1. Söluaðilar
  2. Toyota Kauptúni
  3. Um Toyota Kauptúni

UM TOYOTA KAUPTÚNI

TOYOTA KAUPTÚNI

Toyota Kauptúni er öflugt þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á Toyota og Lexus bílum sem hafa um árabil verið þeir vinsælustu á Íslandi. Hjá Toyota Kauptúni starfa yfir 150 manns og fyrirtækið skiptist upp í tvö svið sölusvið og þjónustusvið. Á sölusviði eru: Söludeild nýrra bíla, Söludeild notaðra bíla, Söludeild Lexus og Toyota Professional. Á þjónustusviði eru: Almennt verkstæði, Hraðþjónusta, Réttingar- og málningarverkstæði, Standsetning, Lager, Auka- og varahlutaverslun og verkstæðismóttaka. Aðbúnaður starfsfólks er til fyrirmyndar og má þar nefna: búningsklefa, líkamsrækt, kennslustofu, hobbíherbergi og glæsilegt Mötuneyti.  

ISO 14001
Toyota Kauptúni hefur fengið faggilda vottun samkvæmt hinum alþjóðlega ISO 14001 umhverfisstaðli, fyrst íslenskra bílaumboða. ISO 14001 umhverfisstaðallinn er stöðugt ferli sem allir starfsmenn Toyota tileinka sér til að tryggja bestu nýtingu auðlinda á öllum sviðum fyrirtækisins. Markmiðið er að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi fyrirtækisins.

Kauptún 6, 210 Garðabæ

Sími: 570 5000 

Netfang: info@toyota.is 

Kennitala: 580406-0680

VSK Númer: 91304