
- Áskorun
- Stöðugar framfarir
- Þekkingarleit (Genchi Genbutsu)
- Virðing
-
Samvinna
Nýir starfsmenn sem hefja störf hjá Toyota Kauptúni, fá úthlutaðan þjálfara sem þjálfar starfsmennina uppí stöfin. Þjálfarinn og hans þátttaka í að taka á móti nýjum starfsmanni og þjálfa hann upp í starfi er liður í því að byggja upp gegnsæja og heilsteypta fyrirtækjamenningu. Þjálfunin felst í því að þjálfa nýja starfsmenn á markvissan hátt í starfið sem og að kynna þeim fyrirtækið þegar þeir hefja störf.
Lesa meira um þjálfarann
Toyota er umhugað um heilsu starfsmanna sinna. Heilsustefna Toyota skiptist í heilsuvernd og vinnuvernd. Toyota býður starfsfólki sínu meðal annars uppá fríar bólusetningar, líkamsræktarstyrki og niðurgreiðslu á sálfræði og geðlæknakostnaði. Heilsustefnan stuðlar að betri líðan sem gefur betri og jákvæðari starfsmann sem að lokum skilar sér í betri þjónustu til viðskiptavina okkar.
Lesa meira um heilsustefnu Toyota
Toyota á Íslandi og Toyota Kauptúni hefur fengið faggilda vottun samkvæmt hinum alþjóðlega ISO 14001 umhverfisstaðli, fyrst íslenskra bílaumboða.
ISO 14001 umhverfisstaðallinn er stöðugt ferli sem allir starfsmenn Toyota tileinka sér til að tryggja bestu nýtingu auðlinda á öllum sviðum fyrirtækisins, með það að leiðarljósi að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi fyrirtækisins.
Hluti umhverfisstefnu Toyota er stuðningur við ýmis samfélagsleg verkefni á sviði umhverfismála. Toyota hefur meðal annars stutt dyggilega við íslenska skógrækt allt frá árinu 1990 og í samstarfi við umhverfissamtökin Bláa Herinn hafa hundruð tonna af rusli og úrgangi verið hreinsuð úr náttúrunni víða um land.
Það er markmið Toyota að vera leiðandi á sviði umhverfismála meðal fyrirtækja í bílgreinaiðnaði og ISO 14001 umhverfisvottun er okkar leið til að halda okkur við efnið í baráttuni fyrir bættri umgengni við náttúru og umhverfi.
Lesa meira um umhverfisáskorun Toyota
Lykilinn að velgengi Toyota er að búa yfir áhugasömu og duglegu starfsfólki sem er tilbúið að veita viðskiptavinum okkar afburða þjónustu. Hér getur þú skoðað mynbönd þar sem starfsfólk deilir sinni upplifun á vinnustaðnum.