSKORUN TOYOTA

Umhverfisáskorun okkar fyrir árið 2050 var kynnt árið 2015 og hún samanstendur af sex ólíkum áskorunum sem ná til allra þátta fyrirtækisins, vöru- og tækniþróunar á okkar vegum og hlutverks okkar að auðvelda einstaklingum og samfélögum að fræðast um náttúruna og leggja sitt af mörkum í umhverfisvernd.

Áskorunin „Engin losun koltvísýrings úr nýjum bílum“ snýst um að minnka losun koltvísýrings í bílum okkar um 90% fyrir árið 2050, miðað við losunina árið 2010.

Þetta gerum við með því að gera hefðbundna orkugjafa sparneytnari og hvetja til þróunar á bílum með litla eða enga kolefnislosun, þar á meðal Hybrid, Plug-in Hybrid, rafmagnsbílum og vetnisbílum.

Bílar sem nota hreina og umhverfisvæna orkugjafa fara aðeins að hafa veruleg áhrif þegar almenningur byrjar að nota þá í stórum stíl. Þess vegna vinnum við að því að auka framboð þeirra og hvetja til þróunar og uppbyggingar innviða sem styðja við notkun þeirra, svo sem áfyllingar- og hleðslustöðva.

Með áskoruninni „Engin losun koltvísýrings á endingartíma bíla“ viljum við gera meira en að minnka koltvísýringslosun við framleiðslu bílanna sjálfra og akstur viðskiptavina okkar.

Við viljum draga úr losun koltvísýrings við framleiðslu efna og hluta sem við notum og sem hlýst af aðgerðum okkar við vörustjórnun og förgun og endurvinnslu ökutækja að loknum endingartíma þeirra.

Þetta gerum við með því að vinna að umhverfisvænni hönnun sem notar kolefnissnauðari hráefni og færri efnishluta. Við munum nota endurnýjanleg náttúruleg efni í ríkari mæli og auðvelda sundurhlutun og endurvinnslu ökutækja okkar.

Já, ProTect þolir vel hreinsiefni og vaxbón en ekALosun koltvísýrings er ekki einungis bundin við aksturinn; hún á sér einnig stað við framleiðslu bíla í verksmiðjum.

Til að vinna gegn loftslagsbreytingum höfum við gert áætlun um hvernig við getum náð að losa engan koltvísýring í verksmiðjum okkar og einblínt á að bæta þá tækni sem við notum og skipta yfir í umhverfisvænni orkugjafa.

Við munum gera framleiðsluferli okkar skilvirkari og styttri til að minni koltvísýringur myndist. Starfsstöðvar okkar verða orkunýtnari og við munum skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa, svo sem sólarorku og vindorku, og orkugjafa með litla kolefnislosun, til dæmis vetnisorku.ki mössun.

Vatnsþörf heimsins fer sífellt vaxandi og því er afar mikilvægt að sparlega sé farið með hráefnin, til dæmis með því að minnka efnisnotkun við framleiðslu og endurnýta eins mikið og hægt er.

Við höfum þegar byrjað að safna regnvatni á framleiðslustöðum til að verksmiðjur okkar gangi ekki jafn mikið á grunnvatn og vatnsveitur. Einnig höfum við þróað aðferðir til að hreinsa vatn til að við getum notað vatnið oftar en einu sinni eða skilað því öruggu aftur í vatnsveitukerfin.

Þar sem mikill munur er á vatnskerfum á mismunandi svæðum gætum við þess að aðgerðir okkar séu lagaðar að þörfum hvers staðar fyrir sig.

Fólksfjölgun, aukin hagsæld og krafan um þægilegan lífsstíl ganga frekar á náttúruauðlindir en áður og allt þetta leiðir til aukinnar sóunar.

Við viljum byggja upp samfélag sem er til fyrirmyndar hvað varðar auðlindanýtingu og endurvinnslu með því að einblína á fjögur lykilatriði: að nýta umhverfisvæn efni í auknum mæli, hanna og nota hluta sem endast lengur, þróa skilvirkari og víðtækari endurvinnslutækni og nota meira af efni sem er endurheimt við förgun bíla þegar nýir bílar eru framleiddir.

Við búum yfir meira en 40 ára reynslu af nýsköpun og hugmyndavinnu á þessu sviði og erum staðráðin í að ná enn betri árangri í framtíðinni.

Til að vernda náttúruna og bæta umgengni okkar við hana þurfum við að vernda skóglendi og önnur mikilvæg vistkerfi.

Ýmis verkefni, stór og smá og á öllum stigum fyrirtækisins, styðja markmið okkar um að bæta lífsskilyrði með endurræktun skóga, gróðursetningu, grænum borgaráætlunum og öðrum átaksverkefnum, bæði á starfsstöðvum og utan þeirra.

Við munum nýta innsýn okkar í þetta málefni til að taka virkan þátt í að bæta menntun og vitund um umhverfismál til að byggja upp samfélag þar sem fólk býr í samhljómi við náttúruna.