1. Söguslóðir Toyota sportbílanna
  2. Corolla

TOYOTA COROLLA

SÖGUSLÓÐIR TOYOTA SPORTBÍLANNA (5. HLUTI)

Toyota Corolla er þekktasti fjölskyldubíll Toyota og mest seldi bíll í heiminum - Flestir myndu ekki telja Corolluna sem hluta af sportbílasögunni en staðreyndin er sú að Toyota hefur framleitt Corollur sem hafa notið mikilla vinsælda meðal sportbílaunnenda.

Nýjungar með tilkomu Corolla

Þekktasti bíll Toyota er án efa Corolla (AE86) Levin sem var framleiddur um miðjan níunda áratugin. Bíllinn á marga aðdáendur og þegar dyggustu aðdáendur bílsins vísa í bílinn notast þeir við viðurnefnið AE86 eða Hachi-Roku (sem er japanska og þýðir "átta-sex") í stað þess að nota þekkta nafnið, Corolla. En átta-sex er bílakóði sem framleiðendur Toyota nota til að skilgreina bílinn. Þegar Corolla Levin kom á markað voru aðrar tegundir af Corollum og flest allir aðrir farþegabílar annarra bílaframleiðanda framleiddir með framhjóladrifi. Afturhjóladrif var þá einungis að finna í sportbílaútgáfum eins og Levin.

AE86 var sannkallaður draumabíll áhugaökumannsins. Bílinn var með afturhjóladrifi og lágum undirvagi ásamt snúningshraðri og töfrandi 1,6-lítra DOHC vél sem framleiddi 124 hestöfl. AE86 útfærslan af Corolla varð fljótt vinsæl meðal atvinnumanna í kappakstri og mótorsporti sem leituðust eftir skemmtilegum, áreiðanlegum og hröðum bíl með afturhjóladrif. 

Bíómyndir og drifting (skrens) leiddi meðal annars til þess að AE86 útfærslan af Corollunni varð jafn þekkt og raun ber vitni. Japanska kappaksturgoðsögnin Keiichi Tsuchiya valdi til dæmis að keyra bílinn í drifting-keppnum vegna framúrskarandi jafnvægis og vegna þess hversu vel hann lét að stjórn. En þekktasta útfærslan af AE86 er líklega hvítur og svartur AE86 bíll sem kom fram í kvikmyndinni "Initial D" árið 1995. En myndin fjallaði um Takumi Fujiwara, sem starfaði sem sendill á daginn en drift kóngur á kvöldin og bílinn sem hann valdi að keyra var að sjálfsögðu hinn margrómaði Toyota Corolla AE86 Levin.

 

 

GTi ár Corollunnar

Árið 1989 kom út ný útgáfa af sportlegri Corolla sem fékk nafnið Corolla GTi. Á þessum tíma voru sportlegir fólksbílar með kraftmikilli vél, sportfjöðrun og harðskeyttu útliti gífurlega vinsælir og Corolla GTi var svo sannalega einn af þeim.

Corolla GTi var með samstillta 1587cc vél sem var svipuð og vélin sem mátti finna í Corolla AE86 Levin. Vélin var með beinni innspýtingu og var 130 DIN hestöfl og veitti kröftuga svörun. Með samstilltri vélinni og léttri heildarþyngd bílsins (1075 kg) voru afköst bílsins stórkostleg (miðað við afköst samskonar bíla á þessum tíma). Bíllinn var undir 9 sekúndum að ná 100km/klst og hámarkshraði bílsins var í kring um 200 km/klst.

Til að takast á við aukinn kraft bílsins og veita betri akstursupplifun var fjöðrun bílsins uppfærð og voru allar fjórar bremsur bílsins loftkældar til að hámarka virkni þeirra. Þá sýndu sportlegur fremri hluti og vindskeið að aftan, hliðarlistar og áberandi GTi merking á ytra byrði bílsins ásamt bólstruðum sportsætum fram á það að Toyota Corolla GTi var enginn venjuleg Corolla heldur alvöru sportbíll.

KANNAÐU SÖGUSLÓÐIR TOYOTA SPORTBÍLANNA