1. Sendiherrar

ÍSLENSKIR SENDIHERRAR

ÍSLENSKU SENDIHERRAR OKKAR STEFNA AÐ ÞVÍ AÐ KOMAST Á ÓLYMPÍUMÓT FATLAÐRA OG MEÐ ÞVÍ SÝNA OKKUR AÐ EKKERT ER Í RAUN ÓMÖGULEGT.

KYNNINGARMYNDBÖND

 • Arna Sigríður

  Arna varð fyrir mænuskaða í skíðaslysi. Arna æfir handahjólreiðar af kappi og keppti á síðustu Paralympics leikum/Ólympíumóti fatlaðra og stefnir að því að keppa aftur á næstu Paralympics leikum í París 2024.

 • Róbert Ísak

  Róbert Ísak er keppnismaður í flokki þroskahamlaðra sundmanna. Róbert synti með góðum árangri á síðustu Paralympics leikum/Ólympíumóti fatlaðra og er staðráðinn í því að synda til úrslita á Paralympics í París 2024.

 • Stefanía Daney

  Stefanía er frjálsíþróttakona með einhverfu en hún lætur hana ekki stoppa sig í að láta drauma sína rætast og stefnir á  að taka þátt á Paralympics leikum með þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í París 2024.

 • Patrekur Andrés

  Patrekur byrjaði að missa sjónina fyrir tíu árum og hefur um 5% sjón í dag. Patrekur keppti á síðustu Paralympics leikum/Ólympíumóti fatlaðra og stefnir að því að hlaupa á  Paralympics í París 2024.

HUGSJÓN TOYOTA

Við trúum því heilshugar að hægt sé að ná fram því allra besta sem mannkynið hefur upp á að bjóða í gegnum íþróttir og hreyfingu. Þess vegna erum við stoltir samstarfsaðilar Ólympíuleikanna og Ólympíumóts fatlaðra.   

Ólympíuleikarnir eru stærsta íþróttahátíð í heimi. Þar upplifum við einstakan kraft íþróttanna og sjáum íþróttafólk takast á við áskoranir og veita innblástur sem leiðir til sameiningar meðal keppanda og áhorfenda. Sem alþjóðlegur samstarfsaðili Ólympíuleikanna og Ólympíumóts fatlaðra deilum við sömu hugsjón og viljum hvetja fólk til þess að gera sitt allra besta - finna sín ómögulegu markmið og ná þeim.

Með það að leiðarljósi að stuðla að jákvæð gildi íþrótta verði innleidd á sem flestum sviðum í heiminum erum við í samvinnu við Alþjóðlegu Ólympíunefndina (IOC) og Alþjóðanefnd ólympíumóts fatlaðra (IPC). Með samstarfinu aðstoðum við íþróttafólk að uppfylla drauma sína þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

START YOUR IMPOSSIBLE

 • Arna Sigríður Albertsdóttir

  Handahjólreiðakona

  Arna Sigríður er 33 ára hjólreiðakona sem æfir með Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Arna Sigríður hlaut mænuskaða eftir skíðaslys í Noregi árið 2006, þá aðeins 16 ára gömul. Hún keppti á Paralympics í Tókýó árið 2021 þar sem hún varð ellefta í handhjólreiðum og fimmtánda í götuhjólreiðum í sínum flokki. Hún var auk þess, svo vitað sé, fyrsti mænuskaðaði Íslendingurinn til að fara heilt maraþon. Nú stefnir Arna síðan á að keppa eins mikið og hún getur og auðvitað ná góðum úrslitum til þess að eiga möguleika að komast inn á Paralympics 2024.

  Fylgstu með Örnu á FacebookOpens in new window

 • Róbert Ísak Jónsson

  Sundmaður

  Róbert Ísak Jónsson er keppnismaður í flokki þroskahamlaðra sundmanna. Róbert komst á sína fyrstu Paralympics í Tokyo 2021 og náði þar að synda í úrslitum og bestum árangri náði hann þegar hann hafnaði í 6. sæti í bæði 200m fjórsundi og 100m flugsundi. Róbert hefur æft alla tíð hjá uppeldisfélaginu sínu Firði sem er íþróttafélag fyrir fatlaða í Hafnarfirði. Með auknum árangri hóf hann að æfa einnig með Sundfélagi Hafnarfjarðar í Ásvallalaug. Róbert er hress og léttur í skapi að eðlisfari og mjög einbeittur að því að ná hámarks árangri í sundgreininni og stefnir ótrauður að ná lágmörkum fyrir þátttöku í Paralympics í París 2024. 

  Fylgstu með Róberti á FacebookOpens in new window

  Instagram: robbishark

 • Patrekur Andrés Axelsson

  Frjálsíþróttamaður

  Patrekur Andrés er 29 ára blindur frjálsíþróttamaður og keppir í flokki T11. Patrekur Andrés æfði knattspyrnu upp alla yngri flokka Leiknis í Reykjavík en sjón hans hóf að hraka fyrir nokkrum árum síðan og er nú svo komið að hann er nær alblindur. Hann hóf að æfa frjálsar íþróttir fyrir 9 árum síðan en hefur nú keppt á fjölmörgum stórmótum þ.á.m. á sjálfum Paralympics leikum/Ólympíumóti fatlaðra árið 2021. Næsta markmið Patreks er HM í París á næsta ári þar sem áherslan verður á 400 metra hlaup. Til að æfa og keppa þarf Patrekur Andrés aðstoðarmann sem hleypur við hlið hans.

  Fylgstu með Patrek á Facebook

 • Stefanía Daney Guðmundsdóttir

  Frálsíþróttakona

  Stefanía Daney er 25 ára þroskahömluð frjálsíþróttakona fædd og búsett á Akureyri hvar hún æfir með Íþróttafélaginu Eik. Stefanía Daney byrjaði að æfa frjálsar íþróttir af krafti ung að árum og hefur tekið stórstígum framförum og er í dag fremsta frjálsíþróttakona Íslands í röðum þroskahamlaðra sem kallast flokkur T20 og margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi. Hún varð á árinu 2022 þrefaldur Norðurlandameistari í 100 og 200 metra hlaupi sem og einnig langstökki sem er hennar aðalgrein. Næsta markmið Stefaníu Daneyjar er þátttaka á HM á næsta ári þar sem áherslan verður á langstökk.

  Fylgstu með Stefaníu á Facebook