C-HR C-ENTER - 5 Dyra

  • Hvítur Not compatible with engine selection
  • Perluhvítur Not compatible with engine selection
  • Dökkgrár Not compatible with engine selection
  • Stálgrár Not compatible with engine selection
  • Blágrár Not compatible with engine selection
  • Svartur Not compatible with engine selection
  • Rauður Not compatible with engine selection
  • Blár Not compatible with engine selection
Frá
5.490.000 kr.
Eyðsla
3.8 l/100 km
CO2
86 g/km
Afl
122 Din hö

Þinn er vegurinn

Toyota C-HR er með marghliða lögun á ytra byrði og því eru útlínur hans auðþekkjanlegar. Breið staðan og framúrstefnulegt útlitið gefa honum rennilegt yfirbragð og vandaður frágangurinn gerir Toyota C-HR að virkilega óhefðbundnum bíl.

 • Vektu borgina til lífsins

  Hvort sem horft er á endurhannaðan framhlutann eða nýja afturljósahönnunina er C-HR hreint út sagt stórkostlegur útlits, með einstakt, fágað yfirbragð. Þetta er nútímalegur fólksbíll sem ætlað er að hrista upp í hversdagsleikanum. Kynntu þér sérhverja útlínu og kannaðu sérhvert smáatriði í skörpu ytra byrðinu. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum.

 • Njóttu líðandi stundar

  Þú hefur auga fyrir hönnun og næmt tóneyra og þess vegna er nýr Toyota C-HR hannaður fyrir skynfæri þín. Sætin styðja þétt við þig, klædd sterku og fáguðu tígulmynstruðu áklæði, og JBL-hljómtæki bjóða þér upp á tónleikaupplifun. Þetta er bíll sem er gerður til að njóta.

 • Aktu eins og þú eigir veginn

  Hér er næsta stig Hybrid upplifunar. Tafarlaust afl, viðbragðsfljót hröðun og framúrskarandi skilvirkni gera þetta að Hybrid bíl sem býður öllum hefðum birginn. Toyota C-HR er stílhreinn, öruggur í akstri og sannkallaður borgarbíll sem ræður ríkjum á hvaða vegi sem er.

Skerðu þig úr

Í Toyota C-HR fara útlit og innihald hönd í hönd. Hann sýnir það með rennilegu, líflegu ytra byrðinu, þú finnur það í einstöku, ríkulegu innanrýminu og nýja öfluga 2,0 l hybrid-aflrásin lætur þetta allt virka saman. Fullkominn fyrir borgina, að innan sem utan.

Grípandi afköst

Grípandi afköst

Nýr Toyota C-HR snýst um hreyfanleika í þéttbýli. Lág staða hans og breidd heldur honum stöðugum í beygjum, viðbragðsgóð inngjöf einfaldar framúrakstur og næsta stig Hybrid er nauðsynlegur eiginleiki á svæðum þar sem útblástur er takmarkaður.

Hannaðu þinn Toyota C-HR
Leiktu við skynfærin

Leiktu við skynfærin

Klæðningin í farþegarýminu, með gljásvörtum innfellingum, er mjúk viðkomu og þegar degi tekur að halla er stemningunni breytt með mjúkri blárri lýsingu. Þægindi hafa aldrei litið svona vel út.

Þú lifir lífinu, við sjáum um öryggið

Þú lifir lífinu, við sjáum um öryggið

Toyota C-HR er búinn einhverjum besta öryggisbúnaði sem völ er á. Þess vegna getur þú einbeitt þér að því að njóta lífsins á meðan Toyota C-HR sér um öryggi þitt.

Skoða öryggisbúnað

Ögraðu hefðbundnum viðmiðum

Settu mark þitt á gráan hversdagsleikann – leggðu hið hefðbundna til hliðar og gefðu þig því óvenjulega á hönd. Köntuð hönnun Toyota C-HR er sérlega kraftmikil og ótrúlegur kraftur hans og einstök akstursgetan minna greinilega á jeppa. Njóttu þeirra ævintýra sem lífið býður upp á í nýjum Toyota C-HR.
Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.