AdBlue™

Dísilútblástursvökvi

Helstu upplýsingar um AdBlue™

Hvað er AdBlue™?

Dísilvélar þurfa nú að uppfylla stranga NOx-staðla til að hjálpa til við takmörkun loftmengunar. Æskilegasta aðferðin er að sprauta mjög hreinum vökva sem kallast dísilútblástursvökvi (AdBlue™) inn í útblásturskerfi ökutækja.

AdBlue™ virkar hnökralaust án þess að hafa nokkur áhrif á afköst vélarinnar - akstursupplifunin þín mun vera nákvæmlega jafn góð og áður.

Hvað gerir AdBlue™?

Hvað gerir AdBlue™?

Þegar ökutæki notar AdBlue™ er köfnunarefnisoxíði sem dísilvélin framleiðir breytt í köfnunarefni og gufu. Þetta dregur verulega úr losun skaðlegs köfnunarefnisoxíðs, sem er stór orsakavaldur mengunar í andrúmslofti.
AdBlue™ er hannað til að draga úr losun á köfnunarefnisoxíði og með því hjálpa til við að vernda umhverfið.

Er AdBlue™ skaðlegt?

AdBlue™ er skaðlaust efni og mjög einfalt í notkun. Það er hvorki eldsneyti né bætiefni fyrir eldsneyti heldur einföld en árangursrík karbamíðslausn. Efnið skal aðeins setja í þar til gerðan geymi á ökutækinu og fylla skal á hann þegar þörf krefur. Nauðsynlegt er að fylla á geyminn áður en hann tæmist því án þess gengur ökutækið ekki.

Mikilvæg viðvörunarskilaboð

Ástand
Texti á upplýsingaskjá
Viðvörunarljós
Áfylling af AdBlue™
1. LÍTIÐ AF AdBlue™ (Tilkynning)

AdBlue LEVEL LOW

FILL UP AdBlue 

in 2400km 

SEE OWNER'S

MANUAL

 ad-blue-ljos-165x137
ein-flaska-165x137
2. LÍTIÐ AF AdBlue™ (Viðvörun)

AdBlue LEVEL LOW

NO START

IN 800km!

FILL UP AdBlue 

SEE OWNER'S

MANUAL

ad-blue-ljos-165x137

thryhyrningur-156x137

ein-flaska-165x137
3. AdBlue™ TÓMT
(Ekki hægt að endurræsa vél)

AdBlue EMPTY

UNABLE TO

RESTART ENGINE

FILL UP AdBlue 

SEE OWNER'S

MANUAL

ad-blue-ljos-165x137

thryhyrningur-156x137
tvaer-floskur-165x137


1. Láttu viðurkenndan söluaðila, verkstæði Toyota eða annan fagaðila fylla á AdBlue™
2. Þegar AdBlue™ viðvörunarljósið sýnir stöðuna LOW þarf ökumaður að bæta við 1 flösku af AdBlue™ og láta fylla á það hjá viðurkenndu verkstæði.
3. Þegar AdBlue™ viðvörunarljósið sýnir stöðuna EMPTY þarf ökumaður að bæta við 2 flöskum af AdBlue™ til að gangsetja vélina og láta fylla á það hjá viðurkenndu verkstæði.

Hvernig er fyllt á AdBlue™?

Þú getur sjálf(ur) fyllt á AdBlue™, en við mælum með að þú leitir aðstoðar hjá viðurkenndum sölu- eða þjónustuaðila Toyota.

Skref 1

1. Tryggðu að ökutækið sé á sléttu undirlagi, dreptu á vélinni og opnaðu síðan vélarhlífina.

Skref 2

2. Opnaðu lokið á AdBlue™ geyminum.

Skref 3

3. Stingdu inn flösku af AdBlue™ og hertu hana að fullu.

Skref 4

4. Ýttu á botn flöskunnar. Áfylling á AdBlue™ hefst. Fylltu hægt á AdBlue™ svo að ekki hellist niður. Fjarlægðu ekki flöskuna fyrr en hún er orðin tóm.

Skref 5

5. Gakktu úr skugga um að ekkert AdBlue™ sé eftir í flöskunni og fjarlægðu hana síðan. Þegar staða AdBlue™ er tóm skaltu endurtaka skref 3-5 þar til um það bil 3,8 lítrum eða meira af AdBlue™ hefur verið bætt við.

Skref 6

6. Lokaðu lokinu á AdBlue™ geyminum. Snúðu lokinu þangað til þú heyrir smell og athugaðu hvort vélin fari í gang – þetta getur tekið fáeinum sekúndum lengur en venjulega.

(sjá myndskýringar í bækling)

Eftirfarandi skal hafa í huga þegar fyllt er á AdBlue™*

  • Ekki nota aðra karbamíðslausn en AdBlue™.
  • Ef AdBlue™ er bætt við hraðar en sem nemur 3 lítrum á mínútu getur AdBlue™ flætt upp úr áfyllingaropinu. 
  • Ekki nota áfyllingarbúnað sem er í boði á bensínstöðvum eða annars staðar þar sem búnaðurinn mun bæta við meira en 3 lítrum af AdBlue™ á mínútu.  
  • Ef AdBlue™ kemst í snertingu við yfirborð ökutækisins skal þvo viðkomandi svæði umsvifalaust með vatni.
  • Ef AdBlue™ hellist niður inni í vélarrými skal þurrka það strax með blautum klút.

*Sé það ekki gert gæti það valdið skemmdum á hlutum ökutækisins, lakki o.s.frv

Mikilvægt við geymslu á AdBlue™

Eftirfarandi er mikilvægt að hafa í huga við geymslu á AdBlue™*
  • Skildu ekki AdBlue™ eftir inni í ökutækinu. 
  • Lokaðu ílátum með AdBlue™ vel og geymdu þau á köldum, þurrum stað með góðri loftræstingu þar sem sól skín ekki beint á þau.

*Sé það ekki gert gæti það valdið skemmdum á hlutum ökutækisins, lakki o.s.frv. og breytingar á efnablöndu AdBlue™ geta valdið vondri lykt.