TOYOTA PROFESSIONAL - FYRIRTÆKJALAUSNIR

TOYOTA KAUPTÚNI

ALHLIÐA LAUSN FYRIR ÞITT FYRIRTÆKI

 

Toyota vinnur með fyrirtækjum að heildarlausnum í bílamálum. Allt frá sölu, leigu eða endurkaupum á bílum, alhliða viðgerðum og viðhaldi ásamt sölu á auka- og varahlutum.  Fyrirtæki sem notast við bíla í rekstri vita mikilvægi hagkvæmni við umsýslu bílanna. Bilanatíðni á að vera í lágmarki og nauðsynlegt er að hægt sé að útvega varahluti og þjónustu hratt og örugglega. Fyrirtækjum sem vilja stuðla að lágu kolefnaspori standa til boða vistvænir bílar úr Hybrid línu Toyota. Síðast en ekki síst þurfa ökutækin að vera endingagóð og uppfylla ströng skilyrði varðandi aðbúnað og öryggi ökumanns.

Hvernig bíl má bjóða þér?

POST https://dxp-webcarconfig.toyota-europe.com/v1/model-filter-results/is/is?sortOrder=modelIndex&carType=7d14e17f-7c33-4321-a8d1-0222ded31d34

Nýr Proace Max er væntanlegur

Ekkert verk er of stórt fyrir Proace Max. Með skilvirkum raf- eða dísilaflrásum, úrvali yfirbygginga og mismunandi lengda getur þú sett saman hinn fullkomna sendibíl fyrir þig.
Meira um Proace Max

MÖGULEIKAR Í FJÁRMÖGNUN

 

Fyrirtækjum og rekstraraðilum standa ýmsir möguleikar í boði í fjármögnun. Hér má sjá þær leiðir sem Fyrirtækjalausnir bjóða uppá. Nánari upplýsingar um fjármögnun veita starfsmenn fyrirtækjalausna.

01

Flotaleiga Toyota

Flotaleiga Toyota býður hagstætt mánaðargjald í 12, 24 eða 36 mánuði. Einföld yfirsýn yfir hvað bíllinn kostar mánaðarlega, kemst hjá ófyrirséðum kostnaði og getur valið leigutíma sem hentar.
02

Bílalán/bílasamningur

Helstu fjármögnunarfyrirtækin bjóða upp á bílalán og bílasamning allt að 7 árum.
03

Rekstrarleiga

Toyota býður upp á rekstrarleigu til fyrirtækja í samstarfi við lánafyrirtæki.
  • Flotaleiga

    Fyrirtæki sem þurfa á bifreiðum að halda vita hversu mikilvægt er að viðhalda hagkvæmni í rekstri flotans. Við bjóðum uppá langtímaleigu sem hentað getur fyrirtækjum sem ekki vilja eignast bílinn heldur leigja gegn fyrirfram ákveðnu gjaldi. Hafðu samband við starfsmenn fyrirtækjalausna fyrir nánari upplýsingar

  • Þjónustusamningar

    Fyrirtækjalausnir Toyota býður viðskiptavinum sínum uppá þjónustusamning vegna flotakaupa sem inniheldur forgang á almenna verkstæðið sem og málningar-og réttingarverkstæðið, lánsbíl á móti bíl sem kemur í þjónustu til okkar, afslátt af varahlutum og þjónustu sem við á. Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.

Hafðu samband 

Hlynur Ólafsson - Sölustjóri fyrirtækjalausna

Beinn sími: 570 5158
Farsími: 693 3005
hlynur.olafsson@toyota.is

 

 

 

Guðmundur Rúnar Ingvarsson - Ráðgjafi fyrirtækjalausna

Beinn sími: 570 5157
Farsími: 863 3993
gudmundur.ingvarsson@toyota.is

 

 

 

 

Hvernig getur þjónusta Toyota Professional hjálpað þér?

