Vetni - eldsneyti framtíðarinnar | Toyota á Íslandi
  1. Vetni - eldsneyti framtíðarinnar

VETNI FYRIR ALLA

ELDSNEYTI FRAMTÍÐARINNAR

Vetnisbílar eru í raun næsta kynslóð rafbíla. Þessi nýja tækni er knúin með efnahvarfi á milli vetnis og súrefnis í efnarafölum í stað bruna jarðefnaeldsneytis. Efnarafalar voru upphaflega þróaðir til að knýja geimför en hafa í dag fjölbreyttari notkunarmöguleika.

FJÖLGUN VETNISSTÖÐVA Í EVRÓPU

 
 

Verkefnið Hydrogen Mobility Europe (H2ME) er viðamikið verkefni þar sem stefnt er að fyrsta samevrópska neti vetnisáfyllingarstöðva. Hér er um að ræða stórt skref í átt að vetnissamfélaginu þar sem ökumenn vetnisknúinna bíla öðlast mun greiðari aðgang að áfyllingarstöðvum.

Markmið H2ME-verkefnisins er að sýna fram á að vetnisbílar, áfyllingarstöðvar og framleiðslutækni eru bæði tæknilega og rekstrarlega ákjósanlegir valkostir með því að stækka til muna vetnisbílaflota Evrópu.

Frekari upplýsingar

Þetta verkefni er fjármagnað af Fuel Cells and Hydrogen 2 Joint Undertaking (FCH JU) samkvæmt samkomulagi nr. 671438 og nr. 700350. FCH JU fær stuðning frá Horizon 2020, rannsókna- og þróunaráætlun Evrópusambandsins, New European Research Grouping on Fuel Cells and Hydrogen („N.ERGHY“) og Hydrogen Europe.