Keyrir Toyota Hybrid á rafmagni?

Algengar spurningar
Sjálfhlaðandi Hybrid, án þess að stinga í samband

Toyota Hybrid eru rafvæddir bensínbílar þar sem hugmyndafræðin gengur út á að nýta bensínorkuna sem best. Við hemlun og aðra afhröðun er rafmótorinn nýttur sem rafali og hleðsluálag frá honum notað til að hægja ferðina. Skriðorka bílsins er þannig varðveitt sem rafmagn og endurnýtt til aksturs í stað þess að tapast sem hiti í bremsukerfinu. Sami bensíndropinn getur því verið nýttur oftar en einu sinni. Þess vegna er talað um að Toyota Hybrid bílarnir séu sjálfhlaðandi þar sem það þarf ekki að stinga þeim í samband til að hlaða rafhlöðuna í bílnum.

Víðtækar mælingar í Evrópu sýna að Toyota Hybrid bílar séu að meðaltali með slökkt á bensínvélinni í 53,8% aksturstímans, sem þýðir að þú keyrir að meðaltali á rafmagni einu saman á yfir helmingi tímanst í blönduðum akstri. Sjá meira.