Markmið þjálfarans
- Að tryggja að nýjum starfsmanni líði sem best fyrstu dagana í starfi.
- Stuðla að því að nýr starfsmaður aðlagist starfi sínu og fyrirtækinu fljótt og vel.
- Nýr starfsmaður finni eins fljótt og auðið er til öryggis gagnvart vöru og þjónustu sem fyrirtækið veitir.
- Skapa jákvæð tengsl við vinnustaðinn frá byrjun.
- Lækka starfsmannaveltu sem að jafnaði er mest á fyrstu mánuðunum í starfi.
- Stytta tímann sem starfsmenn og stjórnendur þurfa að verja í að upplýsa nýjan starfsmann um starfið og fyrirtækið.