Nýr Toyota Aygo X | Toyota á Íslandi
  1. Bílar
  2. Aygo X

Aktu með höfuðið hátt í Aygo X

Búðu þig undir alveg nýja upplifun af innanbæjarakstri. Við erum byrjuð að telja niður í að Aygo X komi á markað! Þessi netti en áræðni bíll sækir innblástur til borgarsamfélags okkar tíma, með hærri yfirbyggingu, stórum álfelgum og hárri akstursstöðu. Upplifðu sjálfsöryggið sem þú finnur aðeins í borgarbíl í sportjeppastærð. Aygo X sker sig úr fjöldanum hvert sem ekið er, með einstöku tvílitu ytra byrði og auðþekkjanlegri hönnun. Viltu elta tískuna – eða móta tískuna? Horfðu á umhverfið frá nýju sjónarhorni í Aygo X.

Frábærir eiginleikar sem launa þér biðlundina

  • Ný nálgun á innanbæjarakstur

    Frábærir eiginleikar í handhægri stærð. Aygo X er nettur og afgerandi með kraftmikið yfirbragð. Bíllinn storkar gildandi viðmiðum, með sjálfsöryggi og yfirbragði sportjeppa með hárri ökumannsstöðu í bland við einstaka eiginleika og lipurð netts borgarbíls. Hækkuð sætisstaða og mjög stór framrúða veitir þér betra útsýni en nokkru sinni fyrr. Stiglausa sjálfskiptingin gerir innanbæjaraksturinn viðbragðsfljótan, mjúkan og skemmtilegan, á meðan nett yfirbygging, myndavélar og skynjarar gera þér leikandi létt að leggja í þröng stæði.

    Nú getur þú setið hátt og upplifað sjálfsöryggi við stjórnvölinn í iðandi innanbæjarumferðinni. Svona innanbæjarakstur hefur þú aldrei upplifað áður.

  • Flottasti borgarbíllinn í bænum

    Aygo X gefur allt í botn, með djarfri og auðþekkjanlegri hönnun. Tvílit útfærsla á yfirbyggingu undirstrikar hönnunaratriðin og ljær bílnum frumleika og gáskafullt yfirbragð. LED-aðalljósin lýsa leiðina framundan, en hönnun afturljósanna er sem áður með auðþekkjanlegri Aygo-lögun. Glæsilegar 18” álfelgur undir mjög stórum brettum gera Aygo X breiðan á velli og gefa bílnum flott og öruggt yfirbragð, hvert sem ekið er.
     
    Að innan er Aygo X rúmgóður og þægilegur, með fjölda hönnunarþátta sem gera samskipti ökumanns og farþega þægilegri og auðveldari. Þú upplifir notalega tilfinningu sem er undirstrikuð með skynrænum þáttum sem bera af í flokki sambærilegra bíla. Hvarvetna er að finna hugvitssamlega hönnun, allt frá látlausum sætissaumum yfir í geymslulausnir sem eru hannaðar til að uppfylla þarfir farþeganna.

  • Í fullkomnum samhljómi

     

    Aygo X er annað og meira en borgarbíll. Bíllinn er birtingarmynd lífsstíls þar sem þú ert í virkum tengslum við umhverfið. Öll stjórntæki eru þægileg í notkun, tengingarnar eru snurðulausar og ótal eiginleikar Aygo X gera hann að þínum eigin snjallsíma á hjólum. Með Toyota Smart Connect færðu hnökralausa, þráðlausa tengingu milli símans og margmiðlunarkerfisins. Veldu þína eftirlætistónlist af spilunarlistunum þínum og hlustaðu í einstökum hljómgæðum JBL-hljóðkerfisins. Á 9” háskerpuskjá færðu allt sem þú þarft. Aygo X er alltaf til þjónustu reiðubúinn, hvort sem þú vilt lesa inn skilaboð, kæla farþegarýmið með fjarstýringu eða læsa eða taka hurðir úr lás í MyT-appinu í snjallsímanum.

  • Kryddaðu tilveruna!

    Toyota Aygo X fæst í fjórum litasamsetningum og þú getur sniðið útlitið að þínum smekk. Við eigum litatóninn sem hentar þinni skapgerð, hvort sem það er fjörugur og funheitur chillirauður, ævintýralegur kardimommugrænn, frumlegur og spennandi berjablár eða fágaður engiferdrapplitaður. Þessir kryddtónar kallast á við litaspjaldið í innanrýminu og skapa einstakt og glæsilegt yfirbragð. Veldu liti sem lýsa þér best.

  • Upplifðu Toyota Aygo X

    Notaðu forrit okkar fyrir aukinn raunveruleika til að upplifa Aygo X. Sæktu forritið og notaðu aukinn raunveruleika til að skoða bílinn frá öllum sjónarhornum í innkeyrslunni, í bílskúrnum eða jafnvel inni í stofunni þinni. Þú getur smellt á tenglana hér að neðan til að fara í App Store eða Google Play og sækja forritið.

Taktu frá þinn Aygo X

Aygo X Play

• 17'' álfelgur
• Toyota Safety Sense 2+
• 4 hátalarar
• Lykilaust aðgengi (Smart Entry)
• Bakkmyndavél
• Þokuljós að framan (Halogen)
• Sjálfvirk loftræsting

Aygo X Pulse

• 17'' álfelgur
• Toyota Safety Sense 2+
• Tvílitur Bi-Tone
• 8" margmiðlunarskjár
• Þráðlaus hleðsla fyrir síma
• Bakkmyndavél
• Fjarstýring (Remote Air Controle Pack)
• LED aðalljós

Aygo X Limited

• 18'' álfelgur
• Toyota Safety Sense 2+
• Tvílitur Bi-Tone
• JBL hljómkerfi með Subwoofer
• 9" margmiðlunarskjár
• Leður tauáklæði
• Fjórir fjarlægðarskynjarar að framan og aftan
• Svartar glans innfellingar í framstuðara og grilli

FRÁTEKTARFERLIÐ Í ÞREMUR SKREFUM

Það er einfalt og öruggt að taka frá Aygo X á netinu.

01

Stofnaðu aðgang

Stofnaðu aðgang eða skráðu þig inn á Mín Toyota ef þú ert nú þegar með aðgang.
02

Veldu útfærslu

Veldu þér útfærslu sem hentar þér.
03

Staðfestingarpóstur

Við sendum þér staðfestingarpóst með upplýsingum um næstu skref eftir að þú hefur gengið frá frátektinni á vefsíðunni okkar.

Algengar spurningar

Toyota Aygo X fer í almenna sölu á fyrri helmingi árs 2022. Með því að forpanta bíl getur þú verið meðal þeirra fyrstu til þess að komast undir stýri á glænýjum Aygo X. Vinsamlegast athugið að takmarkað framboð er á forpöntunarbílum.

Nei, þú þarft ekki að borga staðfestingargjald til þess að taka frá þinn Aygo X.

Gengið er út frá því að staðfesting á frátekt sé þín leið til þess að sýna fram á kaupvilja en ef þú þarft einhverra hluta vegna að draga pöntun þína til baka þá vinsamlegast sendu póst á netpontun@toyota.is og gefðu upp frátektarnúmerið þitt.