TOYOTA KAUPTÚNI

Viðurkenndur þjónustu og söluaðili Toyota á Íslandi

ÞJÓNUSTA

ÞJÓNUSTUBÍLL

Alla virka daga býður Toyota Kauptúni viðskiptavinum uppá þá þjónustu að aka þeim til vinnu eða heim á meðan á viðgerð bílsins stendur, án endurgjalds. Ennfremur er boðið upp á að sækja viðskiptavinina aftur að viðgerð lokinni.  

Á morgnana fer fyrri þjónustubíllinn af stað upp úr kl. 08:00 og sá seinni um kl. 08:15. Þeir sem koma með bíla sína í þjónustu eftir kl 08:15 geta þurft að bíða eftir að þjónustubílarnir komi til baka.

Þegar viðskiptavinurinn hefur fengið upplýsingar um að bíllinn sé tilbúinn til afhendingar getur hann óskað eftir því að vera sóttur. Hversu langan tíma það tekur fer eftir álagi og staðsetningu viðkomandi. Við reynum að skipuleggja ferðir eins vel og mögulegt er en getum ekki brugðist við öllum beiðnum jafnharðan. Sé viðskiptavinurinn mjög tímabundinn getur verið öruggara fyrir viðkomandi að leita annarra leiða. 

Toyota Kauptúni veitir viðskiptavinum sínum þessa þjónustu endurgjaldslaust.

Hægt er að ná í þjónustubílinn í síma 693 3000

ÞJÓNUSTUVER

Þjónustuver Toyota er opið alla virka daga frá 8:00 - 18:00

Síminn er 570 5000 og netfangið er info@toyota.is

Þar geta Toyota- og Lexuseigendur bókað tíma á verkstæði auk þess er þar sinnt neyðarþjónustu fyrir verkstæði og varahlutaverslun.

TJÓNASKOÐUN

Á málningar- og réttingarverkstæði önnumst við tjónaskoðun og viðgerðir fyrir öll tryggingafélög. Unnið er eftir Cabas kerfinu sem er viðurkennt tjónamatskerfi. Sérhæfing og reynsla tæknimanna ásamt öflugri varahlutaþjónustu tryggja bestu mögulegu viðgerð ef til tjóns kemur. 

Afgreiðslutími tjónaskoðunnar er eftirfarandi: Mánudaga til fimmtudaga 08:00 – 17:00, föstudaga 08:00 – 15:30. 

Tjónaskoðun og mat fer ekki fram á laugardögum. Tímapöntun er í síma 570 5000

AFHENDING BÍLA FYRIR VIÐGERÐIR

Mikilvægt er að ganga vel frá bílnum áður en hann er skilinn eftir hjá Toyota Kauptúni til viðgerðar eða þjónustuskoðunar. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að úr bílnum geti tapast lausamunir á meðan hann er í vinnslu hjá Toyota Kauptúni.


Því er óskað eftir að:

  • Á lyklakippunni sé einungis lykill að bílnum. Fjarlægið því bensínlykla, húslykla og aðra aukahluti af kippunni.
  • Fjarlægðir séu allir lausamunir úr bílnum svo sem, húslyklar, GPS staðsetningartæki, sólgleraugu, fjarstýringar fyrir bílskúrshurðir, radarvarar, ökuskírteini, greiðslukort, raftæki og annað þess háttar.

Toyota Kauptúni ber ekki ábyrgð á ofangreindum hlutum eða öðru því sem á lyklakippunni er eða í bílnum kann að vera.

NEYÐARÞJÓNUSTA

Neyðarsími: 570 5000

Ef neyðarástand skapast og á okkur þarf að halda utan afgreiðslutíma gerum við allt sem í okkar valdi stendur til þess að ráða lausn á vandamálinu.

FRÆÐSLUMYNDBÖND

 

  • MyToyota - Tengja app við margmiðlunartæki
  • My Toyota - Tengja prófíl og bluetooth
  • Hvernig á að gefa Hybrid bíl start?

  • Hvað gerir spíssahreinsir?