Affelgun
1. Hleypið öllum loftþrýstingi úr hjólbarðanum
2. Losið ventilinn úr felgunni og látið hann detta inn í hjólbarðann áður en hann er losaður af felgunni
3. Pressið dekkið af felgunni
Hafið fjarlægðina (A) á mynd, 10-20 mm þegar hjólbarðinn er pressaður af felgunni
Ásetning
1. Gæta þarf að staðsetningu ventilsins með skynjaranum þegar byrjað er að setja hjólbarðann á felguna.
Staðsetjið ventilinn á skyggða svæðinu miðað við felgujárnið á umfelgunarvél.
Ef ventillinn er utan þessa svæðis þegar hjólbarðinn er settur á felguna getur felgujárnið lent á honum og eyðilagt. Gætið þess einnig að hjólbarðinn rekist ekki í skynjarann þegar seinni kantur hans er settur á felguna.
Ef notuð er sápa eða annað sleipiefni við ásetningu hjólbarða skal gæta þess að smyrja því ekki á skynjarann.
2. Notið alltaf nýja pílu með rauðri þéttingu og ventilhettu úr plasti (ekki járni).
3. Gæta verður þess að skynjarar séu alltaf í sömu hjólum og þeir voru áður þ.e. skynjari sem var í hægra framhjóli sé áfram í hægra framhjóli o.s.frv. eftir að búið er að skipta um dekk.