Toyota Safety Sense-tæknin hjálpar þér að forðast hættulegar aðstæður og tryggja þannig öryggi þitt og farþega þinna: Árekstrarviðvörunarkerfi notast við myndavél og leysigeislaskynjara til að greina bíla á undan og þannig má forðast árekstra eða draga úr höggi við árekstur; LDA-akreinaskynjarinn varar þig við ef bíllinn fer út af akreininni; sjálfvirka háljósakerfið skiptir milli há- og lágljósa til að auka öryggi í myrkri.
Umferðarskiltaaðstoð sýnir tiltekin umferðarskilti á nýja TFT-skjánum; árekstrarviðvörunarkerfi með greiningu gangandi vegfarenda notast við myndavél og ratsjá til að greina hættu á að ekið sé á fótgangandi vegfarendur. Sjálfvirki hraðastillirinn heldur þér í tiltekinni lágmarksfjarlægð frá næsta bíl fyrir framan. Með þessum virku öryggiskerfum dregur Toyota Safety Sense úr hættu á árekstrum og stuðlar þannig bæði að lægri tryggingaiðgjöldum og auknu öryggi í akstri.