TOYOTA MR2

SÖGUSLÓÐIR TOYOTA SPORTBÍLANNA (6. HLUTI)

Toyota MR2 sem kom á markað árið 1984 á rætur sínar að rekja til hönnunarverkefnis frá árinu 1976. Markmið verkefnisins var að framleiða skemmtilegan en hagkvæman og jafnframt sparsaman bíl - en það svipar til hugmyndafræðinar á bakvið hönnun Toyota Sport 800. Upprunalega hugmyndin frá árinu 1976 þróaðist í hönnun á sportbíl sem varð upphafið á "midship Runabout 2-seater" eða MR2.

Fyrirfeðarlítil skemmtun

Toyota MR2 var sérstaklega fyrirferðalítill, praktískur, léttur og sportlegur og það sama mátti segja um vél bílsins. Tilfinning ökumanns var líkt og hann væri hluti af bílnum. MR2 var með T-bar þak sem var eitt af því sem gerði hann að áhugaverðum og skemmtilegum bíl. Vélin var staðsett í miðju bílsins og sú tilbreyting hlaut einróma lof fjölmiðla á þessum tíma. Bílinn fékk virtu verðlaunin "Car of the year Japan" eða Bíll ársins árin 1984-85. Bæði nýjar útfærslur sem og eldri framleiðslur á bílum sem eru í boði á japönskum markaði hverju sinni geta hlotið þessi verðlaun.

Rúmum fimm árum eftir að fyrsta útfærsla kom á markað kom önnur útgáfa af bílnum út. Líkt og í fyrri útgáfunni var vélin staðsett í miðju bílsins sem gerði hann skemmtilegan í akstri. Þessi útgáfa átti að höfða til breiðari markhóps, ytra byrði bílsins var stærra, útlitið framandi auk þess sem meiri áhersla var lögð á gæði í hönnun á innra rými en sömu þægindi og akstursánægja hélt sér milli útfærsla. Þessi uppfærsla á MR2 gerði hann eftirsóknarverðari og eftirspurnin var svo mikill að bíllinn var í framleiðlsu og seldist vel í tíu ár eftir að hann kom á markað.   

Þrátt fyrir að þriðja og seinasta útgáfan af bílnum hafi borið sama nafn og fyrstu tvær útfærslur (nema í Japan þar sem bílinn fékk nafnið MR-S) var sú útgáfa talsvert öðruvísi. Ólíkt annari útgáfunni þá var bíllinn minni, léttari og ódýrari og framleiðendur töldu að þessi þriðja útgáfa af MR2 sportbílnum hefði alla burði til að vera vinsæll næstu árin.   

En líkt og hjá Toyota Celica var það minni eftirspurn eftir sportbílum í heiminum sem varð MR2 að falli og árið 2007 var framleiðslu á bílnum hætt. Toyota MR2 hafði mikil áhrif á sögu Toyota sportbílanna og verður seint gleymt eftir að hafa komið á markað í þremur mismunandi útfærslum og verið í framleiðslu í tvo áratugi.

KANNAÐU SÖGUSLÓÐIR TOYOTA SPORTBÍLANNA