Notaðir bílar

Kynntu þér úrvalið

Viðurkenndir söluaðilar Toyota á Íslandi bjóða uppá notaða bíla til sölu. Það er einfalt og öruggt að kaupa bíl hjá Toyota. Þú getur sett notaðan bíl upp í notaðan bíl eða nýtt þér aðrar fjármögnunarleiðir. Við mælum með því að notaðir bílar séu skoðaðir gaumgæfilega og bjóðum upp á reynsluakstur svo þú getir fundið út hvort að bílinn henti þér.

Kaup á notuðum bíl

Það er einfalt og öruggt að kaupa bíl hjá Toyota

1 - Þú finnur draumabílinn
Þú getur fundið rétta bílinn á netinu eða með því að koma til okkar og skoða úrvalið með eigin augum.
2 - Þú kemur með gamla bílinn til okkar í söluskoðun
Ef þú ætlar að setja notaðan bíl upp í notaðan þá þarftu að koma með gamla bílinn til okkar í söluskoðun. Söluskoðun tekur oftast innan við klukkutíma og er tilvalið að skoða úrvalið og reynsluaka á meðan. 
3 - Gengið frá kaupum
Þegar söluskoðun er lokið geta sölumenn reiknað út nákvæmt innkaupsverð og fjármögnunarleiðir. Síðan sér gjaldkeri okkar um afsalsgerð og aðra skjalavinnslu.

/
Umboðssölubílar

Hjá söluaðilum Toyota eru bílar í eigu Toyota ásamt bílum í umboðssölu til sölu. Umboðssölubílar eru í einkaeigu viðskiptavina okkar. Við mælum með því að þessir bílar séu skoðaðir gaumgæfilega og þeir sendir í söluskoðun hjá hlutlausum aðila áður en kauptilboð er gert. Það er ekki viðbótarábyrgð af umboðssölubílum. 
Söluþóknun af umboðssölubílum er 3,9% af söluverði þeirra að viðbættum VSK, veðbókarvottorði og umskráningargjaldi hvort sem bílinn er seldur beint eða tekinn upp í annan sem greiðsla.

Lágmarks söluþóknun er 59.900 kr. Innifalið í því verði er virðisaukaskattur, umskráning og veðbókarvottorð.

Hvað ber helst að skoða?
FÍB hefur sett saman lista um hvaða þætti er gott að fara yfir þegar bifreið er skoðuð. Gott er að styðjast við þennan lista við skoðun og kaup á notuðum bílum. 
 1. Er lakk skemmt eða sést ryð?
 2. Athugið með segli hvort gert hafi verið við með plastfylliefnum. Segullinn dregst aðeins að járni.
 3. Bendir eitthvað til að bíllinn hafi skemmst í árekstri ?
 4. Bankið í bretti þar sem þeim er fest og í kringum luktir.
 5. Athugið hugsanlega ryðmyndun og frágang ryðvarnar í hjólbogum.
 6. Móða innan á bílrúðum í þurrviðri getur verið vísbending um ryð.
 7. Athugið hvort yfirbygging hafi skekkst.
 8. Falla hurðir vel að ?
 9. Er framrúða rispuð eða skemmd eftir steinkast ?
 10. Lyftið gólfmottum til að kanna hugsanlega ryðmyndun. Athugið einnig undir mottu í farangursgeymslu og undir varadekkið.
 11. Þefið af teppum, myglulykt getur bent til leka.
 12. Skrúfið rúðurnar upp og niður, athugið slit í lömum með því að lyfta undir hurðir.
 13. Athugið kælivatn á vél - engin olía má vera í vatninu. Olía í kælivatni gæti bent til þess að "headpakkning" sé léleg eða að blokkin sé sprungin
 14. Eru óhreinindi eða olía utan á vélinni ?
 15. Athugið hvort dropar séu undir bifreiðinni. Kanna þarf hvort um sé að ræða vélarolíu, bensín, bremsuvökva, kælivatn eða annað. Sé leki getur viðgerð verið kostnaðarsöm.
 16. Lítur bifreiðin almennt út fyrir að vera illa hirt?
 17. Athugið rafgeymi, er útfelling við pólana ?
 18. Mælið olíu á vélinni. Lítil eða óeðlilega þykk olía bendir til að vélin sé mjög slitin.
 19. Athugið smurþjónustubók.
 20. Athugið hjólbarða. Raufar í mynstri skulu vera a.m.k. 1,6 mm á dýpt þar sem þeir eru mest slitnir. Hjólbarðar eiga allir að vera af sömu gerð. Skoða þarf hvort hjólbarðar séu misslitnir. Ekki má vera hlaup í hjólum.
 21. Eru felgur dældaðar, það getur verið ábending um að bílnum hafi verið ekið óvarlega.
 22. Ræsið vélina. Hlustið eftir óeðlilegum hljóðum.
 23. Athugið útblásturskerfið.
 24. Er hlaup í stýri?
 25. Stígið fast á hemlafetil. Fótstig á ekki að fara alveg í botn, heldur á að vera gott bil niður að gólfi.
 26. Athugið höggdeyfa með því að ýta á aurbretti yfir hverju hjóli. Haldi bíll áfram að fjaðra geta höggdeyfar verið bilaðir eða ónýtir.
 27. Athugið kílómetramæli. Berið álestur saman við almennt útlit og aldur bifreiðarinnar. Reikna má með að meðalakstur sé frá 18.000 - 20.000 km á ári.