Hvort sem þig vantar bíl, tryggingar, hraðþjónustu eða vegaaðstoð þá er Toyota Professional þinn samstarfsaðili. Alhliða þjónustuúrval okkar er hér til að svara öllum þínum viðskiptaþörfum.
  • Toyota hraðþjónusta

    Reglulegt viðhald er lykilatriði til að hámarka endingu bílsins og öryggi farþeganna. Hraðþjónustan sinnir meðal annars:  - bilanagreiningum  - smurþjónustu - peruskiptum - smærri viðgerðum. Viðskiptavinir geta í flestum tilfellum beðið á meðan þjónustunni er sinnt eða fengið afnot af bíl hjá Toyota Professional ef það hentar betur. Ef upp koma verkefni sem ná út fyrir ramma hraðþjónustu veitir starfsfólk leiðbeiningar um aðra lausn.

  • Ökutæki Toyota Professional eru eins áreiðanleg og mögulegt er. En vandamál geta komið upp, sérstaklega þegar veður eru slæm eða vegir ekki upp á sitt besta. Þess vegna bíður Toyota Professional 12 mánaða vegaaðstoð með öllum nýjum og notuðum keyptum bílum 365 daga ársins. *Ath vegaaðstoðin gildir eingöngu fyrir bíla keypta 1. júlí 2023 eða síðar. Hafðu samband við vegaaðstoð í síma 5 112 112

  • Ekki hafa áhyggjur af því að vera bíllaus. Toyota Professional sér til þess bjóða uppá fjölbreytt úrval af bílum ef eitthvað kemur uppá eða ef bíllinn þarf að fara á verkstæði.

  • Til viðbótar við frábæra þjónustu og góða tryggingu býðst viðskiptavinum Toyota trygginga eftirfarandi þjónusta aukalega*: - Afnot af bílaleigubíl - Viðurkenndir Toyota varahlutir - Bílaþrif. Hafðu samband og við tryggjum þig rétt - info@toyotatryggingar.is. *Á einungis við ef viðgerð fer fram í gegn um viðurkenndan þjónustuaðila Toyota og ef um kaskótjón er að ræða.

  • Þjónusta til þriggja ára fylgir öllum nýjum bílum.

  • Sjö ára ábyrgð (3+4) fylgir öllum nýjum Toyota bílum sem fluttir eru inn af Toyota á Íslandi ehf. Toyota hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi, allt frá stofnun fyrirtækisins, að búa að langtímasambandi við viðskiptavini sína og er sjö ára ábyrgðin mikilvægur þáttur í að styrkja frekar þau bönd sem til staðar eru.

  • Toyota Relax ábyrgð veitir öllum fyrirtækjum hugarró sem hægt er að treysta. Frá 1. júlí 2021 býður Toyota á Íslandi eigendum Toyota bifreiða sem fluttar eru inn af Toyota á Íslandi upp á þann kost að framlengja ábyrgðina á viðkomandi bifreiðum um 12 mánuði / 15.000 km (20.000 km í tilviki Proace) í senn – hvort sem fyrr kemur – eftir að 5 ára eða 7 ára ábyrgð frá innflutningsaðilanum er útrunnin eða í þann mund að renna út. Það eina sem eigandi bifreiðarinnar þarf að gera er að koma með hana í þjónustuskoðun hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota á Íslandi. Toyota Relax er í boði þar til Toyota bifreið hefur náð 10 ára aldri eða verið ekin 200.000 km eða meira – hvort sem fyrr kemur.

GÆÐI OG GÓÐ ÞJÓNUSTA

 

Toyota stendur fyrir gæði og góða þjónustu sem er landsmönnum að góðu kunn. Í vörulínu Toyota má finna margar hentugar lausnir fyrir fyrirtæki allt frá Aygo smábílum upp í lúxusbíla og hafa þeir reynst einstaklega vel við íslenskar aðstæður. Bilanatíðni þeirra er með því lægsta sem gerist og Toyota er einnig þekkt fyrir gott endursöluverð.
 
Með tilkomu Proace línunar sem hefur meðal annars allt að níu manna fólksflutningabíl hefur framboð öflugra atvinnubíla aldrei verið betra hjá Toyota. Einnig bjóðum við upp á langtímaleigu sem hentað getur fyrirtækjum sem ekki vilja eignast bílinn heldur leigja gegn fyrirfram ákveðnu gjaldi.