„Þessi verðlaun eru okkur mikils virði og starfsfólki okkar góð hvatning. Stofnendur fyrirtækisins sýndu mikla framsýni í umhverfismálum og hófu stuðning við skógrækt fyrir tæpum þremur áratugum. Með því var lagður grunnurinn að þeirri umhverfisstefnu sem við fylgjum í dag.
Toyota styður enn við skógrækt og við höfum fylgt því eftir með stuðningi við endurheimt votlendis. Öll erum við á sama báti og berum saman ábyrgð á umhverfi okkar. Þetta á jafnt við um daglegt líf einstaklinga, starfsemi fyrirtækja og stefnumörkun opinberra aðila. Við hjá Toyota höfum verið með alþjóðlega umhverfisvottun í 10 ár og högum starfsemi okkar samkvæmt þeim ströngu viðmiðunum sem þar eru settar. Sá rammi utan um starfsemina sem vottunin setur er öflugt tæki til að takast á við þær áskoranir í umhverfismálum sem blasa við á hverjum degi.“
Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi
