1. Viðurkenndir þjónustuaðilar
  2. Toyota Kauptúni
  3. Fyrirtækjalausnir

FYRIRTÆKJALAUSNIR TOYOTA

TOYOTA KAUPTÚNI

ALHLIÐA LAUSN FYRIR ÞITT FYRIRTÆKI

 

Toyota vinnur með fyrirtækjum að heildarlausnum í bílamálum. Allt frá sölu, leigu eða endurkaupum á bílum, alhliða viðgerðum og viðhaldi ásamt sölu á auka- og varahlutum.  Fyrirtæki sem notast við bíla í rekstri vita mikilvægi hagkvæmni við umsýslu bílanna. Bilanatíðni á að vera í lágmarki og nauðsynlegt er að hægt sé að útvega varahluti og þjónustu hratt og örugglega. Fyrirtækjum sem vilja stuðla að lágu kolefnaspori standa til boða vistvænir bílar úr Hybrid línu Toyota. Síðast en ekki síst þurfa ökutækin að vera endingagóð og uppfylla ströng skilyrði varðandi aðbúnað og öryggi ökumanns.

Hvernig bíl má bjóða þér? 

 
Kynntu þér úrval atvinnubíla Toyota

MÖGULEIKAR Í FJÁRMÖGNUN

 

Fyrirtækjum og rekstraraðilum standa ýmsir möguleikar í boði í fjármögnun. Hér má sjá þær leiðir sem Fyrirtækjalausnir bjóða uppá. Nánari upplýsingar um fjármögnun veita starfsmenn fyrirtækjalausna.

01

Flotaleiga Toyota

Flotaleiga Toyota býður hagstætt mánaðargjald í 12, 24 eða 36 mánuði. Einföld yfirsýn yfir hvað bíllinn kostar mánaðarlega, kemst hjá ófyrirséðum kostnaði og getur valið leigutíma sem hentar.
02

Bílalán/bílasamningur

Helstu fjármögnunarfyrirtækin bjóða upp á bílalán og bílasamning allt að 7 árum.
03

Rekstrarleiga

Toyota býður upp á rekstrarleigu til fyrirtækja í samstarfi við lánafyrirtæki.

Flotaleiga

Fyrirtæki sem þurfa á bifreiðum að halda vita hversu mikilvægt er að viðhalda hagkvæmni í rekstri flotans. Við bjóðum uppá langtímaleigu sem hentað getur fyrirtækjum sem ekki vilja eignast bílinn heldur leigja gegn fyrirfram ákveðnu gjaldi. Hafðu samband við starfsmenn fyrirtækjalausna fyrir nánari upplýsingar

Þjónustusamningar

Fyrirtækjalausnir Toyota býður viðskiptavinum sínum uppá þjónustusamning vegna flotakaupa sem inniheldur forgang á almenna verkstæðið sem og málningar-og réttingarverkstæðið, lánsbíl á móti bíl sem kemur í þjónustu til okkar, afslátt af varahlutum og þjónustu sem við á. Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.

Hafðu samband 

Hlynur Ólafsson - Sölustjóri fyrirtækjalausna

Beinn sími: 570 5158
Farsími: 693 3005
hlynur.olafsson@toyota.is

 

Jón Vikar Jónsson - Söluráðgjafi fyrirtækjalausna

Beinn sími: 570 5157
jon.vikar@toyota.is

 

GÆÐI OG GÓÐ ÞJÓNUSTA

 

Toyota stendur fyrir gæði og góða þjónustu sem er landsmönnum að góðu kunn. Í vörulínu Toyota má finna margar hentugar lausnir fyrir fyrirtæki allt frá Aygo smábílum upp í lúxusbíla og hafa þeir reynst einstaklega vel við íslenskar aðstæður. Bilanatíðni þeirra er með því lægsta sem gerist og Toyota er einnig þekkt fyrir gott endursöluverð.
 
Með tilkomu Proace línunar sem hefur meðal annars allt að níu manna fólksflutningabíl hefur framboð öflugra atvinnubíla aldrei verið betra hjá Toyota. Einnig bjóðum við upp á langtímaleigu sem hentað getur fyrirtækjum sem ekki vilja eignast bílinn heldur leigja gegn fyrirfram ákveðnu gjaldi.

ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ

7 ára ábyrgð

Sjö ára ábyrgð (3+4) fylgir öllum nýjum Toyota bílum sem fluttir eru inn af Toyota á Íslandi ehf. Toyota hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi, allt frá stofnun fyrirtækisins, að búa að langtímasambandi við viðskiptavini sína og er sjö ára ábyrgðin mikilvægur þáttur í að styrkja frekar þau bönd sem til staðar eru. Kynntu þér 7 ára ábyrgð með því að smella á skoða nánar hér að neðan.

3 ára þjónusta

Þjónusta til þriggja ára fylgir öllum nýjum bílum. Kynntu þér hvað er innifalið í þjónustunni með því að smella á skoða nánar hér að neðan.

Toyota Relax

Eigendur Toyota & Lexus bifreiða eiga þann kost að framlengja ábyrgðina á viðkomandi bifreiðum um 12 mánuði / 15.000 km (20.000 km í tilviki Proace) í senn – hvort sem fyrr kemur. Það eina sem eigandi bifreiðarinnar þarf að gera er að koma með hana í þjónustuskoðun hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota á Íslandi.

Toyota Relax er í boði þar til bifreið hefur náð 10 ára aldri eða verið keyrð 200.000 km eða meira – hvort sem fyrr kemur.

Toyota Tryggingar

Til viðbótar við frábæra þjónustu og góða tryggingu býðst viðskiptavinum Toyota trygginga eftirfarandi þjónusta aukalega. Á einungis við ef viðgerð fer fram í gegn um viðurkenndan þjónustuaðila Toyota og ef um kaskótjón er að ræða.

  • Afnot af bílaleigubíl - þú færð afnot af bílaleigubíl allan þann tíma sem bíllinn þinn er í viðgerð. 
  • Viðurkenndir Toyota varahlutir - við tryggjum að viðurkenndir Toyota varahlutir séu notaðir í allar viðgerðir.
  • Bílaþrif - að viðgerð lokinni þrífum við bílinn þinn að utan svo þú fáir hann skínandi hreinan í hendurnar. (linka á Toyota tryggingar síðu)

 

Við bjóðum upp á heildarlausnir

Toyota vinnur með fyrirtækjum að heildarlausnum í bílamálum. Allt frá sölu, leigu eða endurkaupum á bílum, alhliða viðgerðum og viðhaldi ásamt sölu á auka- og varahlutum.