TOYOTA SUPRA

SÖGUSLÓÐIR TOYOTA SPORTBÍLANNA (4. HLUTI)

Supra er latneska og þýðir að fara fram úr væntingum eða vera yfir einhvern hafinn og það kom svo sannarlega í ljós að hann ber nafn með réttu en hann er jafnframt þekktasti sportbíll Toyota fjölskyldunnar.

Upphaf Toyota Supra

Árið 1978, á fyrstu framleiðsluárum Toyota Supra var bílinn kallaður Celica XX í heimalandinu og Celica Supra á heimsmarkaði. Bílinn var lengri, breiðari, öflugari og íburðarmeiri afleiða af Celica með mjúkri 6 sílendra vél sem var fullkomin nýjung fyrir markaðinn í Norður Ameríku. Þessi útgáfa af bílnum fékk að lokum heitið: Toyota Supra. 

Toyota Supra kom fyrst á Evrópumarkað árið 1982 og þá með nýju og beittara útliti sem var innblásið af yfirbragði þriðju kynslóðar Toyota Celica. Útlit bílsins var töluvert harðskeyttara en útlit fyrri útgáfa og skartaði nýja útgáfan dramatískum "pop-up" aðalljósum en innihélt hinsvegar sömu öflugu vélina og var í upphaflegu útfærslu bílsins sem var í boði á Ameríkumarkaði. Toyota Supra vakti talsverða athygli og passaði vel inn í 80's menninguna.  

Mikil eftivænting var í aðdraganda þess að fjórða kynslóð Toyota Supra kom á markað árið 1993. Langt tilkomumikið húdd ásamt flæðandi útlínum bílsins líktust einna helst útlínum Toyota 2000GT. Bílinn var gerður úr einstaklega léttum efnivið, efnisþræðir í áklæði voru til að mynda holir að innan til að létta á bílnum og varð það til þess að bíllinn var 100 kg léttari en fyrri útgáfur. Með tilkomu áhrifaríkrar twin-turbóhlaðinnar 3. lítra vél voru afköst bílsins stórkostleg og gaf þessi japanska útgáfa ekkert eftir í krafti miðað við svipaðar útfærslur ítölsku og þýsku ofurbílaframleiðendanna sem voru á markaðnum á þessum tíma.

Toyota Supra fagnað mikilli velgengni í akstursíþróttum á árunum 1995 til ársins 2003. Bílinn tók meðal annars þátt í þekkta Le Mans 24 klukkustunda kappakstrinum, Pikes Peak hill climb kappakstrinum, sem er sagður ekki fyrir lofthrædda auk þess að taka þátt í fjölmörgum innlendum og erlendum mótorsportkeppnum. Auk þess að njóta vinsælda og velgengni í heimi akstursíþrótta þá nýtur Toyota Supra einnig vinsælda meðal viðskiptavina Toyota og bílaáhugamanna um allan heim. Margir þessara áhugamanna hafa lýst því yfir að þeir vonast til að framleiðsla á bílnum verði tekinn upp aftur í nánustu framtíð en bílinn hætti í framleiðslu árið 2003.

KANNAÐU SÖGUSLÓÐIR TOYOTA SPORTBÍLANNA